Pingdom Check

Stærsta samfellda skíðasvæði í Evrópu! Aðstaðan óviðjafnanleg

Selva er líflegt fjallaþorp í hjarta Val Gardena dals Dólómítanna.

Flogið er með áætlunarflugi til og frá Verona.  Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn aukagjaldi fyrir farþega með flug og gistingu hjá IcelandairVITA. 

Athugið að skíðabúnaður er ekki innifalinn í verðum, heldur þarf að bæta því við gegn aukagjaldi fyrir þá sem þess óska, það er hægt að gera við bókun eða síðar.

Fararstjóri Icelandair VITA verður á svæðinu frá 18. janúar 2025. Fararstjórn á tímabilinu 21. desember 2024 - 18.janúar 2025 fer eftir bókunarstöðu og verður auglýst síðar. 


Val Gardena er kunnuglegt svæði meðal Íslendinga, enda einn allra vinsælasti áfangastaður skíðaáhugafólks til margra ára. Selva er þekktasti skíðabærinn í dalnum, enda stendur bærinn í 1500 metra hæð og svæðið er stærsta samtengda skíðasvæði í Evrópu. Icelandair VITA er með samninga við mjög góð hótel sem henta einstaklingum, fjölskyldum eða hópum af öllum stærðum og gerðum. 

Menning og mannlíf

Segja má að Selva sameini helstu einkennin úr menningu, hefðum og gildum Ítalíu og Austurríkis, en svæðið hefur verið nátengt Austurríki frá því í fyrri heimsstyrjöldinni. Flestir íbúar Selva eru jafnvígir á ítölsku og þýsku en þó tala þeir einnig sitt eigið tungumál, ladínó eða „retórómanska" eins og hún er stunduð kölluð, sem á stóran þátt í að skapa bænum sinn eigin einstaka sjarma.

Umhverfið

Útsýnið og aðstaðan í Selva er óviðjafnanleg. Töfrandi umhverfið er víst til að láta engan ósnortinn og hafa gestir og gangandi óteljandi möguleika til hverskyns iðkunar skíðaíþrótta. Þorpið sjálft liggur í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og telur skíðasvæðið í heild sinni um 175 kílómetra af skíðabrautum. Hvorki fleiri né færri en 81 skíðalyfta sér um að flytja fólk á milli fjölbreyttra og ólíkra skíðabrauta og ættu því allir að geta fundið brekkur sem henta sinni getu. Að auki er boðið upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa. 

Miðbærinn

Miðbærinn í Selva lifnar við á kvöldin, þegar gestir á svæðinu taka að flykkjast á veitingastaði bæjarins. Matseldin er undir áhrifum frá ítölskum og austurrískum matarvenjum og úr verður skemmtileg blanda sem flestum líkar ákaflega vel. Skemmtistaðir, barir og krár eru á hverju horni og er óhætt að fullyrða að engum muni leiðast í miðbænum. Eins og víða annarsstaðar í nálægum fjallahéruðum er tréskurðarlist í hávegum höfð í Selva og í miðbænum er að finna mikinn fjölda verslana sem selja útskurðarverk.

Hagnýtar upplýsingar:

Fararstjóri á vegum Icelandair VITA verður á svæðinu frá 18.janúar - 1.mars 2025. Fararstjórn á tímabilinu 21 desember 2024 - 18.janúar 2025 fer eftir bókunarstöðu og verður auglýst síðar.

Ferðamannaskatturinn í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 2-4 Evrur á mann á nótt.

Gildir aðeins fyrir 14 ára og eldri. 


Akstur við komu: Í pakkaferðum til og frá Verona (flug og gisting) er hægt að kaupa rútuferð til og frá flugvelli í Verona gegn gjaldi.  þegar fararstjóri er á svæðinu tekur hann á móti gestum á flugvellinum í Verona og er síðan haldið með rútu til Selva.  Ferðin tekur tæpar þrjár klst. og er stoppað einu sinni á leiðinni svo fólk geti farið á snyrtingar og fengið sér hressingu. Í bílnum fer fararstjóri yfir það helsta sem hafa þarf í huga í komandi skíðaviku, bæði hvað varðar hótelin, bæjarlífið og skíðalöndin. 


Hótelin: Mikilvægt er að þeir sem ferðast saman láti vita af því fyrirfram svo hægt sé að láta gististaðinn vita sem geta svo í framhaldi gert viðeigandi ráðstafanir í matsal. Ef það er ekki gert er ekki hægt að tryggja að ferðafélagar sem ekki eru á sömu bókun fái borð saman á meðan dvöl stendur. 

Allir gestir eru hvattir til að nota öryggishólf á herbergjum. Kranavatnið á hótelunum er gott og öllum er óhætt að drekka það. 

Spa: Yfirleitt bjóða ítölsku skíðahótelin upp á spa-aðstöðu. Ætlast er til að fólk sitji á handklæðum í sauna-baðinu og það haft í huga að spa-svæðið er fyrst og fremst hvíldarsvæði en ekki leikvöllur barna. Á sumum hótelum er aldurstakmark í spa-aðstöðuna sem miðast við 14 ára aldur. Mismunandi er hvenær heilsuaðstaða hótela er opin, en yfirleitt opnar hún um kl. 16:00 og er opin til kl. 18:30 til 19:30. Aðgangur barna yngri en 14-15 ára er yfirleitt bundin því að þau séu í fylgd foreldra og þess gætt að ekki er um leiksvæði að ræða. Einstaka hótel leyfa ekki börn  á heilsusvæðinu. 

Gott að hafa í huga þegar farið er í fjallið: Muna skal að hafa með varaáburð og sólarvörn.  Skylda er fyrir alla 14 ára og yngri að hafa skíðahjálma. Að sjálfsögðu er mælt með því að allir noti hjálm og jafnvel bakbrynju. Góð sólgleraugu og skíðagleraugu eru nauðsynleg. Skíðagrímu er gott af hafa ef spáð er köldu veðri.  Aldrei skal stöðva undir blindhæð. Muna skal að skíða með aðgát og hafa í huga að sá sem er neðar í brekkunni á alltaf réttinn.  Ekki drekka kranavatn á veitingastöðum eða lyftustöðvum í fjallinu. 


Tímamismunur: Ítalía er einni klukkustund á undan Íslandi á veturna og tveimur tímum á undan á sumrin.


Tryggingar: Frá og með 1.janúar 2022 hefur verið skylda að allir skíðamenn hafi ábyrgðartryggingu í fjallinu, ef þeir valda slysi á öðrum. Mikilvægt er því að hafa samband við ykkar tryggingar til að kanna hvort slík ábyrgðartrygging sé innifalin. Ef hún er innifalin þarf að fá staðfestingu á henni, sem gæti þurft að framvísa í fjallinu og því mikilvægt að hafa hana við hendi. Einnig er hægt að kaupa ábyrgðartryggingu þegar komið er út og kostar hún 3-4 evrur fyrir hvern dag í fjallinu og þarf að virkja hana við skíðapassann.  Við ráðleggjum einnig að allir hafi meðferðis evrópska tryggingakortið eða staðfestingu frá tryggingarfélagi varðandi ferða- og slysatryggingar. 

***Við bendum á að gott er að vera búin að kynna sér tryggingarskilmála hjá ykkar tryggingum og fá ráðleggingar þar hvað hentar best. Þar sem reglur og skilmálar geta verið mjög misjafnir og jafnvel þörf á að kaupa viðbótartryggingu í einhverjum tilfellum. Mikilvægt er að vera með góðar tryggingar. 

Dagskrá

Hérna fyrir neðan má sjá drög að því hvernig dagskráin í fjallinu verður þegar fararstjóri er á svæðinu. Nokkrum dögum fyrir brottför fá allir farþegar sendar nánari upplýsingar í tölvupósti um skipulag ferðarinnar, dagskrá verð á skíðapössum og aðrar mikilvægar upplýsingar. 

Sunnudagur: Farið upp með CIAMPINOI lyftuna kl. 9:00 og skíðað á Plan di Gralba (Paradiso). Gott til að hita upp fyrir átök komandi daga. Brekkur við allra hæfi og ágætir veitingastaðir.

Mánudagur: Hittumst við CIAMPINOI lyftuna kl. 9:00 og höldum upp á tindinn. Skíðum niður brunbrautina frægu til St. Cristina og haldið yfir til Col Raiser og upp á topp Seceda sem er í 2.511 m. hæð. Þaðan skíðum við niður til Ortisei, 10.5 km braut og er fallið 1.230 metrar.  Hádegisverður í “Dannakofa” en kofinn er staðsettur í miðri brekkunni.  Eftir mat skíða allir á eigin vegum.

Þriðjudagur: Frjáls dagur.

Miðvikudagur: Lagazuoi. Lagt er af stað kl 09:00 frá torginu við göngu-brúna (Costa Bella lyftan) áleiðis að næstu lyftu. Skíðað er í gegnum hálendið inn af Corvara og síðan tekin rúta upp í skarðið og kostar fargjaldið 8 evrur. Þaðan er kláfur tekinn upp í c.a 2800 metra hæð og skíðað niður mikinn klettadal sem oft er nefndur “The hidden Valley”.  Neðarlega í dalnum er stoppað á nafntoguðum veitingastað, Scotoni. Þegar komið er niður á jafnsléttu bíða bændur með kerrur og vagnhesta og draga okkur áleiðis að næstu lyftu og kostar það 3 evrur.

Fimmtudagur: Sella Ronda.Hist er við Champinoi lyftuna kl.9 og skíða hringinn í kringum heimafjallið (Sella) mjög skemmtileg ferð sem allir verða að hafa á ferilsskránni. Skíðað þorp úr þorpi. Sannarlega hápunktur á stórkostlegri viku, á einu magnaðast skíðasvæði heimsins.

Föstudagur: Aprés Ski. Frjáls dagur; Allir skíða frjálsir í fjallasal á eigin vegum af ábyrgð og öryggi. Landi og þjóð til sóma. Í lok dags hittumst við svo öll á bar sem heitir KRONESTUBE kl. 16:00 - 17:00. Þar fögnum við frábærri skíðaviku saman. Kronestube er beint á móti þar komið er niður þegar skíðað er niður í bæ í gegnum kennslusvæðið, eða ofan af Dantecepies skarðinu.


ATH. Fararstjóri áskilur sér rétt til að fella niður ferðir ef veðurútlit er ótryggt eða breyttar aðstæður.

Allar ferðir eru uppsettar af fararstjóra og allir ferðast á eigin ábyrgð. Ferðaskrifstofan Icelandair VITA eða fararstjóri eru ekki ábyrg ef eitthvað ber útaf.

Farangursheimild

Innifalið í pakkaferð (flug og gisting) með Icelandair VITA til Selva er ein taska hámark 23 kg og handfarangur hámark 10 kg. 

*** Athugið að skíðabúnaður er ekki innifalinn í verðum, heldur þarf að bæta því við gegn aukagjaldi fyrir þá sem þess óska, það er hægt að gera við bókun eða síðar. Skíðabúnaður má samanstanda af einu skíðapari, einu pari af skíðastöfum, einu pari af skíðaskóm og einum hjálmi. Snjóbrettabúnaður má samanstanda af einu snjóbretti, einu pari af snjóbrettaskóm og einum hjálmi.  Búnaðinum má pakka í tvær töskur: eina fyrir skíði og skíðastafi, aðra fyrir skó og hjálm. Ekki er heimilt að hafa fatnað með í töskunni. 


Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun

Hótel

Skoðaðu úrval gististaða í bókunarvél

Gististaðir

fráISK 211.400 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu