Leiðakerfi | Icelandair
Pingdom Check
ICE_93251_Routemap_BARCELONA_inni_-_Texture_CMYK_grunnur_Linur_staerra_portrait-01

Leiðakerfi

Icelandair byggir viðskiptastefnu sína á hagkvæmri staðsetningu Íslands mitt á milli Norður-Evrópu og austurstrandar Norður-Ameríku. Icelandair hefur stækkað og styrkt leiðakerfi sitt á undanförnum áratugum með því að sameina um borð í flugvélum sínum farþega til Íslands, farþega frá Íslandi og farþega sem fljúga yfir Atlantshafið í gegnum Ísland. Félagið tengir 24 borgir í Evrópu við 16 borgir í Norður-Ameríku með Ísland sem miðpunkt. Leiðakerfið byggist á sólarhringsskiptingu með tengiflug á Íslandi á morgnana og eftir hádegi.