Pingdom Check

Vilt þú slást í hópinn?

Icelandair er fjölbreyttur og framsýnn vinnustaður. Hjá okkur starfar fólk með ólíkan bakgrunn við margbreytileg störf, í alþjóðlegu vinnuumhverfi sem einkennist af samvinnu og stöðugri þróun.

Við erum alltaf á höttunum eftir góðu fólki og leggjum okkur fram við að skapa gott vinnuumhverfi og veita tækifæri til starfsþróunar.

Kynntu þér persónuverndarstefnu umsækjenda.

Icelandair í hnotskurn

Vinnustaðurinn Icelandair

Við kunnum að meta skapandi hugsun og framtakssemi í öllum sínum myndum, hvort sem er á sviði flugsins sjálfs, flugvirkjunar, hugbúnaðarlausna, kynningarmála eða í öðrum hinna fjölmörgu kima flugbransans.

Við leggjum áherslu á:

  • heilsu og öryggi starfsmanna
  • öfluga fræðslu og þjálfun
  • jafnrétti
  • fjölbreytni
  • skapandi umhverfi

Nánar um vinnustaðinn

Metnaðarfull stefna

Við viljum viðhalda góðum og framsæknum anda í fyrirtækinu og höfum með það markmið fyrir augum sett okkur siðareglur, stefnu í heilsu- og öryggismálum og aðgerðaáætlun þegar kemur að áreitni og einelti.

Ábyrgð er meðal höfuðgilda Icelandair og við höfum sett fram metnaðarfulla stefnu í samfélagsábyrgð og jafnlaunastefnu.

Starfsþróun

Við viljum veita starfsfólki sem flest tækifæri til að vaxa í starfi í takt við styrkleika og áhugasvið hvers og eins. Í því skyni höldum við úti öflugu fræðslustarfi og veitum starfsmönnum þjálfun og uppbyggilega endurgjöf á sínu sviði.

Hjá Icelandair er unnið að krefjandi og spennandi verkefnum í líflegu alþjóðlegu umhverfi.