Ferðast með dýr í farangursrými | Icelandair
Pingdom Check

Ferðast með dýr í farangursrými

Það er okkur kappsmál að sjá til þess að besti vinur mannsins njóti ferðarinnar jafn vel og eigandinn. Öll gæludýr sem flutt eru í flugvélum Icelandair eru höfð á sérstökum loftræstum flutningssvæðum í farangursrými vélarinnar. Upplýsingar um ferðir með hjálpardýr má finna á síðunni Ferðast með hjálpardýr.

Dýr í farangursrými

Hægt er að bóka ketti og hunda í flutning á sérstökum loftræstum flutningssvæðum í farangursrými vélarinnar í flestu flugi Icelandair, ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt.

Fyrir nánari upplýsingar eða til að bóka þjónustuna hafið vinsamlegast samband við þjónustuver okkar.