Pingdom Check

Allt fyrir ferðalagið með fjölskyldunni

Við leggjum okkur fram við að koma til móts við þarfir barna og foreldra á ferðalagi.

Hér fyrir neðan má sjá úrval fjölskylduvænna áfangastaða og yfirlit yfir þau kjör og þjónustu sem stendur barnafjölskyldum til boða hjá Icelandair.

Laugardaginn 4. maí er svo fjölskyldudagur í Kringlunni með skemmtilegri dagskrá. Kynntu þér einnig fjölskyldutilboðið okkar og lengdu sumarið.

Fjörug dagskrá á fjölskyldudegi

Þann 4. maí næstkomandi verður fjölskyldudagur Icelandair haldinn hátíðlegur á fyrstu hæð Kringlunnar frá 13.00 - 15.00.

  • Sirkus Íslands mun skemmta kátum krökkum. Búin verða til listaverk úr blöðrum, andlitsmálun verður í boði og auðvitað verður nóg af kandífloss, snakki, djúsi og poppi.
  • Farið verður í fjörugan ratleik og verðlaunin eru heldur betur glæsileg: Vikuferð til Gran Canaria fyrir 2 fullorðna og 2 börn, flug og gisting á Hótel Lopesan Villa del Conde og aðgangur í Aqualand vatnsrennibrautagarðinn og Palmitos Park.
  • Sigga Ózk stígur á svið kl. 13.00 og setur tóninn fyrir daginn. VÆB strákarnir mæta um 15:00 leytið, flytja nokkur lög og tilkynna sigurvegara ratleiksins.
  • Lukkuhjólið okkar færir svo heppnum veglega vinninga og ótrúlega skemmtilegur 360° myndakassi verður á staðnum. Svo það er um að gera að æfa pósurnar.

Ekki láta þig vanta á þessa frábæru fjölskylduskemmtun!

Hlökkum til að sjá þig!

Þann 4. maí næstkomandi verður fjölskyldudagur Icelandair haldinn hátíðlegur á fyrstu hæð Kringlunnar frá 13.00 - 15.00.

  • Sirkus Íslands mun skemmta kátum krökkum. Búin verða til listaverk úr blöðrum, andlitsmálun verður í boði og auðvitað verður nóg af kandífloss, snakki, djúsi og poppi.
  • Farið verður í fjörugan ratleik og verðlaunin eru heldur betur glæsileg: Vikuferð til Gran Canaria fyrir 2 fullorðna og 2 börn, flug og gisting á Hótel Lopesan Villa del Conde og aðgangur í Aqualand vatnsrennibrautagarðinn og Palmitos Park.
  • Sigga Ózk stígur á svið kl. 13.00 og setur tóninn fyrir daginn. VÆB strákarnir mæta um 15:00 leytið, flytja nokkur lög og tilkynna sigurvegara ratleiksins.
  • Lukkuhjólið okkar færir svo heppnum veglega vinninga og ótrúlega skemmtilegur 360° myndakassi verður á staðnum. Svo það er um að gera að æfa pósurnar.

Ekki láta þig vanta á þessa frábæru fjölskylduskemmtun!

Hlökkum til að sjá þig!

,

Nýttu þér afsláttarkóðann SAMVERA, bókaðu fjölskyldufríið og njóttu þess að hlakka til!

Eingöngu flug:

Við bjóðum 50% afslátt af fargjaldi per barn í bókun (2-11 ára).

Sölutímabilið er 2. – 6. maí (báðir meðtaldir) og ferðatímabilið er september - mars (báðir meðtaldir).

Bóka núna

Pakkaferð:

Við bjóðum 50.000 kr. afslátt per barn í bókun (2-11 ára).

Sölutímabilið er 2. – 6. maí (báðir meðtaldir) og ferðatímabilið er október - mars (báðir meðtaldir).

  • Jól og áramót eru undanskilin.
  • Áfangastaðurinn er Gran Canaria.

Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði á völdum dagsetningum.

Bóka núna,,,

Það á að vera gaman að ferðast!

Um borð geta börnin valið um úrval afþreyingar, horft á nýtt og gamalt barnaefni, kvikmyndir og þáttaraðir, og hlustað á tónlist. Öll fá heyrnartól til afnota, skemmtilega þrautabók og lítið dót sem þau mega eiga.

Við bjóðum börnum sömuleiðis upp á fría hressingu án endurgjalds.

,

Farangursheimild

Hjá okkur fá börn sömu handfarangursheimild og fullorðnir og kerrurnar fljúga með að kostnaðarlausu.

Einnig mega forráðamenn koma með samþykktan barnabílstól með sér um borð fyrir barnið að sitja í á meðan á fluginu stendur.

Að bóka fyrir börn

  • Millilandaflug: Ungbörn (0-2 ára) fá 90% afslátt af Economy-fargjaldi. Börn á aldrinum 2 til 12 ára fá 20% afslátt af Economy fargjaldi.
  • Innanlandsflug: Ungbörn (0-2 ára) fá 90% afslátt af Economy-fargjaldi. Börn á aldrinum 2 til 12 ára fá 50% afslátt af Economy fargjaldi.

Nánar um flug með börnum og ungbörnum

,

Við vitum að það getur verið yfirþyrmandi fyrir litlar manneskjur að fara einar í flug. Þess vegna pössum við sérstaklega vel upp á börn sem ferðast án foreldra.

Við fylgjum þeim út í vél, þau fá að setjast fyrst inn, eru nálægt áhöfninni allt flugið og eru síðust út eftir lendingu.

Nánar um fylgdarþjónustu Icelandair

,

Vildarbörn Icelandair er ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Markmiðið er að gefa börnum á Íslandi og í nágrannalöndunum tækifæri til að ferðast ásamt fjölskyldum sínum. Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 og fagnar því tuttugu ára afmæli um þessar mundir.

Sjóðurinn er fjármagnaður með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club Icelandair, með söfnun myntar um borð í flugi og söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli og á söluskrifstofu Icelandair. Einnig koma til frjáls framlög og viðburðir.