Öryggi farþega og áhafnar er algjört forgangsatriði hjá Icelandair. Líkur á smiti um borð í flugvélum eru litlar, en við leggjum ríka áherslu á að lágmarka þá smithættu og höfum gripið til ýmissa aðgerða með þetta markmið fyrir augum.
Flugmálayfirvöld í Evrópu og Norður-Ameríku hafa aflétt kyrrsetningu Boeing 737 MAX flugvélanna. Hér finnur þú upplýsingar um hið yfirgripsmikla ferli sem stóð yfir á annað ár til þess að tryggja öryggi vélanna og undirbúninginn fyrir endurkomu þeirra í flota okkar.
Ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur vegna COVID-19
Vegna tíðra breytinga á reglum mælum við með því að farþegar kynni sér nýjustu upplýsingar um ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur á áfangastað sínum, áður en haldið er af stað: skráningarform, reglur um sýnatöku fyrir COVID-19, reglur um sóttkví og fleira.