Pingdom Check

Icelandair óskar eftir flugmönnum til starfa 2019

Vegna aukinna umsvifa og fjölgunar ferða erum við að ráða í störf flugmanna. Spennandi og krefjandi vinna í góðu og skemmtilegu umhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og fagleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Sjáðu hvað er í boði!

Icelandair óskar eftir flugmönnum til starfa 2019

Icelandair óskar eftir að ráða flugmenn til starfa. Í boði er skemmtilegt, áhugavert en  krefjandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.

Sækja um starf

Umsækjendur þurfa að hafa gilt atvinnuflugmannsskírteini með gildri  blindflugsáritun á fjölhreyflavél.  Einnig að hafa lokið bóklegu námi til réttinda atvinnuflugmanns 1. flokks (ATPL)  og námskeiði í áhafnasamstarfi (MCC), samkvæmt Part FCL.

Atvinnuflugmannsskírteini umsækjanda skal hafa verið gefið út af Samgöngustofu eða sambærilegri stofnun í öðru aðildarríki Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA).

Umsækjendur með færri en 500 flugtíma þurfa að hafa lokið Jet Orientation Course (JOC). 

Vegna fyrirsjáanlegra árstíðabundinna sveifla í umsvifum Icelandair er gert ráð fyrir að nýir flugmenn hefji störf 2019 og starfi hluta úr ári til að byrja með.  Þjálfun mun fara fram veturinn 2018/2019.

Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi.

 

Með umsókn þurfa að fylgja eftirfarandi gögn:

 • Afrit af gildu atvinnuflugmannsskírteini ásamt áritunum
 • Afrit af gildri blindflugsáritun á fjölhreyfla flugvél
 • Afrit af gildu heilbrigðisvottorði
 • Afrit af gildu vegabréfi
 • Afrit af MCC skírteini
 • Afrit af JOC skírteini
 • Afrit af prófskírteinum ásamt einkunnum fyrir allt bóklegt flugnám
 • Afrit af stúdentsskírteini eða sambærilegum prófskírteinum ásamt einkunnum
 • Afrit af síðustu 100 fartímum í flugdagbók
 • Nýtt sakavottorð (ekki eldra en 30 daga)

Á umsókn skal vera sundurliðun flugtíma sem hér segir:

 • Heildarfartími
 • Fartími sem kennari
 • Fartími í blindflugi
 • Fartími sem flugstjóri
 • Fartími á fjölhreyfla flugvél
 • Fartími á fjölstjórnarflugvél (MPA)
 • Fartími á þotu og skrúfuþotu

Fyrirspurnum er svarað á pilotapplication@icelandair.is 

Opið er fyrir umsóknir frá og með 5. maí.

Sækja um starf