Pingdom Check

Aberdeen vortilboð

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 47.200

frá47.200 kr.

Aberdeen er fullkomin borg fyrir helgarferðina. Hér má finna allt sem hugurinn girnist, góða gististaði, mat og drykk. Ekki má gleyma úrvali verslana og viðburða.

Borgin er gjarnan kölluð granítborgin, sökum þess hvernig glitrar á fallegar grantítbyggingarnar í sólinni eftir rigningar. Kíktu á frægustu götu Aberdeen „Granite Mile“  á Union Street þar sem meira 800 verslanir, veitingastaðir og barir bíða þín. Þar getur þú slappað af í fallegum, blómstrandi görðum á milli þess sem þú skoðar þig um, gæðir þér á mat og drykk, verslar og nýtur alls þess sem Aberdeen hefur upp á að bjóða. Eftir skemmtilegan dag í miðbænum er er ekki verra að enda daginn á því að rölta meðfram gylltri strandlengju borgarinnar.

Systurfyrirtæki Icelandair, Air Iceland Connect, flýgur farþegum þessa stuttu leið. Flogið fjórum sinnum í viku til og frá Keflavík til Aberdeen allt árið með Q400 Bombardier vélum sem eru minni en Boeing-þotur Icelandair. Það er hvorki afþreyingarkerfi né Wi-Fi um borð á þessari leið. Ipads mini eru fáanlegir um borð.

Vortilboð til Aberdeen á völdum dagsetningum í apríl og maí 2018.  

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 47.200.-
Verð á mann í einbýli í 3 nætur frá kr. 66.800.-

Innifalið: Flug til og frá Aberdeen, gisting, morgunverður, flugvallarskattar, ein taska hámark 20kg ásamt 6kg handfarangurstösku

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair.

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

Varstu ekki að leita að þessu?

Athugaðu hvort þessar pakkaferðir í svipuðum dúr eigi betur við þig!