Samstarfsflugfélögin okkar | Icelandair
Pingdom Check

Samstarfsflugfélög

Við hjá Icelandair fögnum ferðalögum og leggjum okkur fram við að veita þér ótalmarga möguleika til að sjá heiminn. 

Þess vegna störfum við með flugfélögum sem deila ástríðu okkar og gildum gagnvart viðskiptavinum og upplifun þeirra. Við erum stolt af ört vaxandi leiðakerfi okkar sem gerir okkur kleift að færa heiminn nær Íslandi.

Sammerkt flug

Við eigum í sérstöku samstarfi við 5 flugfélög sem gerir okkur kleift að bæta flugnúmeri Icelandair (FI) við flug á vegum þessara flugfélaga, og veita þannig viðskipavinum okkar tækifæri til að fljúga lengra á einum Icelandair flugmiða.

Codeshare_partner_airlines_logo

Starfssamningur við easyJet

Samstarf okkar við bókunarþjónustuna Worldwide by easyJet gerir viðskiptavinum okkar kleift að ferðast með viðamiklu leiðakerfi easyJet innan Evrópu. Einnig tengir það farþega easyJet við leiðakerfi Icelandair í Norður-Ameríku, með Keflavíkurflugvöll sem miðpunkt ferðalagsins.

Aðrir samstarfsaðilar

Icelandair er stoltur samstarfsaðili 50 flugfélaga sem færa heiminn þér nær með flugleiðum Icelandair. Við vinnum náið með samstarfsaðilum okkar og tryggjum þar með að Icelandair veiti viðskiptavinum sínum óteljandi möguleika á ferðalögum út í heim.