Umhverfisstefna Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Umhverfismál

Umhverfisáhrif af flugstarfsemi eins og öðrum samgöngum eru töluverð. Icelandair leggur áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi félagsins meðal annars með því að minnka útblástur, vernda náttúruauðlindir, nýta endurnýjanlega orku og endurnýtanleg hráefni.

Lögð er áhersla á sjálfbæran vöxt félagsins en til þess þarf að huga að áhrifum starfseminnar á umhverfið, bæði staðbundið og alþjóðlega. Icelandair er þátttakandi í umhverfishópum ýmissa félaga, svo sem IATA og Airlines for Europe (A4E). Icelandair er þátttakandi í verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta ásamt yfir 300 fyrirtækjum með það að markmiði að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir.

Umhverfisstefna

Umhverfisáhrif af starfsemi félagsins eru ekki einskorðuð við flug. Einnig eru umhverfisáhrif frá skrifstofum, byggingum, bílum, tækjum og viðhaldssvæðum skoðuð.

Það er stefna fyrirtækisins að lágmarka umhverfisáhrif frá starfseminni og bæta stöðugt árangur í umhverfismálum. Að auki að tryggja að lagalegum kröfum og reglugerðum er varða umhverfismál sé fylgt.

Fyrirtækið vinnur að stöðugum umbótum á umhverfisstarfi með því að:

  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka vitund um umhverfismál
  • Draga úr förgun með því að auka endurvinnslu
  • Stuðla að ábyrgri notkun á auðlindum
  • Auka notkun á umhverfisvænum vörum og þjónustu

Icelandair leggur metnað í að vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum með því að setja mælanleg markmið, auka vitund og vakta árangur.

Allir starfsmenn fyrirtækisins vinna eftir umhverfisstefnu félagsins og verktakar og þjónustuaðilar skulu einnig fylgja henni.

Icelandair vinnur með fyrirtækinu Klappir - Grænar lausnir til þess að fylgjast með umhverfisáhrifum af starfsemi félagsins í þeim tilgangi að gögnin séu áreiðanleg.

Umhverfisvottun

Icelandair er vottað samkvæmt hæstu gráðu umhverfisvottunar IATA sem eru alþjóðleg samtök flugrekenda, en mjög fá flugfélög í heiminum uppfylla þá vottun.

Umfang vottunarinnar nær utan um flugstarfsemi félagsins og viðhaldssvið.

Frame_23