Boeing 737 MAX | Icelandair
Pingdom Check

Boeing 737 MAX

Síðustu ár hefur Boeing unnið að þróun nýstárlegrar flugvélar. Hún er mun hljóðlátari, brennir minna eldsneyti og farþegarýmið hefur allt verið vandlega endurhannað. Boeing 737 MAX 8 og Boeing 737 MAX 9 eru síðasta viðbótin við flugflotann okkar.

Boeing 737 MAX flugvélarnar hafa nú fengið öryggisvottun og undirbúningur fyrir endurkomu þeirra í flugáætlun okkar árið 2021 er í fullum gangi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni Boeing 737 MAX vélarnar teknar aftur í notkun.

Almennar upplýsingar

Boeing 737 MAX er mest selda flugvél allra tíma. Hönnun hennar byggir á Boeing 737 NG. Boeing 737 MAX er tveggja hreyfla farþegaflugvél sem sameinar „impressive performance parameters“ og ánægjulega upplifun af flugi. Hönnun allra fjögurra módelanna af 737 MAX miðar að því að lágmarka kostnað á hvern farþega. Bæði Boeing 737 MAX 8 og Boeing 737 MAX 9 fara að hámarki 839 km á klst. og geta flogið allt að 6.510 km vegaleng.

Léttari og öflugri hreyflar

Boeing 737 MAX vélin brennir 37% minna eldsneyti og hljóðmengunin minnkar um heil 40% sé hún borin saman við forvera sína, Boeing 757-200 vélarnar sem eru í meirihluta í flota Icelandair. Þá notar hún 14% minna en Boeing 737 NG vélin. Þrátt fyrir þetta eru vélarnar mun öflugri en áður. Það helgast bæði af breyttri loftaflfræðilegri hönnun skrokks og vængja (klofnir vængendar þar á meðal) og byltingarkenndri hönnun hreyflanna sjálfra.

Hreyfilblöðin eru gerð úr ofursterku kolefni sem fléttað er saman með þrívíddartækni. Þannig verður hver hreyfill meira en 200 kílóum léttari en áður sem sparar eldsneyti og dregur til muna úr mengun.

Nýtt farþegarými: Boeing Sky Interior

Hönnuðir Boeing höfðu upplifun flugfarþega að leiðarljósi við endurhönnun flugvélarinnar. Leitað var til sálfræðinga, félagsfræðinga og að sjálfsögðu flugfarþega sjálfra í þróunarvinnunni. Þetta glænýja farþegarými kallast Boeing Sky Interior.

Hönnun þess hverfist um vellíðan og ánægju flugfarþega. Ný gluggahönnun bætir útsýnið og notaleg LED-lýsing og endurhönnuð farangurshólf í lofti gefa tilfinningu fyrir auknu rými um borð.

Flugflotinn okkar - Boeing 737 MAX flugvélar

Jökulsárlón

Afþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX
Jökulsárlón er lón við rætur Breiðamerkurjökuls, þekkt fyrir ísjakana sem fljóta þar um. Jökulsárlón er dýpsta vatn Íslands og þaðan rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi og áleiðis til sjávar.

Látrabjarg

Afþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX
Látrabjarg er vestasti tangi Íslands og um leið stærsta fuglabjarg í Evrópu, 14 kílómetrar að lengd og 440 metrar á hæð. Bjargið er heimkynni milljóna fugla, og þar á meðal helstu tegunda eru lundi og álka.

Dyrhólaey

Afþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX
Dyrhólaey er myndrænn 120 metra hár móbergsstapi við Vík í Mýrdal og er hún syðsti oddi Íslands. Gatið sem kletturinn dregur nafn sitt af er nógu stórt til að hægt sé að sigla þar í gegn í góðu veðri.

Hvítserkur

Afþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-9
Hvítserkur er 15 metra hár klettur í Húnafirði. Ágengi sjávar hefur myndað þrjú göt í klettinn og mótað hina einkennilegu ásýnd hans.

Mývatn

Afþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Mývatn er stöðuvatn á Norðausturlandi. Fjöldi smáeyja í vatninu gefa því einstakt og fagurt svipmót. Á svæðinu er fjölbreytilegt fuglalíf og tilkomumiklar hraunmyndanir Dimmuborga liggja austan við vatnið.

Búlandstindur

Afþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Búlandstindur er basaltfjall í Djúpavogshreppi. Fjallið þykir sérstaklega formfagurt en lögun þess minnir á píramída.