Pingdom Check
frá79.900 kr.

Íslenska hanboltalandsliðið leikur í B-riðli í handbolta í München í janúar 2019.

Við bjóðum flug og miða á leikina. Tvenns konar pakkar eru í boði, 11. - 15. janúar til að sjá fyrstu þrjá leikina eða 11. - 18. janúar til að sjá alla fimm leikina í riðlinum. Leikirnir fara fram 11., 13., 14., 16. og 17. janúar og gildir leikjapassinn á alla leikina (3 eða 5) þessa daga í þessum riðli eftir því hvort keyptur er pakki 1 eða 2. 

Pakki 1 - 11. til 15. janúar og þrír dagpassar 11., 13. og 14. janúar -UPPSELT
Verð  á mann kr. 79.900

Keflavík - München 11. janúar. Brottför frá Keflavík kl. 07:20, áætluð lending í München kl. 12:05
München - Keflavík 15. janúar. Brottför frá München kl. 13:05 áætluð lending í Keflavík kl. 16:00

Innifalið: Flug, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku og miði á leikina 11., 13. og 14 janúar í B riðli. Miðar á leikina verða sendir í pósti til farþega þegar þeir berast til okkar, væntanlega í október eða nóvember.

Pakki 2 - 11. til 18. janúar og fimm dagpassar 11., 13., 14., 16. og 17. janúar - UPPSELT
Verð á mann kr. 116.900


Keflavík - München 11. janúar. Brottför frá Keflavík kl. 07:20, áætluð lending í München kl. 12:05
München - Keflavík 18. janúar. Brottför frá München kl. 13:05 áætluð lending í Keflavík kl. 16:00

Innifalið: Flug, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku og miði á leikina 11., 13. og 14, 16 og 17. janúar í B riðli. Miðar á leikina verða sendir í pósti til farþega þegar þeir berast til okkar, væntanlega í október eða nóvember.

Miðarnir sem við fáum eru staðsettir í Category Best, svæði D3 og D2

Leikir Íslands eru þessir: 

Föstudagur 11. janúar, Ísland - Króatía

Sunnudagur 13. janúar, Spánn - Ísland 

Mánudagur 14. janúar, Ísland - Bahrain

Miðvikudagur 16. janúar, Japan - Ísland

Fimmtudagur 17. janúar, Madedónía - Ísland

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair.

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið erað bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.