Pingdom Check

Brussel sumartilboð

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 54.900

frá54.900 kr.

Í Brussel er margt einstakt að sjá og skoða og þar er að finna fjölda góðra veitingastaða sem þykja jafnast á við bestu veitingahús Parísar.

Aldagamlar hefðir og byggingar setja svip sinn á gamla bæjarkjarnann við Miklatorg, Grand Place, sem verið hefur hjarta borgarinnar og sál um aldir. Yfir torginu gnæfa merkilegar byggingar frá liðnum öldum í gotneskum, endurreisnar- og barokkstíl, og segja sögu borgarinnar með miklum tilþrifum. Við torgið standa t.a.m. ráðhús borgarinnar og borgarsögusafn Brussel. Listasöfn, tónleikasalir og kaffihús eru helsta aðdráttarafl Brussel, en skemmtanalíf borgarinnar er heldur ekki af verri endanum. Næturklúbbar borgarinnar liggja víðsvegar um borgina og eru ekki bundnir við neitt eitt hverfi.

Bjóðum sértilboð til Brussel á völdum dagsetningum í maí og júní 2018.

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 54.900.-
Verð á mann í einbýli í 3 nætur frá kr. 74.000.-

Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair.

Varstu ekki að leita að þessu?

Athugaðu hvort þessar pakkaferðir í svipuðum dúr eigi betur við þig!