Sumarhús í Danmörku - Lalandia | Icelandair
Pingdom Check
frá79.500 kr.

Sumarhús í Danmörku er frábært fjölskyldufrí, fallegt umhverfi, góð aðstaða og fjölbreytt afþreying fyrir börn og fullorðna. Pakkarnir miðast við brottfarir frá Keflavík til Kaupmannahafnar frá 15.júní til 23.október 2020.

Bjóðum pakkaferðir til Lalandia sem er ekki langt frá Billund. Lágmarksdvöl er 6 nætur og hámarksdvöl 14 nætur. Pakkarnir miðast við brottfarir frá Keflavík til Kaupmannahafnar frá 15.júní til 23.október 2020. 

Flogið er til Kaupmannahafnar og er um 3 klst akstur þaðan og til Lalandia sem er ekki langt frá Billund. Fólk kemur sér sjálft frá flugvelli í sumarhúsið.

Verð á mann í 6 nætur:

2 í húsi            frá  131.300.-

3 í húsi            frá  96.770.-

4 í húsi            frá  79.400.-

5 í húsi            frá  75.140.-

6 í húsi            frá  67.234.-

7 í húsi            frá  66.200.-

8 í húsi            frá  62.000.-

Innifalið: Flug, gisting í sumarhúsi, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Húsið fæst afhent á komudegi kl. 15.00 og þarf að skila því af sér kl. 10.00 á brottfarardegi. Hægt er að leigja sængurver og er það greitt á staðnum (dkk 85 á mann). Rafmagn og hiti fyrir húsin greiðast aukalega á staðnum. Eitt til tvö bílastæði eru fyrir framan hvert hús, fer eftir stærð húsa. Greitt er á staðnum fyrir bílastæði við Lalandia Centre. Legoland, sem er sannkallaður ævintýraheimur fyrir börn er í næsta nágrenni við Lalandia. 

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair. Þú safnar 3400 punktum fyrir þessa ferð. 

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu

Varstu ekki að leita að þessu?

Athugaðu hvort þessar pakkaferðir í svipuðum dúr eigi betur við þig!