Landshornaflakk er fljótlegra en þig grunar! Finndu þína leið á kunnuglegar slóðir innanlands.
Akureyri, flug og hótel
Höfuðstaður norðurlands með sinn einstaka sjarma
Flug og hótelgisting á sérkjörum - Dásamlega Akureyri er nær en þig grunar. Hlíðarfjall, Listagilið, Hof, Kjarnaskógur og sundlaugin er á meðal þess sem bíður þín.
Reykjavík er svo miklu meira en biðstofa fyrir fólk í erindagjörðum. Kíktu á söfnin, í verslanirnar, á kaffihúsin eða veitingastaðina. Þú gætir jafnvel náð tónleikum eða leiksýningu.
Upplifðu frelsið sem fylgir því að vera með þinn eigin bíl og bókaðu flug og bíl á einum stað. Kynntu þér fjölbreytta afþreyingu og skemmtun höfuðborgarinnar.
Rómantíkin liggur í loftinu og slökun í Vök Baths eða rölt um Hallormsstaðaskóg með viðkomu í Atlavík eru andleg lyftistöng fyrir jafnvel hörðustu borgarbörn.
Rómuð náttúrufegurð, óteljandi möguleikar þegar kemur að útivist og hreyfingu, skemmtilegir gistimöguleikar og frábærir veitingastaðir. Ekki láta Austurland framhjá þér fara.