Pingdom Check

Boeing 737 MAX

Í febrúar árið 2013 lagði Icelandair Group lokahönd á samninga um pöntun á sextán Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvélum jafnframt því sem samið var um kauprétt á átta vélum til viðbótar. Vélarnar munu bætast við flugflota Icelandair á árunum 2018-2021, en í dag samanstendur hann af 757 og 767-vélum. Gert er ráð fyrir fyrsta 737 MAX-vélin verði afhent snemma árs 2018.

Almennar upplýsingar

  • Verið er að hanna og þróa 737 MAX seríuna hjá Boeing
  • 737 MAX serían á að taka við af 737 Next Generation seríunni
  • Við hönnun vélarinnar er lögð áhersla á eldsneytissparnað
  • Hreyflarnir eru stærri og afkastameiri en á eldri gerðum af Boeing
  • Endurbætur á bolgrindinni miða að því að draga úr loftmótstöðu
  • Eldsneytissparnaður á hvert farþegasæti verður allt að 20% meiri í samanburði við aðrar flugvélagerðir með einum gangi á milli sætaraða
  • Rekstrarkostnaður er 8% lægri á hvert sæti í samanburði við helsta keppinautinn á flugvélamarkaðnum
  • Í samanburði við aðrar tegundir farþegavéla með einum gangi á milli sætaraða eiga 737 MAX vélarnar að vera langhagkvæmastar í rekstri

737 MAX 8 og 9

Icelandair hefur pantað níu 737 MAX 8 og sjö MAX 9 flugvélar. Í vélunum verða öll þægindi sem farþegar Icelandair eiga að venjast, þar á meðal afþeyingarkerfi fyrir hvern og einn, þráðlaust Wi-Fi um borð og gott rými fyrir fætur á milli sætaraða. MAX 8 er 39,5 m á lengd og í Icelandair-vélunum verða 160 sæti. MAX 9 er lengri, 42,2 m, og í þessum vélum verða sæti fyrir 178 farþega. Flugvélar af þessi gerð hafa lengri flugdrægni en vélar af 737 gerðinni og gera Icelandair kleift að bjóða viðskiptavinum enn meiri sveigjanleika og betri og áreiðanlegri þjónustu.