Pingdom Check

Mannauður

Hjá Icelandair vinnum við öll að sama marki. Grunngildi okkar – einfaldleiki, ábyrgð og ástríða – eru höfð að leiðarljósi í öllu okkar starfi.

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á þægilegt og ánægjulegt ferðalag. Við viljum stuðla að árangursríkri samvinnu milli allra starfsdeilda Icelandair.

Jafnrétti

Hjá Icelandair er lögð áhersla á að allt starfsfólk félagsins njóti jafnréttis og að fjölbreytileiki sé virtur. Þannig er best tryggt að sá mannauður sem félagið hefur yfir að ráða, sem m.a. felst í menntun, reynslu, færni og lífsviðhorfi starfsfólks, nýtist því best til framtíðar.

Það að starfsfólk njóti jafnra tækifæra er hluti af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun sem hefur verið samþykkt af stjórn félagsins.

Fyrirtækið hlaut jafnlaunavottun í byrjun árs 2019. Þá er Icelandair þátttakandi í Jafnvægisvog FKA en markmið hennar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi 40/60.

Stuðla að jafnrétti kynjanna

  • Tryggja jafnt kynjahlutfall á meðal stjórnenda félagsins – hlutfall karla eða kvenna verði ekki undir 40% árið 2025.
  • Fjölga stöðugildum kvenflugmanna um 25% miðað við núverandi stöðu.
  • Fjölga stöðugildum karl flugþjóna um 25% miðað við núverandi stöðu.
  • Fjölga konum í störfum flugvirkja með því að kynna flugvirkjastörf- og nám fyrir stúlkum.

Heilsa og öryggi starfsfólks

Heilsa og öryggi starfsfólks Icelandair er forgangsverkefni. Fyrirtækið leitast við að bjóða upp á aðlaðandi og spennandi vinnustað þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að njóta sín sem best. Félagið hefur sett fram heilsu- og viðverustefnu. Hluti af þeirri stefnu er að bjóða upp á ýmis heilsutengd námskeið og aðgerðir til að efla heilsu og vellíðan starfsfólks.

Fræðsla og starfsþróun

Icelandair leggur áherslu á að ráða hæfasta fólkið, efla það með þjálfun og uppbyggilegri endurgjöf og tækifærum til starfsþróunar. Fræðslustarf innan félagsins er öflugt þannig að starfsfólk fái viðeigandi fræðslu til að sinna starfi sínu á framúrskarandi hátt.

Icelandair leggur áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki. Nýliðafræðsla er í boði fyrir allt nýtt starfsfólk þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt og lögð er áhersla á öryggismál og heilsu- og vellíðan.