Pingdom Check

Austurríki eins og það gerist best

Þú stendur á toppnum ,kyrrðin allt umlykjandi, svalur blærinn kitlar nefið og geislar sólarinnar fylla þig af orku þar sem þú horfir yfir snjóbreiðuna sem teygir sig eins langt og augað eygir. Hvort sem ætlunin er að þjóta niður brekkurnar á skíðum, leika sér á snjóbretti, bruna á sleða eða ganga á skíðum eða skóm getur þú verið viss um að Lungau er rétti staðurinn.

Þjóðlegar kræsingar eru bornar fram í hlýjum og notalegum skálum. Já, hér er upplagt að slaka á og leyfa þér að njóta alls þessa. Á fáum stöðum í Austurríki getur þú treyst því betur að nægur snjór þeki skíðabrekkurnar í vetrarfríinu þínu.

FJALLASVÆÐIÐ

Á svæðinu eru yfir 300 km af troðnum skíðabrekkum og er aðstaða og stemning góð fyrir alla aldurshópa. Svæðinu er skipt upp í fimm mismunandi skíðasvæði, St. Michael (Sonnenbahn), St. Margarethen (Aineck), Katshberg, Mauterndorf (Grosseckbahn), Fanningberg og Obertauern. Fjögur þessara svæða eru í sama dalnum. Hægt er skíða á milli St. Michael og Mauterndorf á svo á milli St. Margarethen og Katshberg. Fanningberg stendur eitt og sér en til Obertauern eru um 30 mínútna keyrsla frá bænum St. Michael þar sem gististaðir VITA eru.

SKÍÐASVÆÐIÐ

Skíðasvæðið er gríðarstórt, samtals um 58 lyftur og  300 km af skíðabrautum. Lengsta einstaka skíðabrautin telur heila sex kílómetra. Lyftur eru  opnar flestar frá kl. 8.30 til 16.30 alla daga. Svo eru líka margar sértroðnar brautir fyrir gönguskíðafólk á öllum þessum svæðum og allt um kring. Boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa.

Hérna fyrir neðan má finna enn frekari upplýsingar um þessi frábæru skíðasvæði.

Speiereck / Sonnenbahn
St. Margarethen / Aineck
Katschberg
Fanningberg
Mautendorf
Obertauern 

Beint flugt til Salzburg. Ekki er í boði fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi. 

Ath. Allir skíðafarþegar VITA fá 20% afslátt hjá Everest ferða- og útvistaverslun ef keyptur er skíðabúnaður eða skíðafatnaður, með því að framvísa staðfestingu á skíðabókun frá VITA fyrir veturinn 2022-2023. Verslunin er staðsett í Skeifan 6, 108 Reykjavík

Innifalið í pakkanum

fráISK 213.600 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu