Ferðir til Narsarsuaq í Grænlandi með Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
frá154.450 kr.

Flugið er frá Reykjavíkurflugvelli (RKV) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi tekur 2 klst. og 45 mín. Farþegar eru sóttir á bát og ferjaðir til Narsaq. Siglingin tekur um 50 mínútur.

Narsaq er bær með um 1500 íbúa og stendur á tanga sem aðskilur Tunnulliarfik fjörð (Eiríksfjörð) og nyrðri Sermilik-fjörð (Bredefjord).

Sigling frá Narsarsuaq til Narsaq, tekur um 50 mín. Siglt er um Eiríksfjörð eins og hann var kallaður meðal norræna manna fyrir 1000 árum. Frá Narsarsuaq sést yfir fjörðinn í norður til Bröttuhlíðar þar sem talið er að Eiríkur rauði og Þjóðhildur hafi setið, þar er tilgátubær og kirkja í gömlum stíl og rústa og menja frá þeirra tímum, 

Í boði eru 3ja, 4ja og 7 náttaferðir í júni , júlí og september.

Gist er á Hótel Narsaq. Farþegar eru sóttir á bát og ferjaðir til Narsaq. Siglingin tekur um 50 mínútur

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 154.450
Verð á mann í einbýli í 3 nætur frá kr. 184.300

Innifalið: Flug, gisting, bátsferð frá flugvelli til Narsaq, flugvallarskattar og ein taska hámark 20kg ásamt 6kg handfarangurstösku.

*Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni. 

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair. 

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu

Varstu ekki að leita að þessu?

Athugaðu hvort þessar pakkaferðir í svipuðum dúr eigi betur við þig!