Hjá Icelandair er lögð áhersla á að allir starfsmenn félagsins njóti jafnréttis og að fjölbreytileiki sé virtur og er það hluti af mannauðsstefnu félagsins. Þannig er best tryggt að sá mannauður sem félagið hefur yfir að ráða, sem m.a. felst í menntun, reynslu, færni og lífsviðhorfi starfsmanna, nýtist því best til framtíðar.
Þessi fókus að starfsmenn njóti jafnra tækifæra er hluti af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun fyrirtækisins sem hefur verið samþykkt af stjórn. Kynjasamsetning starfsmanna er nánast jöfn en konur eru 49% starfsmanna og karlar 51%.
Fyrirtækið hlaut jafnlaunavottun í byrjun árs 2019. Þá er Icelandair þátttakandi í Jafnvægisvog FKA en markmið hennar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi 40/60. Þar að auki hefur Icelandair ákveðið að leggja fjögur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til grundvallar stefnu sinni í samfélagsábyrgð og er jafnrétti kynjanna eitt af þeim.