Pingdom Check

Við kynnum Boeing 737 MAX

Síðustu ár hefur Boeing unnið að þróun nýstárlegrar flugvélar. Hún er mun hljóðlátari, brennir minna eldsneyti og farþegarýmið hefur allt verið vandlega endurhannað. Með þessari nýju flugvél gjörbreytist upplifunin af því að fljúga.

Léttari og öflugri hreyflar

Boeing 737 MAX vélin brennir 37% minna eldsneyti og hljóðmengunin minnkar um heil 40% sé hún borin saman við forvera sína, Boeing 757-200 vélarnar sem eru í meirihluta í flota Icelandair. Þá notar hún 14% minna en Boeing 737 NG vélin. Þrátt fyrir þetta eru vélarnar mun öflugri en áður. Það helgast bæði af breyttri loftaflfræðilegri hönnun skrokks og vængja (klofnir vængendar þar á meðal) og byltingarkenndri hönnun hreyflanna sjálfra.

Hreyfilblöðin eru gerð úr ofursterku kolefni sem fléttað er saman með þrívíddartækni. Þannig verður hver hreyfill meira en 200 kílóum léttari en áður sem sparar eldsneyti og dregur til muna úr mengun.

Nýtt farþegarými: Boeing Sky Interior

Hönnuðir Boeing höfðu upplifun flugfarþega að leiðarljósi við endurhönnun flugvélarinnar. Leitað var til sálfræðinga, félagsfræðinga og að sjálfsögðu flugfarþega sjálfra í þróunarvinnunni. Þetta glænýja farþegarými kallast Boeing Sky Interior.

Hönnun þess hverfist um vellíðan og ánægju flugfarþega. Ný gluggahönnun bætir útsýnið og notaleg LED-lýsing og endurhönnuð farangurshólf í lofti gefa tilfinningu fyrir auknu rými um borð.

Birtist myndin þín í Stopover Magazine eða á vefsíðunni okkar?

Vegna þess hversu gott útsýnið er úr nýju Boeing 737 MAX blásum við til skemmtilegs leiks og hvetjum farþega til að taka myndir af Íslandi út um gluggann á henni á flugi.

Deilið myndinni á Instagram eða Twitter með myllumerkinu #IcelandByAir og merkið @Icelandair í myndatexta fyrir 12. maí 2018. Þá gæti myndin ykkar birst á sérstakri opnu í næsta flugblaði og á myndasýningu á vefsíðunni okkar.

Kynntu þér Ísland úr lofti nánar

Er það fugl? Er það flugvél? Er það Boeing 737 MAX?

Það gæti verið hálsrígsins virði að fylgjast með himninum næstu vikurnar. Við ætlum að gefa tveimur fundvísum myndasmiðum sem fanga nýju Boeing 737 MAX vélina flugmiða til áfangastaðar að eigin vali.

Til að taka þátt í leiknum þarf að deila myndinni af nýjasta meðlimi flugflotans á Twitter eða Instagram með myllumerkinu #ICE737MAX og merkja @Icelandair í myndatexta. Hefjum leitina!

Kynntu þér Fangaðu flugvélina nánar

Við skálum fyrir nýjum flota

Í tilefni af því að endurnýjun flotans okkar er hafin bjóðum við sérstaka hátíðardrykki um borð í fyrstu Boeing 737 MAX flugvélinni okkar. SKY og 737 eru sódavatn og IPA-bjór sem við létum gera sérstaklega fyrir þessa flugvél. Báðir drykkirnir eru í fallegum sérhönnuðum umbúðum.

Lesa meira