Frí með fjölskyldunni | Icelandair
Pingdom Check

Byrjaðu fríið heima

Bókaðu flug frá Akureyri til Keflavíkur og áfram með því að nota afsláttarkóðann HEIMA og fáðu 40% afslátt af Economy Standard eða 30% afslátt af Saga Premium fargjöldum:

  • til Köben, Helsinki, Amsterdam, Parísar eða München á ferðatímabilinu 15. október - 30. nóvember
  • til London Gatwick eða Barcelona á tímabilinu 1. - 30. nóvember

Við fljúgum til Köben, Helsinki, Amsterdam, Parísar, München og London Gatwick alla daga vikunnar og þrisvar í viku til Barcelona. Þú velur þann brottfarartíma sem hentar þér.

Bókaðu fyrir miðnætti 28. ágúst og fljúgðu í fríið með fjölskylduna á kostakjörum! Takmarkað dagsetninga- og sæta framboð og afsláttur gildir ekki af sköttum og gjöldum.

Flug milli Akureyrar og Keflavíkur 15. október - 30. nóvember

Flug frá Akureyri til Keflavíkur eru í boði á mánudögum, fimmtudögum, laugardögum kl. 05:50 að morgni.
Flug frá Keflavík til Akureyrar eru í boði á miðvikudögum kl. 21:20 og föstudögum og sunnudögum kl. 17:15.

Nánari upplýsingar um beint flug frá Akureyri til Keflavíkur.

Allt fyrir ferðalagið með fjölskyldunni

Við leggjum okkur fram við að koma til móts við þarfir barna og foreldra á ferðalagi.

Hér fyrir neðan má sjá úrval fjölskylduvænna áfangastaða og yfirlit yfir þau kjör og þjónustu sem stendur barnafjölskyldum til boða hjá Icelandair.

Um borð í vélinni

Það á að vera gaman að ferðast!

Um borð geta börnin valið um úrval afþreyingar, horft á nýtt og gamalt barnaefni, kvikmyndir og þáttaraðir, og hlustað á tónlist. Öll fá heyrnartól til afnota, skemmtilega þrautabók og lítið dót sem þau mega eiga.

Við bjóðum börnum sömuleiðis upp á fría hressingu án endurgjalds.

Kostakjör fyrir fjölskyldur

Farangursheimild

Hjá okkur fá börn sömu handfarangursheimild og fullorðnir og kerrurnar fljúga með að kostnaðarlausu.

Einnig mega forráðamenn koma með samþykktan barnabílstól með sér um borð fyrir barnið að sitja í á meðan á fluginu stendur.

Að bóka fyrir börn

  • Millilandaflug: Ungbörn (0-2 ára) fá 90% afslátt af Economy-fargjaldi. Börn á aldrinum 2 til 12 ára fá 20% afslátt af Economy fargjaldi.
  • Innanlandsflug: Ungbörn (0-2 ára) fá 90% afslátt af Economy-fargjaldi. Börn á aldrinum 2 til 12 ára fá 50% afslátt af Economy fargjaldi.

Nánar um flug með börnum og ungbörnum

Fylgdarþjónusta fyrir börn

Við vitum að það getur verið yfirþyrmandi fyrir litlar manneskjur að fara einar í flug. Þess vegna pössum við sérstaklega vel upp á börn sem ferðast án foreldra.

Við fylgjum þeim út í vél, þau fá að setjast fyrst inn, eru nálægt áhöfninni allt flugið og eru síðust út eftir lendingu.

Nánar um fylgdarþjónustu Icelandair

Vildarbörn

Vildarbörn Icelandair er ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Markmiðið er að gefa börnum á Íslandi og í nágrannalöndunum tækifæri til að ferðast ásamt fjölskyldum sínum. Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 og fagnar því tuttugu ára afmæli um þessar mundir.

Sjóðurinn er fjármagnaður með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club Icelandair, með söfnun myntar um borð í flugi og söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli og á söluskrifstofu Icelandair. Einnig koma til frjáls framlög og viðburðir.

Það á að vera gaman að ferðast!

