Pakkaferð Icelandair til að sjá Ísland portúgal spila í Porto 11.október | Icelandair
Pingdom Check
Tilboðið er á enda

Þessi pakki er ekki lengur í boði. Hér eru nokkrir svipaðir pakkar sem þú gætir haft áhuga á.

Svipaðir pakkar

UPPSELT!

Komdu með stuðninginn og fljúgðu út á umspilsleik íslenska kvennalandsliðsins fyrir HM 2023!

Þann 11. október næstkomandi mætast Ísland og Portúgal á Estádio Capital do Móvel í Portúgal. Þessi leikur er mjög mikilvægur og þá munar um stuðning landa í stúkunni!

Kvennalandslið Íslands í fótbolta mun keppa við lið Portúgals í heimsborginni Porto. Leikurinn ræður úrslitum um það hvort liðið verður með á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Ef Ísland vinnur andstæðing sinn, Portúgal, í venjulegum leiktíma eða framlengingu þá er liðið öruggt um sæti á HM.

Svona tækifæri koma ekki oft og því höfum við sett saman pakkaferð fyrir stuðningsfólk.

Í boði er dagsferð til Porto 11. október.

  • Flogið er til Porto í beinu leiguflugi Icelandair með FI1060 klukkan 07:15, lending í Porto klukkan 12:05. Rúta fer með farþega á leikvanginn til að sjá leikinn Portúgal - Ísland sem hefst klukkan 18:00 á staðartíma. Rúta fer svo með farþegana beint út á flugvöll eftir leik. Brottför frá Porto með FI1061 klukkan 23:50, lending í Keflavík klukkan 03:00. 

Verð á mann 69.900,-

Innifalið: Flug, miði á leik Íslands gegn Portúgal og rúta til og frá flugvelli erlendis.

Miðaafhending fer fram í Porto

Þar sem þetta er leiguflug, ekki hefðbundið flug þá er ekki hægt að netinnrita sig fyrir þetta flug. Það verður sér innritunarborð í Keflavik merkt Porto (númer 28-30)

Athugið takmarkað sætaframboð.

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

 

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu

Varstu ekki að leita að þessu?

Athugaðu hvort þessar pakkaferðir í svipuðum dúr eigi betur við þig!