Pingdom Check

Saga Blue, Saga Silver og Saga Gold

Félagar í Saga Club sem fljúga reglulega í áætlunarflugi með Icelandair eiga möguleika á því að verða uppfærðir í Saga Silver og Saga Gold og njóta allra þeirra fríðinda sem aðildin veitir.

Félagar í Saga Gold fá 20% álag á Kortastig og félagar í Saga Silver fá 10% álag á Kortastig sem auðveldar þeim að halda kortunum sínum. Félagar sem safna 40.000 Kortastigum á 12 mánaða tímabili eru sjálfkrafa uppfærðir í Saga Silver og félagar sem safna 80.000 Kortastigum á 12 mánaða tímabili eru sjálfkrafa uppfærðir í Saga Gold.

Hafi Saga Silver korthafi náð 30.000 Kortastigum í lok 12 mánaða gildistíma kortsins fær hann Saga Silver kortið endurnýjað í eitt ár. Hafi Saga Gold korthafi náð 70.000 Kortastigum í lok 12 mánaða gildistíma kortsins fær hann Saga Gold kortið endurnýjað í eitt ár.

Meðal fríðinda

Það borgar sig að vera með

Saga BlueSaga SilverSaga Gold
Safnaðu VildarpunktumcheckCreated with Sketch.IncludedcheckCreated with Sketch.IncludedcheckCreated with Sketch.Included
Uppfærsla milli farrýmacheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.IncludedcheckCreated with Sketch.Included
Aðgangur að betri stofumcheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.IncludedcheckCreated with Sketch.Included
Saga Class-innrituncheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.IncludedcheckCreated with Sketch.Included
Forgangur á biðlistacheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.IncludedcheckCreated with Sketch.Included
FarangursfríðindicheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.IncludedcheckCreated with Sketch.Included
AkstursþjónustacheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.IncludedcheckCreated with Sketch.Included
MakakortcheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.IncludedcheckCreated with Sketch.Included
Bílastæði á KeflavíkurflugvellicheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.Included
Aðgangur að þráðlausu neti um borðcheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.Included
Hraðleið í gegnum öryggisleitcheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.Not includedcheckCreated with Sketch.Included

Makakort

Saga Gold félagar

Icelandair býður mökum Saga Gold félaga upp á makakort þeim að kostnaðarlausu, sé viðkomandi giftur eða í staðfestri sambúð samkvæmt Þjóðskrá. 

Saga Gold makakortinu fylgja ýmis fríðindi svo sem frí uppfærsla þegar því verður við komið. Aðeins er uppfært upp um eitt farrými, frá Economy Class upp á Economy Comfort og frá Economy Comfort upp á Saga Class. Einnig veitir kortið forgang á biðlista, auka farangursheimild og aðgang að Betri stofum.

Gildistími makakortsins er sá sami og gildistími aðalkorts. Hægt er að sækja um makakort með því að hafa samband við okkur.

Saga Silver félagar

Icelandair býður mökum Saga Silver félaga upp á að kaupa makakort, sé viðkomandi giftur eða í staðfestri sambúð samkvæmt Þjóðskrá. 

Gildistími makakortsins er sá sami og gildistími aðalkorts. Það kostar 7.400 kr og hægt er að sækja um það með því að hringja í síma 5050-100. Makakortinu fylgja sömu fríðindi og hjá aðalkortinu. 

Athugið að það tekur að jafnaði 7-10 virka daga fyrir kort að berast innan Íslands en gera má ráð fyrir að það taki 10 - 21 virka daga að berast utan Íslands. 

Forgangur á biðlista

Saga Gold og Saga Silver félagar

Ef fullbókað er í flug, getur korthafi óskað eftir því að verða settur á forgangsbiðlista með því að framvísa Saga Gold eða Saga Silver kortinu sínu hjá söluaðilum Icelandair. Það er einnig hægt að gefa upp kortanúmerið í síma.

Athugið að ekki er hægt að tryggja að korthafi komist með þó hann sé kominn á biðlista.

Aðgangur að betri stofum

Saga Class innritun

Saga Gold og Saga Silver félagar

Saga Gold og Saga Silver félögum er heimilt að innrita sig á Saga Class innritunarborðum óháð farrými þegar ferðast er með Icelandair. Ef Saga Gold og Saga Silver félagar ferðast með fjölskyldu sína, er þeim heimilt að innrita fjölskylduna á sama innritunarborði.

Korthafar skulu framvísa korti við innritun.

Uppfærsla á milli farrýma

Saga Gold félagar

Gegn framvísun Saga Gold kortsins geta Saga Gold félagar beðið um uppfærslu á Saga Class eða Economy Comfort í áætlunarflugi Icelandair þegar því verður komið við. Slík uppfærsla á sér stað í Saga Lounge Keflavík fyrir farþega sem ferðast frá Íslandi en á áfangastöðum utan Íslands getur uppfærslan átt sér stað við innritun ef pláss leyfir og er oftast framkvæmd við brottfararhlið.

Mikilvægt að hafa í huga

 • Við uppfærslu er aðeins uppfært upp um eitt farrými (Economy Class upp á Economy Comfort og Economy Comfort upp á Saga Class).
 • Uppfærslur eru ekki framkvæmdar um borð.
 • Þegar Saga Gold félagi fær uppfærslu milli farrýma nýtur hann þess þjónustuauka sem gildir á uppfærða farrýminu. Korthafi getur þó átt von á því að matarþjónustan sem hann fær sé frábrugðin hefðbundinni matarþjónustu viðkomandi farrýmis. Þeir skilmálar sem gilda um fargjaldið sem greitt var fyrir upphafalega haldast óbreyttir. Punktasöfnun miðast einnig við það fargjald. 
 • Saga Gold maki nýtur einnig uppfærslu fríðinda þegar hann ferðast með Icelandair.
 • Mikilvægt er fyrir Saga Gold korthafa að gefa upp Sagakortsnúmer við bókun.
 • Uppfærslan gildir einnig þegar ferðast er á Vildarmiðum.
 • Ekki er hægt að panta uppfærslu fyrirfram við bókun á söluskrifstofum Icelandair.
 • Vinsamlegast athugið að Saga Gold fríðindi eiga eingöngu við þegar ferðast er með áætlunarflugi Icelandair á FI flugnúmeri, ekki ef ferðast er á SK, AY eða B6 flugnúmerum í áætlunarflugi Icelandair.

Saga Silver félagar

Handhöfum Saga Silver kortsins býðst frí uppfærsla á Economy Comfort eða Saga Class þegar því verður við komið einu sinni á gildistíma kortsins.

Mikilvægt að hafa í huga

 • Við uppfærslu er aðeins uppfært upp um eitt farrými (Economy Class upp á Economy Comfort og Economy Comfort upp á Saga Class).
 • Hægt er að bóka uppfærslu hjá sölumanni Icelandair allt að tveimur mánuðum fyrir brottför en það verður að gera það a.m.k. 24 klst fyrir brottför.
 • Hægt er að bóka uppfærslu á flug til og frá Íslandi eða á milli  Evrópu og Norður Ameríku ef bókun er í sama farmiða.
 • Korthafi getur valið um að uppfæra bókun báðar leiðir eða skipta uppfærslunni niður í tvær annarra leiða uppfærslu. 
 • Farseðillinn er færður upp á næsta farrými fyrir ofan.
 • Uppfæra má öll skráð fargjöld Icelandair, sem eru gefin út á Icelandair farseðli.
 • Einnig er heimilt að uppfæra Vildarmiða.
 • Handhafi Saga Silver makakorts nýtur einnig þessara fríðinda.
 • Hvorki er hægt að uppfæra Saga Silver korthafa við brottfararhlið né um borð.
 • Vinsamlegast athugið að Saga Silver fríðindi eiga eingöngu við þegar ferðast er með áætlunarflugi Icelandair á FI flugnúmeri, ekki ef ferðast er á SK, AY eða B6 flugnúmerum í áætlunarflugi Icelandair.
 • Þegar uppfært er á milli farrýma nýtur þú þess þjónustuauka sem farrýmið sem uppfært er á hefur upp á að bjóða. Þeir skilmálar sem gilda um fargjaldið sem greitt var fyrir upphafalega haldast óbreyttir. Punktasöfnun miðast einnig við það fargjald. 

Hraðleið í gegnum öryggisleit

Saga Gold félagar

Til þess að nýta sér hraðleið þarf að framvísa brottfaraspjaldi og því er mikilvægt að Saga Gold félagar skrái Sagakortsnúmerið sitt í bókun áður en ferð hefst.

