Pingdom Check
frá85.000 kr.

UPPSELT. Íslenska landsliðið er komið áfram í milliriðil á EM í handbolta í Malmö í janúar 2020. Leikirnir fara fram á leikvanginum Malmö Arena. Íslenska landsliðið spilar 21. janúar við Noreg og 22. janúar við Svíþjóð. Í boði er ferð til að sjá þessa leiki sem inniheldur flug og dagpassa á leikina. Hver dagpassi gildir á þrjá leiki. HSÍ sér um miðaafhendinguna í Malmö og fer hún fram á veitingastaðnum Paddy's sem er í miðborg Malmö. Þar koma stuðningsmenn Íslands til með að hittast. HSÍ kemur til með að senda farþegum tölvupóst með nánari upplýsingum varðandi miðaafhendinguna. Vinsamlegast hafið staðfestinguna eða bókunarnúmer með ykkur.

Sætin sem íslendingar fá á milliriðil EM í handbolta eru í hólfi A 4-7. 

Leikir Íslands:

21. janúar klukkan 18:15  Noregur - Ísland

22. janúar klukkan 20:30 Svíþjóð - Ísland

Flug 21. – 23. janúar og dagpassar á leiki Íslands 21. og 22. janúar.
Verð á mann kr. 85.000

Keflavík – Kaupmannahöfn 21. janúar. Brottför frá Keflavík með FI204 kl. 07:45, áætluð lending í Kaupmannahöfn kl. 11:55.
Kaupmannahöfn – Keflavík 23. janúar. Brottför frá Kaupmannahöfn með FI207 kl. 13:10, áætluð lending í Keflavík kl. 15:30

Keflavík – Kaupmannahöfn 21. janúar. Brottför frá Keflavík með FI204 kl. 07:45, áætluð lending í Kaupmannahöfn kl. 11:55
Kaupmannahöfn – Keflavík 23. janúar. Brottför frá Kaupmannahöfn með FI205 kl. 13:05, áætluð lending í Keflavík kl. 15:25.

Innifalið: Flug, flugvallarskattar og ein taska, að hámarki 23 kg, ásamt 10 kg handfarangurstösku og dagpassi á leikina 21. og 22. janúar. Hver dagpassi gildir á þrjá leiki.

Athugið að gisting er ekki innifalin (jafnvel þó að það sé gefið til kynna við bókun, vegna tæknilegra örðugleika í bókunarkerfinu).

Athugið að sætaframboð er takmarkað.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair og þú safnar 3400 punktum fyrir ferðina.

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form. 

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu