Borgarferðir Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Borgarferðir

Það kemur fyrir að taka sér frí frá hversdeginum og anda að sér sögu og menningu einnar af gömlu stórborgum Evrópu – eða kasta sér í straum samferðalanga við verslunargötur í Bandaríkjunum. Kíktu á úrvalið hjá okkur.

Berlín

Borgin bjarta, djarfa og kraftmikla

Borgarferð til Berlínar er einstök upplifun. Þar er að finna áhugaverða kaffibari, framúrskarandi veitingastaði, dásamlega almenningsgarða og söfn af ýmsu tagi.
Lesa nánar

London

Heimsborgin dularfulla og fjölbreytta

London er þér kunnugleg hvort sem þú hefur heimsótt hana áður eða ekki. Borgarferð þangað er hlaðin framandi ævintýrum og þú kynnist í raun mörgum ólíkum heimum.
Lesa nánar

París

Yndisleg og mögnuð

Borgin er þekkt fyrir mat, list og rómantík. Þar eru einstaklega fallegir garðar og fjölbreytt mannlíf. Ef þú hefur áhuga á tísku og hönnun þá er París borgin þín.
Lesa nánar

Glasgow

Stærsta borg Skotlands

Ekki láta borgarferð til Glasgow framhjá þér fara. Borgin stendur við ána Clyde í miðvestur hluta skosku láglandanna og heimsókn þangað er frábær skemmtun.
Lesa nánar

Boston

Heillandi borgarhverfi og merkisstaðir

Borgarferð til Boston býður ferðamönnum allt sem hugurinn girnist. Geysilegur fjöldi áhugaverðra veitingahúsa þar sem má kynnast matargerð frá nánast öllum heimshornum.
Lesa nánar

Brussel

Dulúðleg borg sem hjúpar þig fortíðarþrá

Í borgarferð til Brussel er margt einstakt að sjá og skoða. Aldagamlar hefðir og byggingar setja svip sinn á gamla bæjarkjarnann við Miklatorg, Grand Place, sem verið hefur hjarta borgarinnar og sál um aldir.
Lesa nánar

Amsterdam

Söguleg og síbreytileg

Amsterdam er frjálslynd og framsýn borg sem er sveipuð gömlum og töfrandi anda. Borgarferð til höfuðborgar Hollands ætti ekki að svíkja neinn.
Lesa nánar

Minneapolis

Ekki missa af Mall of America

Skelltu þér í borgarferð til Minneapolis sem er hrífandi borg með allt til alls. Þarna finnur þú lífleg leikhús, spennandi tónlistarsenu, margar stórar verslunarmiðstöðvar og mörg þúsund vötn allt um kring.
Lesa nánar

Wiesbaden

Ein af fallegustu borgum í Evrópu

Wiesbaden stendur á bökkum Rínar, rétt vestur af Frankfurt. Hún er mikil menningarborg og þekkt fyrir að vera falleg, róleg og þægileg.
Lesa nánar

Toronto

Suðupottur menningar og lista

Þessi fjölmennasta borg Kanada er full af lífi og borgarferð þangað er spennandi valkostur. Þar er mjög fjölskrúðugt mannlíf og margbreytilegt samfélag.
Lesa nánar

Brighton (London Gatwick)

Sjarmerandi borg í nágrenni London

Skemmtilegur strandbær skammt frá London Gatwick flugvelli. Borgarferð til Brighton er hið fullkomna frí frá hversdagslífinu.
Lesa nánar

Washington

Hin glæsilega höfuðborg Bandaríkjanna

Í borgarferð til Washington, D.C., finnur þú aragrúa af sögufrægum stöðum, óendanlega marga viðburði og fjöldann allan af afþreyingarmöguleikum.
Lesa nánar

Alicante

Flug og gisting á frábæru verði

Strandir og mannlíf við Miðjarðarhaf. Afþreying fyrir alla aldurshópa.
Lesa nánar

New York

Borg sem þú verður að heimsækja

Hughrifin eru sterk í borgarferð til New York, hlaðin andstæðum og fjölbreytileika. Nokkrir dagar verða að eftirminnilegri upplifun og fljótt þyrstir þig í meira.
Lesa nánar

Manchester

Kraftmikil og lífleg

Möguleikarnir eru margir til upplyftingar og skemmtunar í borgarferð til Manchester. Heimsókn á Old Trafford og Etihad Stadium er eitthvað sem flestir ættu að hafa gaman af en borgin hefur einnig upp á ótal margt annað að bjóða.
Lesa nánar