Áfangastaður Flugvöllur
Amsterdam Amsterdam Airport Schiphol
Berlín Schönefeld Airport
Billund Billund Airport
Boston Logan International Airport
Brussel Brussel Airport
Chicago Chicago O'Hare International Airport
Frankfurt  Frankfurt International Airport
Gautaborg Göteborg Landvetter Airport
Geneva  Geneva International Airport
Hamborg Hamborg Airport
Helsinki Helsinki Airport
Kaupmannahöfn Copenhagen Airport, Kastrup
Keflavík  Keflavik Interntainal Airport
Madrid Adolfo Suárez Madrid–Barajas Airport
Milano Milano Malpensa Airport
München München International Airport
New York Newark Liberty International Airport
Oslo Oslo Airport, Gardermoen
París  Orly International Airport
París Paris Charles de Gaulle
Stokkhólmur Stockholm Arlanda Airport
Zürich Zürich International Airport

                       

                               

                              

                              

                              

                             

                           

                           

                               

                             

                                

                 

                            

                                 

                                 

                             

                           

                                     

                                   

                                 

Stokkhólmur                        

Zürich                                  Zürich International Airport

Aðgangur að interneti um borð

Internet aðgangur án endurgjalds

Félagar í Saga Gold fá aðgang að þráðlausu Interneti um borð án endurgjalds í þeim vélum þar sem Internettenging er í boði og geta félagar tengt tvö tæki við internetið.

Svona tengist þú Internetinu

 1. Settu símann eða tölvuna á flugstillingu og veldu þráðlaust internet
 2. Þar velur þú "Icelandair Internet Access" 
 3. Opnaðu Internet vafrann og veldu þar Connect Surf Wi-Fi sem er fyrir miðju á síðunni
 4. Þar velur þú Saga Gold member undir Complimentary Wi-Fi
 5. Þar setur þú inn bókunarnúmer og Sagakortsnúmerið þitt
 6. Njóttu Internetsins án endurgjalds! 

Bílastæði

Saga Gold félagar

Gullkorthafar hafa aðgang að skammtíma brottfararbílastæðum við Leifsstöð (P1) án endurgjalds í 7 daga gegn framvísun Saga Gold kortsins síns. 

Svona notar þú stæðin:

 • Við komu er hliðið opnað með því að setja Saga Gold kortið í miðalesara sem merktur er Saga Gold kort.
 • Við brottför er Saga Gold kortið aftur sett í miðalesarann sem merktur er Saga Gold kort og hliðið opnast.

Gott að hafa í huga:

 • Til að nota stæðin þarf viðkomandi að vera að ferðast með áætlunarflugi Icelandair.
 • Nota verður sama Saga Gold kort við komu og brottför af stæði.
 • Félagar geta verið með bíl sinn endurgjaldslaust í 7 daga á skammtímastæði.
 • Airport Parking rukkar 2.650 krónur fyrir hvern dag umfram 7 dagana.
 • Icelandair tryggir bílinn fyrir tjóni sem hugsanlega hlýst af þeirra völdum en ekki fyrir þjófnaði eða tjóni sem aðrir valda.
 • Ef félagi lendir í vandræðum við að komast inn á stæðið með því að nota Saga Gold kortið sitt ráðleggjum við viðkomandi að taka miða. Við komu til landsins aftur er nauðsynlegt að félagi hafi samband við þjónustuborð Airport Parking áður en farið er í bílinn. Þjónustuborðið er staðsett til vinstri eftir að komið er út úr komusal. Símanúmer þeirra er 425-6400.

Akstursþjónusta

Saga Gold félagar

Saga Gold félagar fá akstur til og frá Keflavíkurflugvelli í tengslum við áætlunarflug Icelandair. Frá og með 1. maí 2017 er verð fyrir aksturþjónustuna aðeins 4.900 krónur hvora leið. 

Þetta er það sem þú þarft að vita

 1. Greitt er 4.900 krónur fyrir akstur hvora leið. Þegar maki ferðast einn greiðir hann sömu upphæð. Þegar maki ferðast með aðalkorthafa greiðir hann aðeins 2.500 krónur. Ef aðal- og makakorthafi ferðast saman þurfa þau að vera að ferðast til og frá sama heimilisfangi.
 2. Börn yngri en 12 ára ferðast frítt með. Börn tólf ára og eldri greiða sama gjald og maki eða 2.500 krónur.
 3. Akstursþjónusta er pöntuð í síma 420-1212 eða 520-1212 í síðasta lagi kvöldið fyrir brottför, bæði til og frá Keflavíkurflugvelli.
 4. A-Stöðin annast akstursþjónustu fyrir Icelandair. Afgreiðslutíminn er allan sólarhringinn. A-Stöðin lætur vita u.þ.b 30 mín. fyrir komu bíls.
 5. Um er að ræða akstur innan höfuðborgarsvæðisins.

