Rómantíkin liggur í loftinu og slökun í Vök Baths eða rölt um Hallormsstaðaskóg með viðkomu í Atlavík eru andleg lyftistöng fyrir jafnvel hörðustu borgarbörn.
Rómuð náttúrufegurð, óteljandi möguleikar þegar kemur að útivist og hreyfingu, skemmtilegir gistimöguleikar og frábærir veitingastaðir. Ekki láta Austurland framhjá þér fara.
Reykjavík er svo miklu meira en biðstofa fyrir fólk í erindagjörðum. Kíktu á söfnin, í verslanirnar, á kaffihúsin eða veitingastaðina. Þú gætir jafnvel náð tónleikum eða leiksýningu.
Upplifðu frelsið sem fylgir því að vera með þinn eigin bíl og bókaðu flug og bíl á einum stað. Kynntu þér fjölbreytta afþreyingu og skemmtun höfuðborgarinnar.