Pingdom Check
frá34.300 kr.

Hin sívinsæla ballettsýning Hnotubrjóturinn í flutningi Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands verður sýndur í Eldborg dagana 24. – 26. nóvember.

Í boði eru pakkaferðir til Reykjavíkur frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði til að sjá þennan einstaka viðburð sem haldinn verður fyrstu helgina í aðventu.

Hnotubrjóturinn er einn vinsælasti ballett allra tíma. Hrífandi tónlist Tchaikovskys skapar töfrandi jólastemningu þar sem allt getur gerst. Ballettinn sem er skipaður mörgum af skærustu stjórnum ballettsviðsins þar í landi er ómissandi hluti af jóladagskrá margra tónlistarhúsa víða um heim og börn jafnt sem fullorðnir hlakka árlega til þess að njóta þessa sígilda ævintýris. Frekari upplýsingar um viðburðinn er að finna á vef Hörpu.

Í boði eru tvenns konar pakkaferðir frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum:

Flug og miði á sýninguna

Verð frá 34.300 kr. Innifalið: Flug, miði á sýninguna (A svæði), flugvallarskattar og ein taska (hámark 23 kg) ásamt 6 kg handfarangurstösku. 

Flug, miði á sýninguna og hótelgisting frá einni nótt til þriggja nátta

Verð frá 44.850 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, miði á sýninguna (A svæði), gisting í eina nótt, flugvallarskattar og ein taska (hámark 23 kg) ásamt 6 kg handfarangurstösku. 

Varðandi miðaafhendinguna á Hnotubrjótinn. Harpa kemur til með að senda miðana (rafrænt) á það netfang sem gefið var upp við bókun.

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair og þú safnar 1.000 punktum fyrir þessa ferð.

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér vel skilmála pakkaferða. Ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út þetta form.

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu