Pingdom Check

Flugflotinn okkar

Lega Íslands mitt á milli meginlands Evrópu og Norður-Ameríku er lykillinn að leiðakerfi Icelandair. Ísland er miðpunktur allra áætlunarflugleiða og tengiflug fer á loft þaðan til áfangastaða í austri og vestri. Hagkvæmar og afkasta­miklar Boeing flugvélar henta sérstaklega vel í þessu leiðakerfi.

Í apríl 2023 tilkynnti Icelandair að félagið myndi taka í notkun Airbus flugvélar árið 2025, til viðbótar við Boeing-flotann. Lestu nánar um framtíðaráform varðandi flugflotann.

Millilandaflug

Langdrægni Boeing 757 vélanna gerir þær að hentugum kosti fyrir flug til vesturstrandar Bandaríkjanna og Kanada.

Boeing 767 vélarnar taka við miklum fjölda farþega og hafa þar að auki gott rými fyrir fraktflutninga. Þær henta vel í flug til tiltekinna landa í Evrópu og til austurstrandar Bandaríkjanna, þar sem báðir þessir eiginleikar vélanna nýtast sem best.

Boeing 757 MAX 8 og Boeing 737 MAX 9 vélarnar eru nýjasta viðbótin við flotann. Í þeim fer saman minni eldsneytisnotkun, minni hávaðamengun og framúrstefnuleg hönnun á farþegarýminu.

Innanlandsflug og Grænlandsflug

Í mars 2021 var starfsemi Icelandair og Air Iceland Connect samþætt og innanlands- og millilandaflug sameinað undir merkjum Icelandair. Samþætting félaganna er liður í að efla innanlandsflugið og Grænlandsflugið sömuleiðis. Við samþættingu félaganna bættust De Havilland Canada vélar við flota Icelandair.

Boeing 737 MAX

Boeing 737 MAX 8 og Boeing 737 MAX 9 eru síðasta viðbótin við flugflotann okkar.
Lesa nánar

Boeing 757-200

Boeing 757 er meðalstór, tveggja hreyfla flugvél með einum gangi á milli sætaraða sem hentar vel á stuttum og meðallöngum flugleiðum. Langflestar vélar í flota Icelandair eru af gerðinni 757-200.
Lesa nánar

Boeing 757-300

Boeing 757-300 er lengd útgáfa af 757-200 gerðinni. Hún er tveggja hreyfla með einum gangi á milli sætaraða eins og 757-200, en bolurinn hefur verið lengdur framan og aftan við vængina.
Lesa nánar

Boeing 767-300 ER

Vorið 2016 bætti Icelandair tveimur Boeing 767-300 vélum við flugflotann. Þessar vélar eru stærri en 757-vélarnar, þær rúma fleiri farþega og hafa meiri flugdrægni og henta því eins og best verður á kosið á löngum flugleiðum án millilendingar.
Lesa nánar

De Havilland Canada DHC-8-200

Við notum De Havilland Canada vélarnar (DHC) í innanlandsflugi og Grænlandsflugi, þar með talið 37 sæta vélina DHC-8-200.
Lesa nánar

De Havilland Canada DHC-8-400

Við notum De Havilland Canada vélarnar (DHC) í innanlandsflugi og Grænlandsflugi, þar með talið 76 sæta vélina DHC-8-400.
Lesa nánar

Flugdrægni flugflotans

Boeing flugvélar Icelandair henta frábærlega vel til flugs til áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Flugdrægni einstakra gerða er mismikil.

About-fleet-range

Þingvellir í fánalitunum

Þingvellir er nýjasta sérmálaða flugvél Icelandair, þar sem íslenski fáninn er í hávegum hafður.
Meira um Þingvelli

Vatnajökull - fyrsti fljúgandi jökullinn

Við kynnum til sögunnar svölustu vél flotans: Vatnajökul. Vélin var handmáluð í tilefni af 80 ára afmæli Icelandair og sækir innblástur í konung íslenskra jökla sem gnæfir yfir suðaustur horninu.
Lesa nánar

Hekla Aurora

Hekla Aurora er flugvélin Hekla í norðurljósabúningi. Hún flýgur með norðurljósin yfir Atlantshafið alla daga, allan ársins hring.
Lesa nánar