Boeing 737 MAX
Síðustu ár hefur Boeing unnið að þróun nýstárlegrar flugvélar. Hún er mun hljóðlátari, brennir minna eldsneyti og farþegarýmið hefur allt verið vandlega endurhannað. Boeing 737 MAX 8 og Boeing 737 MAX 9 eru síðasta viðbótin við flugflotann okkar.
Okkur hafa borist nokkrar fyrirspurnir um Boeing 737 MAX flugvélarnar. MAX vélar Icelandair eru ekki í notkun þessa stundina, en þar sem þessi gerð flugvéla hefur nú fengið öryggisvottun, erum við farin að undirbúa endurkomu þeirra í flugáætlun okkar árið 2021. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins: Boeing 737 MAX vélarnar teknar aftur í notkun.