Pingdom Check

Skíðaferð til Austurríkis 28.desember til 7.janúar.
Gist er á Hótel Speiereck sem er gott þriggja stjörnu hótel staðsett í St. Michael í Lungau. Hótelið er í eigu Íslendinga sem tóku við rekstrinum haustið 2019. Hótelið er í 200 metra fjarlægð frá miðbænum og stutt er í næstu skíðalyftu eða aðeins um 7 mínútna gangur. Skíðarúta stoppar rétt hjá hótelinu og því auðvelt að komast til annarra skíðasvæða sem eru í næsta nágrenni.

Hótelið hefur að miklu leyti verið endurnýjað. Lítil móttaka, bar og veitingastaður. Herbergin hafa öll verið tekin í gegn. Á herbergjum eru ýmist hjónarúm 200x200 eða einstaklingsrúm 100x200 eftir því sem við á. Svíturnar hafa einnig svefnsófa 160x200. Þráðlaust internet er á svæðinu, sauna og nuddherbergi þar sem hægt er að panta nudd gegn gjaldi.

Á hótelinu er hálft fæði innifalið. Morgunverðarhlaðborð og þriggja rétta kvöldmáltíð þar sem lögð er ríkuleg áhersla á gæði.

Skíðageymsla er á fyrstu hæð og á neðri hæð er skíðaskógeymsla með hita. „Happy hour“ er á hótelinu í lok hvers skíðadags þar sem hægt er að njóta saman eftir ánægjulegan dag.

Undanfarin ár hefur uppbygging átt sér stað á skíðasvæðunum og nýjir kláfar og stólalyftur fengið að líta dagsins ljós. Grosseck- Speiereck er skíðasvæðið sem er næst hótelinu og er skíðakláfur í göngufæri frá hótelinu. Í næsta nágrenni eru önnur mjög skemmtileg skíðasvæði eins og Katschberg-Aineck, Fanningberg og Obertauern. Bærinn St. Michael er afar sjarmerandi en þar má m.a. finna þröng stræti og nokkrar verslanir.

Verð á mann í tvíbýli í 10 nætur frá kr. 237.300.-
Verð á mann í einbýli í 10 nætur frá kr. 237.300.-

Innifalið: Flug, gisting í 10 nætur með hálfu fæði, flugvallarskattar, innritaður skíðafarangur, ein innrituð taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Athugið að ferðamannaskattur sem er 3 eur fyrir 14 ára og eldri er ekki innifalinn í verði og greiðast þarf beint til gististaðarins.

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

28.desember Brottför með FI574 klukkan 08:00, lending í Salzburg klukkan 12:50. Farþegar koma sér sjálfir á Hótel Speiereck sem er í u.þ.b. 1 - 1 1/2 klst aksturfjarlægð frá flugvelli. Gisting í 10 nætur á Hótel Speiereck með hálfu fæði (morgunverður og kvöldverður)

7.janúar Brottför með FI575 klukkan 14:00 frá Salzburg, lending 17:15. Farþegar koma sér sjálfirút á flugvöll.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair.

Innifalið í pakkanum

fráISK 237.300 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu