Pingdom Check

Farangur

Hér færðu svörin við öllum helstu spurningum um innritaðan farangur og handfarangur.

Farangursheimild til Evrópu og Norður-Ameríku

Farangursheimildin á miðanum þínum fer eftir því fargjaldi sem þú flýgur á:

Fargjöld Innritaður farangur Handfarangur
Economy Light Enginn 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota
Economy Standard 1 taska sem vegur allt að 23 kg 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota
Economy Flex 1 taska sem vegur allt að 23 kg 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota
Saga Premium 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota
Saga Premium Flex 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor 2 töskur (10 kg hvor) + einn hlutur til persónulegra nota

Þarftu að bæta við farangursheimildina þína?
Skoðaðu síðuna okkar um aukafarangur, eða bættu farangri við núverandi bókun:

Bæta við farangri

Millilandaflug sem tengist við innanlands- eða Grænlandsflug

Eftirfarandi reglur gilda um farangursheimildina ef millilandaflug tengist við innanlands- eða Grænlandsflug á sama miða:

Innritaður farangur

Samanlögð hæð + lengd + breidd (X, Y, Z á mynd) er að hámarki 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum. Hámarksþyngd er 23 kg.

Allur farangur yfir 158 cm að umfangi er skilgreindur sem sérfarangur (odd-sized) og er innritaður eins og aðrar töskur. Starfsfólk á flugvelli getur leiðbeint þér að beltinu fyrir sérfarangur.


Handfarangur

Handfarangurstaska þarf að rúmast í farangurshólfi yfir sætum. Ef taskan kemst ekki fyrir í farangurshólfi, þarftu að innrita töskuna og greiða gjald fyrir aukafarangur.

Hámarksstærð (að meðtöldu handfangi og hjólum): 55 x 40 x 20 cm.

Hámarksþyngd: 10 kg.

Hlutur til persónulegra nota

Farþegar mega hafa með sér um borð einn lítinn hlut á borð við veski, bakpoka eða fartölvutösku, sem þarf að komast fyrir undir sætinu fyrir framan þá.

Hámarksstærð: 40 x 30 x 15 cm.

Sérreglur um farangursheimild

Börn (2-11 ára)

  • Sama handfarangursheimild og fullorðnir á sama farrými.
  • Þar að auki, mega forráðamenn taka með samfellanlega smákerru sér að kostnaðarlausu.
  • Forráðamönnum er heimilt að hafa samþykktan barnabílstól með sér um borð að því gefnu að barnið sitji í stólnum á meðan á fluginu stendur.

Ungbörn (undir tveggja ára aldri)

  • 1 innrituð taska (nema á Economy Light) og enginn handfarangur.
  • Samfellanleg smákerra og bílstóll eða lítið burðarrúm.

Saga Gold og Silver félagar

  • Ein innrituð taska til viðbótar við þá farangursheimild sem á við hverju sinni.

Dýr

  • Athugið að dýr eru alltaf undanskilin farangursheimild. Nánar um dýr í farangursrými.
    Ekki er hægt að ferðast með dýr í Grænlandsflugi.

Íþróttabúnaður

  • Lítill íþróttabúnaður (t.d. hjólabretti, skíði, golf-, köfunar-, íshokkí- eða keilubúnað) getur fallið undir fría farangursheimild. Sjá meira.

Ferðast með fleiri en einu flugfélagi

Ef flogið er með öðrum flugfélögum en Icelandair á sama miða gætu aðrar reglur um farangursheimild átt við. Þær gætu átt við um ýmis gjöld og tollfrjálsan varning sem keyptur hefur verið á leiðinni. Auka farangursheimild fyrir tengiflug með öðru flugfélagi er einungis hægt að kaupa við innritun á flugvelli (það er ekki hægt að kaupa hana á vefsíðunni okkar).

Kynntu þér vandlega farangursreglur samstarfsaðila okkar og upplýsingarnar sem koma fram á miðanum þínum.

Air Baltic | Alaska Airlines | Emirates | Finnair | JetBlue Airways | SAS | Turkish Airlines