Innanlandsflug | Icelandair
Pingdom Check

Áfangastaðir

Icelandair býður upp á fjóra áfangastaði innanlands: Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð og Reykjavík.

Það er einnig hægt að fljúga út í heim frá flugvöllum okkar innanlands – til Evrópu, Norður-Ameríku og Grænlands – allt á einum miða og með viðkomu á Reykjavíkurflugvelli.

Komur og brottfarir

Ertu á leið út á völl? Hér finnur þú upplýsingar um komur og brottfarir.

Breytingar á flugi

Var fluginu þínu aflýst?

Kannaðu hvort hægt er að breyta miðanum þínum. Þú getur líka haft samband við okkur í síma 505 0100.

Ef flugið þitt var fellt niður vegna veðurs, munum við endurbóka þig í næsta flug sem stendur til boða. Þú getur einnig fengið endurgreitt, ef nýja flugið hentar þér ekki.

Seinkaði fluginu þínu um meira en 2 tíma?

Ef flugi seinkar um meira en tvær klukkustundir eiga allir farþegar rétt á því að hafna nýjum flugtíma og fá endurgreiðslu.

Við sendum tölvupóst á þá farþega sem eiga í hlut, með upplýsingum um hvernig er hægt að fá miðann endurgreiddan.

Farþegar sem notuðu Loftbrú eða Vildarpunkta til að bóka miða, og óska eftir endurgreiðslu, fá Loftbrúar-inneignina og / eða Vildarpunktana endurgreidda.

Var fluginu þínu aflýst?

Kannaðu hvort hægt er að breyta miðanum þínum. Þú getur líka haft samband við okkur í síma 505 0100.

Ef flugið þitt var fellt niður vegna veðurs, munum við endurbóka þig í næsta flug sem stendur til boða. Þú getur einnig fengið endurgreitt, ef nýja flugið hentar þér ekki.

Seinkaði fluginu þínu um meira en 2 tíma?

Ef flugi seinkar um meira en tvær klukkustundir eiga allir farþegar rétt á því að hafna nýjum flugtíma og fá endurgreiðslu.

Við sendum tölvupóst á þá farþega sem eiga í hlut, með upplýsingum um hvernig er hægt að fá miðann endurgreiddan.

Farþegar sem notuðu Loftbrú eða Vildarpunkta til að bóka miða, og óska eftir endurgreiðslu, fá Loftbrúar-inneignina og / eða Vildarpunktana endurgreidda.

,

Þarftu að senda pakka innanlands? Til að senda pakka með flugi þarft þú að mæta með innpakkaða sendingu í afgreiðsluna á einum innanlandsflugvalla okkar. Við skráum sendinguna í kerfið, merkjum hana og rukkum eftir þyngd.

Við þurfum að skrá kennitölu og farsímanúmer hjá sendanda og viðtakanda.

Þegar frakt er tilbúin til afhendingar á áfangastað, sendum við SMS á símanúmerið sem skráð er hjá viðtakanda.

Þarftu að flytja gæludýr með innanlandsflugi? Vinsamlega skoðaðu upplýsingasíðu okkar um flutning gæludýra í innanlandsflugi.

Nánari upplýsingar veitir söludeild Icelandair Cargo í síma 5050 401 (opin frá mánudegi til föstudags milli kl. 8:00 og 17:00).

Gjaldskrá og aðrar upplýsingar má finna á upplýsingasíðu Icelandair Cargo um innanlandsfrakt.

,

Á hvaða flugvelli ætlar þú að afhenda þína sendingu?

,

Frakt er afgreidd í fraktbyggingunni við Reykjavíkurflugvöll (gult hús beint á móti flugstöðinni). Opnunartími er frá 06:30 til 17:00 á virkum dögum.

Mögulegt er að afhenda sendingar allt niður í 30 mínútum fyrir brottför flugs.

,

Tekið er við frakt á milli afgreiðslu flugvéla og skömmu eftir síðustu brottför innanlandsflugs á hverjum flugvelli fyrir sig.

Til að forðast bið, mælum við með því að afhenda sendingar a.m.k. klukkustund fyrir áætlað flug.

,

Farangursheimild

Farangursheimild fyrir innanlandsflug er sú sama og fyrir millilandaflug.

Farangurshólfin eru þó smærri í innanlandsflugi og því er hámarksstærð handfarangurs minni en í millilandaflugi.

Hámarksstærð (að meðtöldu handfangi og hjólum): 55 x 35 x 20 cm

Hámarksþyngd: 6 kg

Hafið í huga að þó töskur séu sagðar vera í staðlaðri handfarangursstærð, gætu þær engu að síður verið of stórar til að passa í handfarangurshólf vélarinnar.

Þarftu að bæta farangri við bókunina? Kynntu þér reglur og verð fyrir aukafarangur í innanlandsflugi.

Fargjald

Við bjóðum upp á þrjá fargjaldaflokka í innanlandsflugi.

Icelandair starfrækir Bombardier vélar í flugi innanlands. Vegna stærðar þeirra er þjónustan um borð takmörkuð í samanburði við þjónustu í flugi með Boeing flugflotanum sem tengir Ísland við Evrópu og Norður-Ameríku.

,

Farþegar á Íslandi geta flogið beint út í heim frá öllum áfangastöðum okkar úti á landi. Þeir þurfa þó að millilenda í Reykjavík og halda áfram út á Keflavíkurflugvöll (KEF). Munið að taka farangurinn með frá Reykjavíkurflugvelli.

Hægt er að velja milli þess að fara með flugrútu eða leigubíl út á Keflavíkurflugvöll. Gerið ráð fyrir að minnsta kosti 90 mínútna ferðalagi með rútu og 60 mínútum með leigubíl eða eigin bíl.

Það sama á við um flug til baka, takið farangur með á Reykjavíkurflugvöll áður en haldið er heim og gerið ráð fyrir nægum tíma í ferðalagið milli flugvalla.

,

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allt áætlunarflug innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Loftbrú er fyrir alla með lögheimili fjarri borginni og á eyjum án vegasambands.

Einungis er hægt að bóka flug með Loftbrú á netinu (nema þegar barni er bætt við eldri bókun).

Nánari upplýsingar um að bóka flug með Loftbrú.