Um borð geta börnin valið um úrval afþreyingar, horft á nýtt og gamalt barnaefni, kvikmyndir og þáttaraðir, og hlustað á tónlist. Öll fá heyrnartól til afnota, skemmtilega þrautabók og lítið dót sem þau mega eiga.

Við bjóðum börnum sömuleiðis upp á fría hressingu án endurgjalds.

,

Farangursheimild

Hjá okkur fá börn sömu handfarangursheimild og fullorðnir og kerrurnar fljúga með að kostnaðarlausu.

Einnig mega forráðamenn koma með samþykktan barnabílstól með sér um borð fyrir barnið að sitja í á meðan á fluginu stendur.

Að bóka fyrir börn

  • Millilandaflug: Ungbörn (0-2 ára) fá 90% afslátt af Economy-fargjaldi. Börn á aldrinum 2 til 12 ára fá 20% afslátt af Economy fargjaldi.
  • Innanlandsflug: Ungbörn (0-2 ára) fá 90% afslátt af Economy-fargjaldi. Börn á aldrinum 2 til 12 ára fá 50% afslátt af Economy fargjaldi.

Nánar um flug með börnum og ungbörnum

,

Við vitum að það getur verið yfirþyrmandi fyrir litlar manneskjur að fara einar í flug. Þess vegna pössum við sérstaklega vel upp á börn sem ferðast án foreldra.

Við fylgjum þeim út í vél, þau fá að setjast fyrst inn, eru nálægt áhöfninni allt flugið og eru síðust út eftir lendingu.

Nánar um fylgdarþjónustu Icelandair

,

Vildarbörn Icelandair er ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Markmiðið er að gefa börnum á Íslandi og í nágrannalöndunum tækifæri til að ferðast ásamt fjölskyldum sínum. Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 og fagnar því tuttugu ára afmæli um þessar mundir.

Sjóðurinn er fjármagnaður með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club Icelandair, með söfnun myntar um borð í flugi og söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli og á söluskrifstofu Icelandair. Einnig koma til frjáls framlög og viðburðir.

,

Billund, heimaborg Lególands, er alveg kjörin fyrir frí með fjölskyldunni.

Fyrir utan töfraland Legó, má heimsækja dýragarðinn í Givskud, skemmtigarðinn Lalandia og kanna fjölmarga aðra forvitnilega staði á Jótlandi.

,

París er paradís fyrir fjölskylduna.

Borg ljósanna hefur upp ótal margt að bjóða fyrir unga sem aldna.

Ekki spillir fyrir að Disneyland er innan seilingar.

,

Orlando hefur upp á ótal margt að bjóða fyrir fjölskyldur.

Skínandi sól og hita, töfraheim Universal Studios, vatnagarða og að sjálfsögðu hið eina sanna Disneyland.

Golfarar verða heldur ekki fyrir vonbrigðum og svo er kjörið fyrir fjölskylduna að leggja leið sína í norður frá Orlando og verja kvöldinu á huggulegum veitingastað í Winter Park.

,

Viltu þægilegt fjölskyldufrí í góðu veðri? Gran Canaria býður upp á strandfrí í hæsta gæðaflokki.

Leyfðu börnunum að busla í vatnsrennibrautunum og kíkja í dýragarðinn. Eyjan er sömuleiðis kjörin fyrir útvistarfólk sem stefnir á hjólaferðir og fjallgöngur.

,

Krakkar hreinlega elska Kaupmannahöfn, Tívólíið, dýragarðinn, Strikið og öll dönsku ævintýrin sem borgin hefur að geyma.

Köben er barnvæn borg og auðvelt að ferðast um hana á hjóli.

,

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval pakkaferða gegnum Icelandair VITA.

Léttu þér lífið og bókaðu allt fyrir fjölskylduna í einni kippu!

Skoða pakkaferðir

,

Krít er fremst í flokki sólrænna suðurhafseyja og kjörin fyrir afslappaða fjölskylduferð.

Skoða pakkaferðir til Krítar

,

Tryggðu þér og þínum skemmtun og slökun í sumarhúsi á Jótlandi.

Njóttu frídaganna í afslöppuðu umhverfi og leyfðu börnunum að njóta sín í skemmtigarðinum Lalandia.

Skoða pakkaferðir til Lalandia