Pingdom Check
frá67.050 kr.

Dublinarbúar hafa getið sér góðan orðstír sem bráðfyndnir og dásamlegir gestgjafar og eru barirnir, tónlistin og frásagnarlistin óviðjafnanleg.

En vertu viðbúin hinu óvænta sömuleiðis: Dublin er yfirfull af fyrsta flokks skemmtun á hverju horni, allt frá heimsbókmenntun til listaverka á heimsmælikvarða. Sögu Írlands er finna út um gervalla Dublin, frá stórfenglegum dómkirkjum til sögufrægra fangelsa, að ógleymdum töfrum Guinness brugghússins. Nauðsynlegt er að drekka í sig hina margrómuðu írsku kráarmenningu - af nógu er að taka, þar sem í borginni er að finna yfir 1000 ölknæpur. Margir barir bjóða upp á mat samhliða flæðandi Guinnes bjór og írsku viskíi. Ennfremur er gott að virða fyrir sér sígilda innanhússhönnunina, spjalla við vingjarnlega borgarbúa, hlýða á ævintýralegar sögur og lifandi tónlist.

Tilboðrferðir til Dublin á völdum dagsetningum

Verð á mann í tvíbýli í 3 nætur frá kr. 67.050.-
Verð á mann í einbýli í 3 nætur frá kr. 88.800.-

Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Þú getur keypt gjafabréf fyrir Vildarpunkta og nýtt það sem greiðslu upp í pakkaferð með Icelandair.

Áður en haldið er af stað er gott að kynna sér skilmála pakkaferða og ef einhverjar spurningar vakna um pakkaferðir sem búið er að bóka er hægt að fylla út meðfylgjandi form.

Touristboard
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu