Börn sem ferðast ein | Icelandair
Pingdom Check

Börn sem ferðast ein

Icelandair býður upp á fylgdarþjónustu fyrir börn sem ferðast ein.

Vinsamlegast athugið að frá og með 6. janúar 2021, verður aðeins boðið upp á fylgdarþjónustu fyrir börn sem ferðast ein á flugi til og frá Boston og Kaupmannahöfn.

Vinsamlegast athugið einnig að vegna COVID-19 faraldursins getur flugáætlunin okkar breyst með skömmum fyrirvara. Ef þú átt bókun fyrir barn sem ferðast eitt, og fluginu er aflýst eða því seinkað um meira en 3 klst., verður barnið bókað í næsta beina flug Icelandair til áfangastaðarins. Við bókum ekki tengiflug með öðrum flugfélögum fyrir börn sem ferðast ein.  

Í ljósi aðstæðna er þjónusta um borð í lágmarki, en börn á aldrinum 2-11 ára fá afhenta máltíð. Barninu er einnig velkomið að koma með mat með sér.

Börnum sem eru 10 ára og yngri ber ekki skylda til að nota grímu um borð. Skv. nýjustu reglum um sóttkví þurfa börn, sem ferðast ein og eru fædd árið 2005 að sæta sóttkví í fimm daga eftir komu til landsins, ásamt því fólki sem sækir þau á flugvöllinn, og fara síðan í COVID-próf.

Börn á aldrinum 5 til 11 ára (fram að 12 ára afmælisdegi) sem EKKI eru í fylgd farþega sem er á fullorðinsaldri og getur ábyrgst barnið meðan á ferðalagi stendur, teljast vera börn sem ferðast ein (e. Unaccompanied Minor).

Boðið er upp á þjónustu fyrir börn sem ferðast ein á aldrinum 12 til 15 ára (fram að 16 ára afmælisdegi) og gilda sömu gjöld og reglur og fyrir 5 til 11 ára börn.

  • Aðeins er hægt að bóka fylgd fyrir börn sem ferðast ein með því að hafa samband við þjónustuverið. Það þarf að gera bókunina að minnsta kosti 2 virkum dögum fyrir brottför.
  • Að hámarki má flytja fjögur börn sem ferðast ein í hverju flugi.
  • Við getum aðeins boðið fylgd fyrir börn sem ferðast ein í flugi Icelandair. Ekki er hægt að bóka börn sem ferðast án forráðamanna í áframhaldandi flug með öðru flugfélagi.
  • Ekki er hægt að bóka fylgdarþjónustu í Icelandair Stopover-ferð.
  • Börn sem ferðast ein koma um borð á undan öðrum farþegum.

Það er ekki hægt að bóka fylgd fyrir barn sem ferðast eitt á netinu. Hafið samband við Þjónustuver Icelandair til þess að bóka ferð fyrir barn sem ferðast eitt. Staðfesta verður ferð fyrir börn sem ferðast ein að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir brottför.

Vinsamlegast hafið upplýsingar um þá fullorðnu aðstandendur sem munu ferðast með barninu á flugvöllinn og ná í það á áfangastað, á reiðum höndum þegar þið gerið bókunina.

Ekki er hægt að bóka fylgd fyrir barn sem ferðast eitt ef millilending á Íslandi er þrír tímar eða meira.

Vinsamlegast prentið út 4 eintök af eyðublaði fyrir börn sem ferðast ein og fyllið út. Nauðsynlegt er að hafa þessi skjöl með í innritun á flugvellinum.

Evrópa - Ísland Bandaríkin/Kanada - Ísland Evrópa - Bandaríkin/Kanada
85 USD 150 USD 250 USD
110 CAD 195 CAD 325 CAD
75 EUR 140 EUR 220 EUR
9,000 ISK 16,500 ISK 27,500 ISK

Aðeins er greitt einu sinni fyrir tvö eða fleiri börn sem ferðast saman án fylgdar forráðamanna.

Millilending á Keflavíkurflugvelli

Eftir lendingu í Keflavík er barninu sem ferðast eitt fylgt af starfsmanni Icelandair á sérstakt biðsvæði á vellinum. Barninu er svo fylgt aftur að hliði áður en hafið er að hleypa farþegum um borð í tengiflugið.

Á Keflavíkurflugvelli eru tvö lokuð biðsvæði, eitt inni á Schengen-svæði flugvallarins og eitt utan þess (Non-Schengen).

Schengen biðsvæði

Biðsvæði utan Schengen (Non-Schengen)

Ferðatilhögun fyrir börn sem ferðast ein

Fullorðinn aðstandandi skal koma með barni sem ferðast eitt til innritunar. Aðstandandinn þarf að framvísa gildum skilríkjum með mynd, veita upplýsingar um hvernig megi ná sambandi við hann og tilgreina hver tengsl hans við barnið eru. Aðstandandi verður að vera um kyrrt í flugstöðinni þar til flugvélin er farin í loftið. 

Það þarf að liggja fyrir í ferðavottorði barnsins hver tekur á móti því á áfangastað. Áður en barnið er afhent þeim sem tekur á móti því, biður þjónustufulltrúi Icelandair um gild skilríki með mynd og upplýsingar um hvernig megi ná sambandi við móttökuaðilann.

  • Ferðaskjöl barns sem ferðast eitt eru sett í sérstakt veski merkt Icelandair sem barnið ber með sýnilegum hætti.
  • Vinsamlegast athugið að staðfesta þarf ferð barns sem ferðast eitt í flugi í það minnsta tveimur virkum dögum fyrir brottför.
  • Vinsamlegast prentið út 4 eintök af eyðublaði fyrir börn sem ferðast ein og fyllið út.

Máltíðir

Börn sem ferðast ein og eru á aldrinum 2 til 11 ára fá máltíð sem áhöfn afhendir um borð, en börn 12 ára og eldri geta valið sér fría máltíð af matseðli.