Pingdom Check

Jafnlaunastefna Icelandair Group

Markmið jafnlaunastefnunnar er að tryggja launajafnrétti innan fyrirtækisins með innleiðingu jafnlaunakerfis. Icelandair Group skuldbindur sig til að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni. Það er á ábyrgð stjórnenda að framfylgja stefnunni og tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt við launaákvarðanir.  Framkvæmdastjórn Icelandair Group setur fram jafnlaunamarkmið árlega sem mæld eru í launagreiningu. Framkvæmdastjóri mannauðs og menningar er ábyrgur fyrir stöðugum umbótum á jafnlaunakerfi fyrirtækisins ásamt eftirliti með jafnlaunastefnunni.  Jafnlaunastefna Icelandair Group er órjúfanlegur hluti af mannauðsstefnu félagsins. Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 og skv. jafnlaunastaðlinum ÍST 85. 

Icelandair Group skuldbindur sig til að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, skjalfesta og viðhalda.
  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og áhrif hafa á jafnlaunakerfið og staðfesta árlega að þeim sé hlítt
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og kanna hvort það mælist munur á launum eftir kyni og bregðast við sé þess þörf
  • Bregðast við óútskýrðum launamun
  • Kynna stefnuna reglulega fyrir öllum starfsmönnum félagsins
  • Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu félagsins
  • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega

Stefna þessi nær til allra starfsmanna Icelandair Group og dótturfélaga.

EqualPay_2022_logo