Pingdom Check
Tilboðið er á enda

Þessi pakki er ekki lengur í boði. Hér eru nokkrir svipaðir pakkar sem þú gætir haft áhuga á.

Svipaðir pakkar

Menningarborgin Seattle liggur við Kyrrahafið, á norðvesturströnd Bandaríkjanna, og þar er nóg um að vera – jafnt innandyra sem utan. Þessi skemmtilega og vinalega borg er huggulega staðsett í faðmi greiðfærra fjalla, með fallega strandlengju og ósnortna náttúruna á næsta leiti.

Borgin hefur orð á sér fyrir fremur vætusamt veðurfar en það er ótal margt hægt að hafa fyrir stafni í rigningarborginni Seattle og umhverfis borgina er stórkostleg náttúra. Kannaðu hrífandi gítartóna Seattle í hinu framúrstefnulega Museum of Pop Culture. Taktu ferjuna yfir á útvistarsvæðið á Bainbridge Island, farðu í lautarferð og virtu skýjakljúfa borgarinnar fyrir þér úr fjarlægð. Og þau sem vilja enn betri yfirsýn ættu að fara upp í Space Needle, eins konar fljúgandi disk á stultum og eitt af einkennismerkjum Seattle.

Borgarferðir til Seattle

 Verð á mann í einbýli í 2 nætur frá kr. XXXXXXX
Verð á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. XXXXXX

Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni. Athugið að ekki er hægt að bóka hótel í Bandaríkjunum nema fólk hafi náð 21 árs aldri.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair. Þú safnar 4800 vildarpunktum fyrir þessa ferð. 

Eru ferðapappírarnir þínir í lagi? Ertu búin/n að sækja um ESTA og fylla út APIS?

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu

Varstu ekki að leita að þessu?

Athugaðu hvort þessar pakkaferðir í svipuðum dúr eigi betur við þig!