Pingdom Check
Tilboðið er á enda

Þessi pakki er ekki lengur í boði. Hér eru nokkrir svipaðir pakkar sem þú gætir haft áhuga á.

Svipaðir pakkar

Bókaðu pakkaferð með Icelandair til Hollands og fáðu ókeypis miða á leikinn!

Nú fer að líða að ögurstundu í undankeppni Heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta, sem haldið verður í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi 2023.

Þann 6. september næstkomandi mætast Ísland og Holland á Stadion Galgenwaard vellinum í Utrecht. Þessi leikur ræður úrslitum um það hvort Ísland kemst áfram á mótið og þá munar um stuðning landa í stúkunni!

Pakkaferðin inniheldur flug til og frá Amsterdam, miða á leikinn 6. september og gistingu á hóteli í tvær nætur í Amsterdam

Tvö hótel standa til boða: Mövenpick Hotel Amsterdam og Eden Hotel Amsterdam

Það tekur eingöngu 30 mínútur að ferðast með lest til Utrecht frá Amsterdam. Athugið að lestarmiði er ekki innifalinn í pakkanum.

Komdu með og vertu hluti af stuðningsliðinu í stúkunni – ekki missa af stemningunni og leikgleðinni!

  • 5. september: Flug með Icelandair FI500 til Amsterdam klukkan 07:40. Lending í Amsterdam klukkan 12:55.
  • Gisting í tvær nætur  í Amsterdam. í boði eru tvenn hótel. Mövenpick Hotel Amsterdam City Centre og Eden Hotel Amsterdam.
  • Miði á leik Holland - Ísland þriðjudaginn 6. september klukkan 18:45 að staðartíma. Leikurinn fer fram á Stadion Galgenwaard í Utrecht.
  • 7. september: Flug með Icelandair FI507 til Keflavíkur klukkan 17:30. Lending í Keflavík 18:45.

Verð á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 92.900

Verð á mann í einbýli í 2 nætur frá kr. 127.900

Innifalið: Flug, gisting í tvær nætur á Mövenpick Hotel Amsterdam með morgunverði, miði á leikinn, flugvallarskattar og ein innrituð taska (hámark 23kg) ásamt 10kg handfarangurstösku.

Miðinn á leikinn verður sendur rafrænt  á það netfang sem gefið var upp við bókun skömmu fyrir brottför.

Takmarkað sætaframboð.

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu