Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2018 fór fram í Rússlandi og Íslendingar voru meðal þátttakenda – í fyrsta skiptið í sögunni. Strákarnir okkar geta verið stoltir af spilamennsku sinni á mótinu, enda stóðu þeir sig með prýði.
Íslendingar eru langfámennasta þjóðin sem komist hefur í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, en íbúar Íslands eru um 340.000. Það eru ekki nema örlítið fleiri en búa í hafnarborginni smáu, Hull á Englandi.
Heimir Hallgrímsson, aðalþjálfari íslenska karlalandsliðsins, er tannlæknir að mennt og starfar sem slíkur meðfram knattspyrnuþjálfuninni. Hann rekur litla tannlæknastofu í heimabæ sínum Vestmannaeyjum. Það er þó ólíklegt að þú komist að hjá honum í júní.