Ef tveir Saga Gold farþegar ferðast saman greiða þeir samtals 9.800 krónur fyrir aksturinn hvora leið. Akstursþjónusta gildir eingöngu fyrir Saga Gold korthafa og óheimilt er að taka aðra gesti með í bílinn sem ekki eru Saga Gold korthafar. Nauðsynlegt er að framvísa gildu Saga Gold korti til að njóta afsláttarins.


Ef áætlaður brottfarartími breytist eru félagar látnir vita eins fjótt og mögulegt er.
Nánari upplýsingar um A-Stöðina eru á www.airporttaxi.is

Saga Silver félagar

Saga Silver félagar fá akstur til og frá Keflavíkurflugvelli í tengslum við áætlunarflug Icelandair séu þeir að ferðast á Saga Class eða á Economy Comfort Class. Frá og með 1.maí 2017 er verð fyrir akstursþjónustuna aðeins 4.900 krónur hvora leið.  

Þetta er það sem þú þarft að vita

 1. Greitt er 4.900 krónur fyrir akstur hvora leið. Þegar maki ferðast einn greiðir hann sömu upphæð. Þegar maki ferðast með aðalkorthafa greiðir hann aðeins 2.500 krónur. Ef aðal- og makakorthafi ferðast saman þurfa þau að vera að ferðast til og frá sama heimilisfangi.
 2. Börn yngri en 12 ára ferðast frítt með. Börn tólf ára og eldri greiða sama gjald og maki eða 2.500 krónur.
 3. Akstursþjónusta er pöntuð í síma 420-1212 eða 520-1212 í síðasta lagi kvöldið fyrir brottför, bæði til og frá Keflavíkurflugvelli.
 4. A-Stöðin annast akstursþjónustu fyrir Icelandair. Afgreiðslutíminn er allan sólarhringinn. A-Stöðin lætur vita u.þ.b 30 mín. fyrir komu bíls.
 5. Um er að ræða akstur innan höfuðborgarsvæðisins.

Ef tveir Saga Silver farþegar ferðast saman greiða þeir samtals 9.800 krónur fyrir aksturinn hvora leið. Akstursþjónusta gildir eingöngu fyrir Saga Silver korthafa og óheimilt er að taka aðra gesti með í bílinn sem ekki eru Saga Silver korthafar. Nauðsynlegt er að framvísa gildu Saga Silver korti og flugmiða til að njóta afsláttarins.

Ef áætlaður brottfarartími breytist eru félagar látnir vita eins fjótt og mögulegt er.

Nánari upplýsingar um A-Stöðina eru á www.airporttaxi.is

Farangursfríðindi

Saga Gold og Saga Silver félagar

Félagar í Saga Gold og Saga Silver geta ávallt ferðast með eina innritaða tösku, hvort sem ferðast er innan Evrópu eða Norður Ameríku, og miðast þyngd töskunnar við það farrými sem ferðast er á. Saga Gold og Saga Silver félagar geta því haft með sér allt að þrjár töskur þegar hann ferðast með Icelandair. Til þess að nýta farangursfríðindin er nauðsynlegt er að framvísa gildu Saga Gold eða Saga Silver korti og taka fram að óskað sé eftir aukinni farangursheimild við innritun í flug.

Taflan hér að neðan sýnir þá heildarfarangursheimild sem þú nýtur sem Saga Gold og Saga Silver félagi

  Economy Light Economy Standard Economy Flex Economy Comfort Saga Class
Innritaður farangur 1x23 kg 2x23 kg 2x23 kg 3x23 kg 3x32 kg
Handfarangur 1x10 kg 1x10 kg 1x10 kg 2x10 kg 2x10 kg

Vinsamlegast athugið að farangursheimild er einungis í gildi á þeim hluta leiðarinnar sem flogið er með Icelandair. Saga Silver fríðindi eiga eingöngu við þegar ferðast er með áætlunarflugi Icelandair á FI flugnúmeri, ekki ef ferðast er á SK, AY eða B6 flugnúmerum í áætlunarflugi Icelandair.