skíðaferð til Austurríkið með Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
frá237.300 kr.

Skíðaferð til Austurríkis 28.desember til 7.janúar. Gist er á Hótel Speiereck sem er gott þriggja stjörnu hótel staðsett í St. Michael í Lungau. Hótelið er í eigu Íslendinga sem tóku við rekstrinum haustið 2019. Hótelið er í 200 metra fjarlægð frá miðbænum og stutt er í næstu skíðalyftu eða aðeins um 7 mínútna gangur.  Skíðarúta stoppar rétt hjá hótelinu og því auðvelt að komast til annarra skíðasvæða sem eru í næsta nágrenni. 

Hótelið hefur að miklu leyti verið endurnýjað. Lítil móttaka, bar og veitingastaður. Herbergin hafa öll verið tekin í gegn. Á herbergjum eru ýmist hjónarúm 200x200 eða einstaklingsrúm 100x200 eftir því sem við á. Svíturnar hafa einnig svefnsófa 160x200.  Þráðlaust internet er á svæðinu, sauna og nuddherbergi þar sem hægt er að panta nudd gegn gjaldi.  

Á hótelinu er hálft fæði innifalið. Morgunverðarhlaðborð og  þriggja rétta kvöldmáltíð þar sem lögð er ríkuleg áhersla á gæði.

Skíðageymsla er á fyrstu hæð og á neðri hæð er skíðaskógeymsla með hita. „Happy hour“ er á hótelinu í lok hvers skíðadags þar sem hægt er að njóta saman eftir ánægjulegan dag.

Undanfarin ár hefur uppbygging átt sér stað á skíðasvæðunum og nýjir kláfar og stólalyftur fengið að líta dagsins ljós. Grosseck- Speiereck  er skíðasvæðið sem er næst hótelinu og er skíðakláfur í göngufæri frá hótelinu.  Í næsta nágrenni eru önnur mjög skemmtileg skíðasvæði eins og Katschberg-Aineck, Fanningberg og Obertauern. Bærinn St. Michael er afar sjarmerandi en þar má m.a. finna þröng stræti og nokkrar verslanir. 

28.desember brottför með FI574 klukkan 08:00, lending í Salzburg klukkan 12:50. Fólk kemur sér sjálft á Hótel Speiereck sem er í u.þ.b. 1 - 1 1/2 klst aksturfjarlægð frá flugvelli. Gisting í 10 nætur á Hótel Speiereck með hálfu fæði (morgunverður og kvöldverður)

7.janúar brottför með FI575 klukkan 14:00 frá Salzburg, lending 17:15. Fólk kemur sér sjálft út á flugvöll.

Verð á mann í tvíbýli í 10 nætur frá kr. 237.300.-
Verð á mann í einbýli í 10 nætur frá kr. 237.300.-
Verð á mann í þríbýli (svíta með hjónarúmi og svefnsófa) í 10 nætur frá kr. 378.500.-
Verð á mann í fjórbýli (svíta með hjónarúmi og svefnsófa) í 10 nætur frá kr. 295.000.-

Innifalið: Flug, gisting í 10 nætur með hálfu fæði, flugvallarskattar, innriitaður skíðafarangur, ein innrituð taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Athugið að ferðamannaskattur sem er 3 eur fyrir 14 ára og eldri er ekki innifalinn í verði og greiðast þarf beint til gististaðarins. 

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair og þú safnar 3400 punktum fyrir þessa ferð.

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu

Varstu ekki að leita að þessu?

Athugaðu hvort þessar pakkaferðir í svipuðum dúr eigi betur við þig!