Pingdom Check

Samstarfsflugfélög

Við störfum með flugfélögum sem deila ástríðu okkar og gildum gagnvart viðskiptavinum og upplifun þeirra. Við erum stolt af ört vaxandi leiðakerfi okkar sem gerir okkur kleift að færa heiminn nær Íslandi.

Sammerkt flug

Við eigum í sérstöku samstarfi við nokkur flugfélög sem gerir okkur kleift að bæta flugnúmeri Icelandair (FI) við flug á vegum þessara flugfélaga. Þannig geta viðskipavinir okkar bókað ferð á einum miða, þar sem annar flugleggurinn er á vegum Icelandair og hinn á vegum samstarfsfélags okkar.

Samstarf okkar við Turkish Airlines veitir viðskiptavinum okkar aðgang að betri tengingum og eykur ferðamöguleika. Farþegar Icelandair í Norður-Ameríku og á Íslandi geta með samstarfinu flogið áfram inn í leiðarkerfi Turkish Airlines til Istanbúl í gegnum fjölmarga áfangastaði Icelandair í Evrópu. Farþegar Turkish Airlines frá öllum heimshornum hafa þægilegri aðgang að leiðarkerfi Icelandair og geta þannig nýtt samstarfið til þess að ferðast til Íslands og Kanada.

Air Baltic styrkir leiðakerfi Icelandair með flugtengingum til Eystrasaltslandanna og Austur-Evrópu. Viðskiptavinir okkar geta því flogið milli Norður-Ameríku og Eystrasaltslandanna með leiðakerfi sem fer í gegnum Ísland og Skandinavíu.

Samstarf okkar við Alaska Airlines útvíkkar leiðakerfið til vesturstrandar Bandaríkjanna og Kanada. Flugvellirnir sem við fljúgum til í Seattle og Portland tengja okkur við bæði stórar og smáar borgir á vesturströndinni, innan leiðakerfis Alaska Airlines. Að auki geta meðlimir Saga Club og Mileage Plan safnað Vildarpunktum og notað þá um borð í vélum beggja flugfélaga.

Tvíhliða samkomulag okkar við Finnair um sammerkt flug gefur viðskiptavinum okkar aðgang að fjölda áfangastaða í Evrópu, með tengiflugi í Helsinki. Viðskiptavinir frá Asíu á leið til Íslands geta svo nýtt sér samstarf félaganna og ferðast til landsins gegnum Helsinki.

Samkomulag okkar við JetBlue veitir viðskiptavinum aðgang að leiðakerfi flugfélagsins í Norður-Ameríku gegnum New York, Boston og Orlando. Einnig má nefna að meðlimir Saga Club og TrueBlue geta safnað punktum með vildarklúbbum beggja flugfélaga.

Skandinavíski samstarfsaðilinn okkar veitir farþegum aðgang að öflugu leiðakerfi SAS milli Norðurlandanna og lengra út í heim. Hið sammerkta flugnúmer stækkar leiðakerfi Icelandair með tengingu við flug frá skandinavísku höfuðborgunum Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi.

Starfssamningur við easyJet

Samstarf okkar við bókunarþjónustuna Worldwide by easyJet gerir viðskiptavinum okkar kleift að ferðast með viðamiklu leiðakerfi easyJet innan Evrópu. Einnig tengir það farþega easyJet við leiðakerfi Icelandair í Norður-Ameríku, með Keflavíkurflugvöll sem miðpunkt ferðalagsins.

Aðrir samstarfsaðilar

Icelandair er stoltur samstarfsaðili 50 flugfélaga sem færa heiminn þér nær með flugleiðum Icelandair. Við vinnum náið með samstarfsaðilum okkar og tryggjum þar með að Icelandair veiti viðskiptavinum sínum óteljandi möguleika á ferðalögum út í heim.

Algengar spurningar um flug með samstarfsflugfélögum

Hér finnur þú svörin sem þú leitar að um tengiflug með samstarfsaðilunum okkar.