Saga Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Saga Icelandair

Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937 þegar stofnað var flugfélag á norðurlandi að nafni Flugfélag Akureyrar.

Árið 1940 færði félagið höfuðstöðvar sínar til Reykjavíkur og breytti nafni sínu í Flugfélag Íslands, sem tók síðar upp alþjóðlega nafnið Icelandair. 

Árið 1973 sameinuðust Flugfélag Íslands og Loftleiðir í nýtt eignarhaldsfyrirtæki, Flugleiðir. Í október 1979 tóku Flugleiðir við öllum rekstri tveggja fyrirrennara sinna og ákváðu að taka upp nafnið Icelandair á alþjóðlegum vettvangi en nafnið Flugleiðir var notað áfram á íslenskum markaði. Í dag gengur flugfélagið undir nafninu Icelandair, bæði hér heima og erlendis.

Eftir 80 ár á flugi endurspeglar saga okkar sögu íslensku þjóðarinnar, dugnað hennar, aðlögunarhæfni og hugmyndaauðgi.

Icelandair er meðlimur í helstu alþjóðlegu flugrekstrarsamtökum:

  • IATA (International Air Transport Association) síðan 1950
  • AEA (Association of European Airlines) síðan 1957
  • FSF (Flight Safety Foundation) síðan 1966.

Nýir tímar

Árið 1973 sameinuðust Flugfélag Íslands og Loftleiðir í nýtt eignarhaldsfyrirtæki, Flugleiðir. Í október 1979 tóku Flugleiðir við öllum rekstri tveggja fyrirrennara sinna og ákváðu að taka upp nafnið Icelandair á alþjóðlegum vettvangi en nafnið Flugleiðir var notað áfram á Íslenskum markaði. 
 
Á fimmtugsafmæli félagsins árið 1987 var gerður tímamótasamningur við Boeing flugvélaframleiðandann um endurnýjun flugvélaflotans sem notaður var til millilandaflugs.  Ný kynslóð þota, Boeing 757-200 og 737-400, var tekin í notkun í stað eldri flota frá 1989 til 1993. Og frá 2000 til 2003 var flotinn samræmdur með einni þotutegund, Boeing 757.

Í janúar 2003 breyttust Flugleiðir í eignarhaldsfyrirtæki með 11 dótturfyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu og var Icelandair stærsta dótturfyrirtæki Flugleiða.

Á flugi síðan 1937

Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937, þegar stofnað var flugfélag á norðurlandi að nafni Flugfélag Akureyrar, og spannar því rúma átta áratugi.
Lesa nánar