Saga Gold félagar
Saga Gold félagar hafa aðgang að Icelandair Saga Lounge fyrir brottför. Þeir geta haft börnin sín upp að 18 ára aldri með sér í Saga Lounge og auk þess boðið einum gesti með sér. Saga Gold félagar geta einnig boðið með sér einn gest til viðbótar gegn greiðslu og hér eru frekari upplýsingar. Saga Gold félagar eru einnig með aðgang að öllum Betri stofum sem Icelandair er í samstarfi við og geta boðið einum gesti með sér.
Félagar þurfa að framvísa Saga Gold kortinu ásamt brottfararspjaldi til þess að fá aðgang að betri stofum.
Farþegar sem eru að ferðast frá Bandaríkjunum og innrita sig í gegnum internetið verða jafnframt að innrita sig á flugvellinum til þess að fá gilt brottfararspjald. Til þess að fá aðgang að Betri Stofum í New York (JFK), Orlando, Denver, San Francisco, París (CDG) og IAD (Washington) er nauðsynlegt að framvísa boðskorti sem þú færð við innritun á flugvellinum.
Vinsamlegast athugið að Saga Gold fríðindin eiga einungis við þegar ferðast er með áætlunarflugi Icelandair eða leiguflugi á FI flugnúmeri, ekki ef ferðast er á SK, AY eða B6 flugnúmerum í áætlunarflugi Icelandair. Ekki er hægt að fá aðgang að Betri stofum SAS ef flogið er innanlands á Norðurlöndunum.
Saga Silver félagar
Saga Silver félagar geta nýtt sér Icelandair Saga Lounge fyrir brottför og geta boðið með sér einum gesti. Einnig geta Saga Silver félagar keypt aðgang fyrir einn gest til viðbótar ásamt því að geta keypt aðgang fyrir börnin sín undir 18 ára og er enginn fjölda takmörk þegar kemur á að kaupa aðgang fyrir börn Silver félaga, hér eru frekar upplýsingar. Einnig eru Saga Silver félagar með aðgang að öllum Betri Stofum sem Icelandair er í samstarfi við, nema Betri Stofum SAS á Norðurlöndunum en Saga Silver félagar geta heimsótt Betri Stofur SAS þegar þeir ferðast á Saga Premium. Saga Silver félagar geta ekki tekið með sér gesti í Betri Stofur á flugvöllum erlendis.
Farþegar sem eru að ferðast frá Bandaríkjunum og innrita sig í gegnum internetið verða jafnframt að innrita sig á flugvellinum til þess að fá gilt brottfararspjald. Til þess að fá aðgang að Betri Stofum í New York (JFK), Orlando, Denver, San Francisco og París (CDG) er nauðsynlegt að framvísa boðskorti sem þú færð við innritun á flugvellinum.
Vinsamlegast athugið að Saga Silver fríðindin eiga einungis við þegar ferðast er með áætlunarflugi Icelandair eða leiguflugi á FI flugnúmeri, ekki ef ferðast er á SK, AY eða B6 flugnúmerum í áætlunarflugi Icelandair.