Icelandair býður upp á fjóra áfangastaði innanlands: Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð og Reykjavík.
Það er einnig hægt að fljúga út í heim frá flugvöllum okkar innanlands – til Evrópu, Norður-Ameríku og Grænlands – allt á einum miða og með viðkomu á Reykjavíkurflugvelli.
Ertu á leið út á völl? Hér finnur þú upplýsingar um komur og brottfarir.
Var fluginu þínu aflýst?
Kannaðu hvort hægt er að breyta miðanum þínum. Þú getur líka haft samband við okkur í síma 505 0100.
Ef flugið þitt var fellt niður vegna veðurs, munum við endurbóka þig í næsta flug sem stendur til boða. Þú getur einnig fengið endurgreitt, ef nýja flugið hentar þér ekki.
Seinkaði fluginu þínu um meira en 2 tíma?
Ef flugi seinkar um meira en tvær klukkustundir eiga allir farþegar rétt á því að hafna nýjum flugtíma og fá endurgreiðslu.
Við sendum tölvupóst á þá farþega sem eiga í hlut, með upplýsingum um hvernig er hægt að fá miðann endurgreiddan.
Farþegar sem notuðu Loftbrú eða Vildarpunkta til að bóka miða, og óska eftir endurgreiðslu, fá Loftbrúar-inneignina og / eða Vildarpunktana endurgreidda.