Flug innanlands og út í heim | Icelandair | Icelandair
Pingdom Check

Innanlandsflug

Icelandair býður upp á þrjár flugleiðir innanlands, frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði til Reykjavíkur. Það er gaman að flakka landshorna á milli og kanna firði, fjöll og firnindi. Sjáðu landið úr lofti og uppgötvaðu eitthvað nýtt. Hver áfangastaður hefur sinn sérstaka karakter og upp á svo margt að bjóða. 


Það er einnig hægt að fljúga út í heim frá flugvöllum okkar innanlands – til Evrópu, Norður-Ameríku og Grænlands – allt á einum miða og með viðkomu á Reykjavíkurflugvelli.

Áfangastaðir og innanlandsflugvellir

Áfangastaðir innanlands eru fjórir talsins: Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður og Reykjavík. 

Allt flug milli áfangastaða okkar innanlands tekur innan við klukkustund.

Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs. Fljótlegt er að nálgast alla þjónustu og afþreyingu höfuðborgarinnar með flugleiðum okkar innanlands.

Að ferðast innanlands

Það tekur enga stund að skjótast út á land eða í borgina.

Frá Reykjavík er hægt að fljúga til Akureyrar, með sitt fallega bæjarstæði í botni Eyjafjarðar og skemmtilega skíðasvæðið í Hlíðafjalli. Gaman er að skella sér á rúnt milli heillandi þorpanna á Norðurlandi og uppgötva eitthvað nýtt. 

Ef flogið er til Egilsstaða tekur friðsæl og kjarri vaxin náttúran á móti þér. Hér finnur þú vel fyrir árstíðunum fjórum, haustinu með sinni litadýrð, snjóbjörtum vetrinum, hinu milda vori og svo hinu óvenju hlýja sumri. Firðirnir láta sitt ekki eftir liggja og austfjarðarþokan ljær þeim dulúðlegan blæ. 

Flug til Ísafjarðar er alltaf spennandi, brattar fjallshlíðar Ísafjarðardjúpsins bjóða farþega velkomna með ægifegurð sinni. Stutt er að skjótast milli einstöku þorpanna á Vestfjörðum og skemmtilegt mannlífið svíkur engan.

Kíktu á innanlandsferðirnar okkar til að auðvelda skipulagningu ferðalagsins. Það er alltaf gaman að leggja land undir fót!

Að fljúga út í heim

Farþegar á Íslandi geta nú flogið beint út í heim frá öllum áfangastöðum okkar úti á landi. Þeir þurfa þó að millilenda í Reykjavík og halda áfram út á Keflavíkurflugvöll (KEF). Munið að taka farangurinn með frá Reykjavíkurflugvelli.

Hægt er að velja milli þess að fara með flugrútu eða leigubíl út á Keflavíkurflugvöll. Gerið ráð fyrir 90 mínútna ferðalagi með rútu og 60 mínútum með leigubíl eða eigin bíl.

Það sama á flug til baka, takið farangur með á Reykjavíkurflugvöll áður en haldið er heim, og gerið ráð fyrir nægum tíma í flutning milli flugvalla.
 


Upplýsingar um innanlandsflug

Icelandair starfrækir Bombardier vélar í innanlandsflugi. Vegna stærðar þeirra er þjónustan um borð takmörkuð í samanburði við þjónustu veitta í Boeing flugflotanum sem tengir Ísland við Evrópu og Norður-Ameríku.  

Nánari upplýsingar um fargjöld og farrými í innanlandsflugi

Farangursheimild fyrir innanlandsflug er sú sama og fyrir alþjóðlegt flug. Þó eru einhverjar takmarkanir á handfarangri þar sem farangurshólf um borð eru smærri. Nánar um farangur í innanlandsflugi