Við bjóðum upp á fylgdarþjónustu fyrir börn sem ferðast ein.
Börn í fylgd í flugi til og frá Íslandi: Hægt er að bóka fylgdarþjónustuna á netinu. Í byrjun bókunar a vefnum okkar, geturðu valið „Barn sem ferðast einsamalt“ undir Farþegar. Gjaldið fyrir þessa þjónustu er innifalið í heildarverði bókunarinnar.
Börn í fylgd í flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku (með millilendingu á Íslandi): Viðskiptavinir sem þurfa á fylgdarþjónustunni að halda þurfa að hafa samband við þjónustuverið okkar. Starfsfólk okkar útskýrir hvað þjónustan kostar, en gjaldið er breytilegt eftir brottför og þeim flugvöllum sem við fljúgum til.
Hægt er að bóka fylgdarþjónustu fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára (fram að 12 ára afmælisdegi) í millilandaflugi Icelandair. Barnið telst vera eitt á ferð ef það er ekki í fylgd foreldris, aðstandanda eða annars ábyrgðarmanns.
Einnig er hægt að bóka fylgdarþjónustu fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára (fram að 16 ára afmælisdegi). Sömu gjöld og reglur gilda fyrir þennan aldurshóp og fyrir 5 til 11 ára börn. Aðeins er hægt að bóka fylgd fyrir börn sem ferðast ein í millilandaflugi með því að hafa samband við þjónustuverið.
Það þarf að bóka þjónustuna að minnsta kosti 2 virkum dögum fyrir brottför, til þess að tryggja að við getum komið til móts við þarfir barnsins. Þegar þú bókar, biðjum við þig vinsamlega að hafa til reiðu upplýsingar um þá fullorðnu aðstandendur sem munu ferðast með barninu á flugvöllinn og ná í það á áfangastað.
Þar að auki þarf að prenta út 4 eintök af eyðublaði fyrir börn sem ferðast ein og fylla þau út. Nauðsynlegt er að hafa þessi skjöl með í innritun á flugvellinum.
Fullorðinn aðstandandi skal koma með barni sem ferðast eitt til innritunar. Aðstandandinn þarf að framvísa gildum skilríkjum með mynd, veita upplýsingar um hvernig megi ná sambandi við hann og tilgreina hver tengsl hans við barnið eru.
Aðstandandi verður að vera um kyrrt í flugstöðinni þar til flugvélin er farin í loftið.
Ferðaskjöl barns sem ferðast eitt eru sett í sérstakt veski merkt Icelandair sem barnið ber með sýnilegum hætti.
Nauðsynlegt er að prenta út fjögur eintök af sérstöku formi vegna fylgdarþjónustu, fylla þau út og afhenda við innritun á flugvelli.
Eftir lendingu í Keflavík er barninu fylgt af starfsmanni Icelandair á sérstakt biðsvæði á vellinum. Barninu er svo fylgt aftur að hliði áður en hafið er að hleypa farþegum um borð í tengiflugið.
Á Keflavíkurflugvelli eru tvö lokuð biðsvæði, eitt inni á Schengen-svæði flugvallarins og eitt utan þess.
Áhöfnin hefur auga með barninu í gegnum flugið.
Barninu verður komið fyrir í sæti aftarlega í vélinni svo að starfsfólk sé ávallt innan seilingar.
Börn á aldrinum 5 til 11 ára sem ferðast ein fá barnamáltíð og drykk í fluginu. Börn sem eru 12 ára eða eldri geta valið sér mat af Economy Class matseðlinum, gjaldfrjálst.
Barninu er líka velkomið að hafa mat með sér um borð.
Við komu á áfangastað mun starfsmaður Icelandair taka á móti barninu í vélinni, fylgja því gegnum flugvöllinn og hjálpa við að ná í farangurinn. Starfsmaðurinn gaumgæfir líka skilríkin og samskiptaupplýsingarnar sem barnið er með áður en því er skilað til þess aðstandanda sem hefur verið skráður sem viðtakandi í bókun.