Pingdom Check

Störf í boði

Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til og frá Íslandi og er hagstæður kostur fyrir flug yfir Atlantshafið. Félagið einbeitir sér að veita viðskiptavinum sínum öruggar og traustar flugferðir sem og einstaka þjónustu. Icelandair flýgur til um 40 áfangastaða  í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um 1300 manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum.

Félagið byggir á árangursdrifnum starfsmönnum sem eru vel upplýstir, vel þjálfaðir, sýna frumkvæði og eru hluti af einni heild. Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, menntun, viðhorf og gildi.  Starfsmenn þurfa að vera tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi.

Hjá Icelandair starfar úrvalshópur með sameiginleg skýr markmið, sem ber virðingu fyrir viðskiptavinum og samstarfsmönnum.

Sérfræðingur á skrifstofu yfirflugstjóra

Laust er til umsóknar starf á skrifstofu yfirflugstjóra á flugrekstrarsviði á aðalskrifstofu Icelandair. 

Helstu verkefni á skrifstofu yfirflugstjóra er yfirumsjón með rúmlega 500 flugmönnum fyrirtækisins, gerð verkferla og aðkoma að tæknibreytingum og innleiðingum flugvéla félagsins.


Helstu verkefni:
Umsýslustörf sem tengjast ráðningum nýrra flugmanna
Skjalavinnsla
Utanumhald á upplýsingum er varða flugmenn
Aðkoma að verkefninu "Flugmenn til framtíðar"
Önnur tilfallandi verkefni í síbreytilegu og lifandi umhverfi
  

Hæfniskröfur:
Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
Mjög góð excel færni
Góð almenn tölvufærni
Greiningarhæfni
Góð enskukunnátta
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund


Nánari upplýsingar veita:
Linda Gunnarsdóttir, netfang: lgu.crew@icelandair.is
Kristín Björnsdóttir,  netfang: starf@icelandair.is
 
Umsókn ásamt ferilskrá óskast fyllt út með því að smellla á hnappinn hér fyrir neðan sækja um starf eigi síðar en 2. apríl 2018.

Sækja um starf

Content Team Lead

Icelandair leitar eftir öflugum starfskrafti til þess að leiða vefteymi Marketing & PR deildar innan Sölu og Markaðssviðs fyrirtækisins. Fjölhæfur starfskraftur sem býr yfir frumkvæði og framúrskarandi samskiptahæfni myndi passa vel inn í teymið. Starfið felur í sér náið samstarf með Digital Labs, Markaðsdeild, Þjónustuveri og öðrum deildum sem koma að því að skilgreina vörur og þjónustu fyrirtækisins.

Viðkomandi er ábyrgur fyrir því að setja upp áætlanir fyrir framleiðslu á textaefni sem miðar að því að auka þekkingu og skilning viðskiptavina á vörum og þjónustu fyrirtækisins.

Ábyrgðarsvið:

 • Leiða teymið og tryggja að efnið sem framleitt er sé í takt við tón og stíl vörumerkisins.
 • Ábyrgð á frammistöðu teymisins og að það sé góður andi í teyminu og fólki líði vel.
 • Umsjón og skipulag með framleiðslu á textaefni
 • Þróa og innleiða áætlanir sem miða að því að fjölga vefsíðuheimsóknum.
 • Setja upp ferla og verklag til þess að rýna, skrifa, fara  yfir myndefni, texta og annað efni sem birt er á vefsíðu Icelandair á mismunandi tungumálum.
 • Vinna náið með teyminu í því að tryggja að efni sem uppfært reglulega og þróa leiðarvísi um hverskonar textaefni á að framleiða til þess að ná til okkar markhópa.
 • Gera þarfagreiningar á hverskonar efni þarf að framleiða hverju sinni til þess að viðhalda og tryggja að upplýsingar á vefnum séu ávallt settar fram á skýran og aðgengilegan máta.
 • Halda skipulagsfundi með teyminu og öðrum deildum til þess að tryggja góða yfirsýn yfir verkefnastöðu og setja upp tímalína yfir helstu verkefni sem framundan eru.
 • Fylgjast með nýbreytni og þróun í veflausnum og vinna að stöðugum umbótum.
 • Þjálfa nýtt fólk í því að framleiða og yfirfara textaefni.

Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í Viðskiptafræði, Fjölmiðlafræði, Tölvunarfræði eða sambland af viðeigandi menntun og reynslu.
 • Reynsla af því að leiða vefteymi og eða teymi af textasmiðum.
 • Reynsla af því að vinna í vefumsjónarkerfi.
 • Grunnþekking á CSS and HTML.
 • Góð skrifleg og munnleg enskukunnátta.
 • Góð tölvkunnátta og geta til að læra fljótt á kerfin sem notuð eru.

Persónulegir eiginleikar:

 • Leiðtogahæfileikar og geta til þess að fá fólk saman í lið til þess að leysa verkefni.
 • Útsjónarsemi og hugmyndaauðgi sem nýtist við að leysa vandamál.
 • Geta í að skipuleggja og stilla upp áætlunum.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum. Þarf jafnframt að geta verið sterkur liðsmaður í teymi.
 • Miklir samskiptahæfileikar, bæði í ræðu og riti.
 • Geta til að hafa þarfir viðskiptavinarins ávallt að leiðarljósi.

Við leitum að kraftmiklum einstakling til að vinna í spennandi og krefjandi umhverfi þar sem áreiðanleiki og gæði leika lykilhlutverk. Ef þessi lýsing á við þig, viljum við gjarnan hvetja þig til að sækja um!

Nánari upplýsingar veita:

Jón Skafti Kristjánsson, Director Marketing & PR: nonni@icelandair.is
Pétur Ómar Ágústsson, Manager HR Marketing & Sales: poa@icelandair.is

Umsóknir óskast fylltar út fyrir 28. mars næstkomandi.

Sækja um starf

Almenn umsókn

Haldið er utan um allar umsóknir í umsóknarkerfi félagsins og er því nauðsynlegt að umsóknareyðublaðið sé fyllt út eins vel og kostur er.  Mælt er með því að viðkomandi setji einnig inn ferilskrá sem viðhengi.  Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið.

Umsóknir  eru geymdar í 6 mánuði, en eftir þann tíma er þeim eytt. Kjósi umsækjandi að umsókn verði eytt innan þess tíma skal hafa samband við okkur.

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.  

Sækja um starf

Almenn umsókn - Tækniþjónusta á Keflavíkurflugvelli

Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli annast viðhald flugvéla Icelandair og veitir alhliða tækniþjónustu í flugrekstri. 

Tækniþjónustan býður upp á krefjandi verkefni hérlendis og erlendis. Hagsmunir viðskiptavina eru hafðir að leiðarljósi með framúrskarandi þjónustu. Hjá tækniþjónustunni starfa 300 starfsmenn. 

Fyrirspurnum er svarað í síma 425 0100

Sækja um starf