Pingdom Check

Saga Icelandair

Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937 þegar stofnað var flugfélag á norðurlandi að nafni Flugfélag Akureyrar.

Árið 1940 færði félagið höfuðstöðvar sínar til Reykjavíkur og breytti nafni sínu í Flugfélag Íslands, sem tók síðar upp alþjóðlega nafnið Icelandair.

Annað stórt skref var stigið árið 1944 þegar þrír ungir Íslenskir flugmenn á heimleið úr flugnámi í Kanada stofnuðu Loftleiðir, sem síðar var einnig kallað Icelandic Airlines.  

Í upphafi snérist starfssemi beggja flugfélaga um innanlandsflugrekstur. En árið 1945 flaug Flugfélag Íslands sín fyrstu millilandaflug til Skotlands og Danmerkur.  Loftleiðir hófu millilandaflug árið 1947 og árið 1953 fór það að bjóða upp á nýjung: lággjaldaflug yfir Norður-Atlantshafið. 
 
Árið 1973 sameinuðust Flugfélag Íslands og Loftleiðir í nýtt eignarhaldsfyrirtæki, Flugleiðir. Í október 1979 tóku Flugleiðir við öllum rekstri tveggja fyrirrennara sinna og ákváðu að taka upp nafnið Icelandair á alþjóðlegum vettvangi en nafnið Flugleiðir var notað áfram á Íslenskum markaði. 
 
Á fimmtugsafmæli félagsins árið 1987 var gerður tímamótasamningur við Boeing flugvélaframleiðandann um endurnýjun flugvélaflotans sem notaður var til millilandaflugs.  Ný kynslóð þota, Boeing 757-200 and 737-400, var tekin í notkun í stað eldri flota frá 1989 til 1993. Og frá 2000 til 2003 var flotinn samræmdur með einni þotutegund, Boeing 757.

Í janúar 2003 breyttust Flugleiðir í eignarhaldsfyrirtæki með 11 dótturfyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu og var Icelandair stærsta dótturfyrirtæki Flugleiða.

Árið 2005 var nafni Flugleiða breytt í FL Group og eignarhaldsfyrirtækið tilkynnti að aðaláhersla starfseminnar væri lögð á fjárfestingar.

Í október 2005 urðu grundvallarbreytingar á FL Group þannig að fjárfestingarstarfssemi varð að aðalviðfangsefni fyrirtækisins og eignir og dótturfyrirtæki voru skipt niður í hluta, þ.á.m. Icelandair Group.

Í desember 2006 var Icelandair Group skráð í kauphöll Íslands eftir að FL Group seldi fyrirtækið.

Þann 3. júní 2007 hélt Icelandair Group upp á að 70 ár voru frá stofnun þess.

Á seinni hluta ársins 2007 útvíkkaði Icelandair Group starfsemi sína inn á tékkneska markaðinn með því að festa kaup á ráðandi hluta Travel Service a.s.

Icelandair hefur verið meðlimur í Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA (International Air Transport Association), síðan 1950, meðlimur í Evrópusambandi flugfélaga, AEA (Association of European Airlines) síðan 1957 og meðlimur í Alþjóðlegu flugöryggissamtökunum, FSF (Flight Safety Foundation) síðan 1966.

Icelandair Group

Icelandair er hluti af Icelandair Group, skráð á NASDAQ OMX Iceland sem ICEAIR, eignarhaldsfélagi með 8 dótturfyrirtækjum á sviði flugrekstrar- og ferðamálaþjónustu. Aðalstarfsemi samstæðunnar er skipt í tvö svið: Áætlunarflug og ferðaþjónusta leggja áherslu á Ísland, á því sviði starfa Icelandair, Icelandair Cargo, Iceland Travel, VITA, Air Iceland Connect, Icelandair Hotels og Loftleiðir Icelandic. Fjármál samstæðunnar eru í höndum Fjárvakurs.

Flugfloti Icelandair

Icelandair rekur flota nýlegra endurinnréttaðra Boeing 757 þota á áætlunarflugleiðum sínum sem skarta nú nýjum sætum og afþreyingarkerfi. Allur floti Icelandair er búinn alhliða öryggisbúnaði og í mörgum tilfellum meiri en alþjóðlegar reglugerðir kveða á um. Flugvélarnar uppfylla einnig ströngustu skilyrði alþjóðlegra umhverfisstaðla hvað varðar bæði hávaða og losun skaðlegra lofttegunda.

Icelandair og forverar þess, Flugleiðir, Flugfélag Íslands og Loftleiðir, hafa staðið að flugi síðan 1937 og hófu alþjóðaflug árið 1945. Flotinn skartaði skrúfuþotum frá 1957 og þotum frá 1967. Á árunum milli 1989 og 1992 skipti félagið út öllum sínum vélum fyrir nýjar Boeing 737-400 og 757-200 þotur. Í dag notar Icelandair Boeing 757-200 og 757-300 þotur í áætlunarflug, auk þess sem flugfélagið hefur umsjón með flugi annarra félaga innan Icelandair Group. Mestur hluti flotans er nýttur í hefðbundnu áætlunarflugi milli Íslands og annarra landa en sumar vélanna eru leigðar út til leiguflugs innanlands sem utan.

Við höfum öðlast mikla og mikilvæga reynslu af flugi bæði innanlands og utan. Við höfum verið meðlimir Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA (International Air Transport Association), síðan 1950, Evrópusambandi flugfélaga, AEA (Association of European Airlines), síðan 1957 og Alþjóðlegu flugöryggissamtakanna, FSF (Flight Safety Foundation), síðan 1966. Öll þessi alþjóðlegu samtök eru virk í því að auka öryggi í flugi.

Sem flugfélag heyrir eftirlit með Icelandair undir Flugmálastjórn Íslands. Lýðveldið Ísland hefur verið meðlimur Alþjóða flugmálastofnunarinnar, IACO (International Civil Aviation Organisation), síðan 1947, Evrópsambandi flugmálastjórna, ECAC (European Civil Aviation Conference) síðan 1955 og Samtökum flugmálastjórna í Evrópu, JAA ( Joint Aviation Authorities) síðan 1990. Viðeigandi lög og reglugerðir varðandi öryggi í flugi sem sett eru af þessum opinberu stofnunum er framfylgt á Íslandi sem er aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, EES og eru í grunninn þær sömu og gilda í löndum Evrópusambandsins.

Floti Icelandair er búinn nýjasta og fullkomnasta samskipta- og leiðsagnarbúnaði sem völ er á sem og alhliða öryggiskerfum sem krafist er, m.a. árekstrarvaranum ACAS (Airborne Collision Avoidance System) og landslagsgreiningarkerfinu TAWS (Terrain Avoidance Warning System).

Vegna þeirrar stefnu okkar að veita viðskiptavinum okkar bestu þjónustu sem völ er á munum við halda áfram að fjárfesta í nýjum flugbúnaði og aðstöðu sem og þjálfun starfsfólks á sviði flugrekstrar og tækni til að tryggja það að öryggi í flugi sé sem best háttað.

Allir flugmenn Icelandair hafa hlotið grunn- og framhaldsflugþjálfun bæði hérlendis sem og erlendis og eru prófaðir á hálfsársfresti í flughermum í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Flugfreyjur og flugþjónar okkar hafa einnig hlotið viðamikla grunn- og endurtekna þjálfun í hlutverki þeirra varðandi öryggi um borð sem og þjónustu um borð.

Flugumsjónarsmiðstöðin, sem er staðsett á Keflavíkurflugvelli er ábyrg fyrir flugáætlunum og hefur einnig umsjón með öllum flugferðum fyrirtækisins.

Viðhald flugvéla annast Icelandair Technical Services í viðhaldsaðstöðunni á Keflavíkurflugvelli og uppfyllir öll skilyrði framleiðanda með leyfi Flugmálastjórnar Íslands. Viðhaldsaðstaðan hefur verið samþykkt og uppfyllir allar JAR-145 reglur um fyrirkomulag viðhalds.

Fyrstu árin

Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937 þegar stofnað var flugfélag á norðurlandi að nafni Flugfélag Akureyrar.

Árið 1940 færði félagið höfuðstöðvar sínar til Reykjavíkur og breytti nafni sínu í Flugfélag Íslands, sem tók síðar upp alþjóðlega nafnið Icelandair.

Annað stórt skref var stigið árið 1944 þegar þrír ungir Íslenskir flugmenn á heimleið úr flugnámi í Kanada stofnuðu Loftleiðir, sem síðar var einnig kallað Icelandic Airlines.  

Í upphafi snérist starfssemi beggja flugfélaga um innanlandsflugrekstur. En árið 1945 flaug Flugfélag Íslands sín fyrstu millilandaflug til Skotlands og Danmerkur.  Loftleiðir hófu millilandaflug árið 1947 og árið 1953 fór það að bjóða upp á nýjung: lággjaldaflug yfir Norður-Atlantshafið. 

Nýir tímar

Árið 1973 sameinuðust Flugfélag Íslands og Loftleiðir í nýtt eignarhaldsfyrirtæki, Flugleiðir. Í október 1979 tóku Flugleiðir við öllum rekstri tveggja fyrirrennara sinna og ákváðu að taka upp nafnið Icelandair á alþjóðlegum vettvangi en nafnið Flugleiðir var notað áfram á Íslenskum markaði. 
 
Á fimmtugsafmæli félagsins árið 1987 var gerður tímamótasamningur við Boeing flugvélaframleiðandann um endurnýjun flugvélaflotans sem notaður var til millilandaflugs.  Ný kynslóð þota, Boeing 757-200 og 737-400, var tekin í notkun í stað eldri flota frá 1989 til 1993. Og frá 2000 til 2003 var flotinn samræmdur með einni þotutegund, Boeing 757.

Í janúar 2003 breyttust Flugleiðir í eignarhaldsfyrirtæki með 11 dótturfyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu og var Icelandair stærsta dótturfyrirtæki Flugleiða.

Flogið til framtíðar

Árið 2005 var nafni Flugleiða breytt í FL Group og eignarhaldsfyrirtækið tilkynnti að aðaláhersla starfseminnar væri lögð á fjárfestingar.

Í október 2005 urðu grundvallarbreytingar á FL Group þannig að fjárfestingarstarfssemi varð að aðalviðfangsefni fyrirtækisins og eignir og dótturfyrirtæki voru skipt niður í hluta, þ.á.m. Icelandair Group.

Í desember 2006 var Icelandair Group skráð í kauphöll Íslands eftir að FL Group seldi fyrirtækið.

Þann 3. júní 2007 hélt Icelandair Group upp á að 70 ár voru frá stofnun þess.

Á seinni hluta ársins 2007 útvíkkaði Icelandair Group starfsemi sína inn á tékkneska markaðinn með því að festa kaup á ráðandi hluta Travel Service a.s.

Á flugi síðan 1937

Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937, þegar stofnað var flugfélag á norðurlandi að nafni Flugfélag Akureyrar, og spannar því rúma átta áratugi.
Nánar um söguna