Pingdom Check

Boeing 767-300 ER

Vorið 2016 bætti Icelandair tveimur Boeing 767-300 vélum við flugflotann. Þessar vélar eru stærri en 757-vélarnar, þær rúma fleiri farþega og hafa meiri flugdrægni og henta því eins og best verður á kosið á löngum flugleiðum án millilendingar.

Almennar upplýsingar

Boeing 767 eru miðlungsstórar og stórar tveggja hreyfla vélar með tveimur göngum á milli sætaraða og voru upphaflega hugsaðar sem kostur á móti eldri og stærri gerðum af Boeing farþegavélum eins og 747. 767 var fyrsta tveggja þotuhreyfla flugvélin sem heimilt var að nota á lengri flugleiðum yfir hafið. Mikil flugdrægni þessarar vélar hefur gert flugfélögum kleift að bjóða mun víðtækari þjónustu á alþjóðlegum flugleiðum. 767 vélarnar eru framleiddar í þremur lengdum og Boeing 767-300 ER er 6,43 metrum lengri en upprunalega gerðin af þessum vélum. 

Vélarnar okkar

Í 767 vélum Icelandair eru 262 sæti og hver sætaröð skipuð 2-3-2 sætum á Economy. Á Saga Premium er hver sætaröð skipuð 2-1-2 sætum.

Flughraði vélarinnar er 851 km/klst og flugdrægni allt að 7890 km. Vélin er því tilvalin í lengri flug. Auk afþreyingarkerfisins, þráðlausu Wi-Fi um borð og ókeypis drykkjarvara, býðst farþegum Icelandair að skrá sig í vildarklúbbinn Saga Club og njóta aukinna fríðinda.

Tæknilegar upplýsingar

  • Lengd:54,9 m
  • Vænghaf:50,88 m
  • Flughraði:851 km/klst
  • Hámarks flugdrægni:7.890 km
  • Hámarksþyngd við flugtak:186.880 kg
  • Hreyflar:(tveir) turbofans: 2 x GE CF6-80C2B6
  • Boeing 767-300 ER - Sætakort og upplýsingar um sæti

    Saga Premium
  • Sætabil: 40"
  • Sætabreidd: Almennt sæti: 20,5"
  • Breidd sætisbaks: 25,9"
  • Economy
  • Sætabil: Minnsta 31" Mest 33"
  • Sætabreidd: Almennt sæti: 17,6"
  • Breidd sætisbaks: 17,6"
  • Flugflotinn okkar - Boeing 767-300 ER flugvélar

    Gullborg

    TF-ISW
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    767-300-ER
    Gullborg er nafnið á 600 ára gömlum eldgýg á Vesturlandi.

    Hlöðufell

    TF-ISO
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    767-300-ER
    Hlöðufell er nafn á eldfjalli 10km suðvestur af Langjökli.

    Svörtuborgir

    TF-ISN
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    767-300-ER
    Svörtuborgir er röð eldgíga vestur af Námafjalli nálægt Mývatni.