Ertu að skipuleggja ferðalag fyrir fleiri en 10? Við aðstoðum þig við að bóka ferðina fyrir hópinn hvort sem ferðast er innanlands, til Evrópu, Grænlands eða Norður-Ameríku.
Ef þú ert að skipuleggja hópferð og þarft tilboð, fylltu út eyðublaðið sem er að finna neðst á síðunni og þjónustufulltrúi okkar verður í sambandi við þig innan þriggja virkra daga.
Starfsfólk okkar sem sér um bókanir fyrir hópa er til taks alla virka daga milli kl. 8:00 - 16:00. Hægt er að hafa samband við hópadeild í síma 505 0406.
Hægt er að ganga frá greiðslu staðfestingargjalds eða greiða ferð að fullu í einni greiðslu.
Þeir sem nú þegar hafa greitt staðfestingargjaldið geta gengið frá lokagreiðslu ferðarinnar.
Fyrir nánari upplýsingar, sjá skilmála hópadeildar Icelandair fyrir hópbókanir: