Pingdom Check
Tilboðið er á enda

Þessi pakki er ekki lengur í boði. Hér eru nokkrir svipaðir pakkar sem þú gætir haft áhuga á.

Svipaðir pakkar

Boston býður ferðamönnum upp á allt sem hugurinn girnist, heillandi borgarhverfi, merkisstaði úr sögu og samtíð, margs konar söfn á heimsmælikvarða.

Í Boston er að finna geysilegan fjölda áhugaverðra veitingahúsa þar sem má kynnast matargerð frá nánast öllum heimshornum. Menningarlífið er frábært og allir finna eitthvað við sitt hæfi, leikhús, söngleiki, jass og blús, popp, danstónlist og klassíska tónlist. Boston er líka kjörinn staður til að kynna sér eina af þjóðaríþróttum Bandaríkjamanna, hafnaboltann.

Sértilboð til Boston  í vetur þar sem þú gistir í 4 nætur en greiðir aðeins fyrir 3 nætur. 

Verð á mann í tvíbýli í 4 nætur frá kr. 75.000.-*
Verð á mann í einbýli í 4 nætur frá kr. 95.000.-*

Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni. Athugið að ekki er hægt að bóka hótel í Bandaríkjunum nema fólk hafi náð 21 árs aldri.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair. Þú safnar 4800 punktum fyrir þessa ferð. 

Eru ferðapappírarnir þínir í lagi? Ertu búin/n að sækja um ESTA og fylla út APIS?

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sérskilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu