Borgarferð til Parísar með Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
frá76.100 kr.

París er ekki öll þar sem hún er séð, svona við fyrstu sýn. Hún er auðvitað fræg fyrir Eiffel-turninn, Sigurbogann og iðandi næturlíf á Champs Elyssées þar sem Crazy Horse Saloon er aðalaðdráttaraflið, með villtum kan-kan dönsum og líflegri stemningu. 

Borgin geymir sögu fornra konungdæma, byltinga og valdarána, upp af ösku þeirra risu lýðræðishugmyndir sem teygðu sig um heiminn, m.a. til Norður-Ameríku. Frelsisstyttan í New York er gjöf frá Frökkum til að fagna frelsi þeirra undan hæl Breta. Enn er hægt að finna fyrir þessum liðnu tímum þegar gengið er um götur Parísar. Dæmi um þetta eru Versalahöll í útjaðri Parísar og Loire-dalurinn þar sem finna má einhverjar fegurstu hallir heims, og voru einhverjar þeirra sumardvalarstaðir frönsku hirðarinnar.

Borgarferðir til Parísar 

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 76.100.-*
Verð á mann í einbýli í 3 nætur frá kr. 112.700.-*

Hótel í París áskilja sér rétt  til að innheimta við komu á hótel borgarskatt frá eur 1 til eur 2 á dag.
Þetta er ekki hægt að greiða áður heldur þarf að greiða þessa upphæð aukalega beint til hótelsins við komu.

Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair. Þú safnar 3400 punktum fyrir þessa ferð.

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.


Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu

Varstu ekki að leita að þessu?

Athugaðu hvort þessar pakkaferðir í svipuðum dúr eigi betur við þig!