Pingdom Check
Þú getur leitað að
|
Leita

Farangursheimild

Farangursupplýsingarnar hér að neðan eiga eingöngu við um flug Icelandair. 

Ef flogið er með öðrum flugfélögum á sama miða gætu aðrar farangursupplýsingar átt við. Þær gætu átt við um önnur gjöld og tollfrjálsan varning sem keyptur hefur verið á leiðinni.

Kynntu þér vandlega farangursreglur samstarfsaðila okkar og upplýsingarnar sem koma fram á miðanum þínum.

Þú getur keypt aukafarangursheimild og bætt tösku við undir „Umsjón með bókun.“

Bæta tösku við

Innritaður farangur

FargjaldaflokkurHeimild
Saga Premium Flex 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor
Saga Premium 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor
Economy Comfort* 2 töskur sem vega allt að 23 kg hvor
Economy Flex 1 töskur sem vega allt að 23 kg 
Economy Standard 1 taska sem vegur allt að 23 kg
Economy Light Enginn innritaður farangur (Nema fyrir Saga Silver og Saga Gold)
Saga Gold og Saga Silver félagar 1 aukataska umfram venjulega farangursheimild. Þyngd tösku fer eftir farrými sem bókað er á, líka á Economy Light.*
Ungbörn Þegar ferðast er með ungbarn er leyfilegt að taka 1 innritaða tösku, nema þegar ferðast er á Economy Light.  Auk þess er leyfilegt að hafa meðferðis samfellanlega smákerru og bílstól eða lítið burðarúm.**
Börn 2 - 11 ára gömul Börn á aldrinum 2-11 ára eru með sömu farangursheimild og fullorðnir sem ferðast á sama farrými. Auk þess mega börn hafa meðferðis samfellanlega smákerru.

Heildarumfang innritaðs farangurs má ekki vera meira en 158 cm, að öllum hliðum samanlögðum.

* Farþegar á Economy-farrými (að undanskildu Economy Light, þar sem enginn innritaður farangur er innifalinn) mega hafa með sér tösku sem vegur allt að 23 kg. Saga Class farþegar mega innrita aukatösku allt að 32 kg að þyngd. 
** Barnasæti og burðarrúm fyrir ungbarn sem eiga ekki bókað sæti, miðast við að sæti við glugga sé laust um borð í vélinni.

Handfarangur

FargjaldaflokkurHeimild
Saga Premium Flex 2 töskur sem vega allt að 10 kg hvor, auk hlutar til persónulegra nota eins og lítil handtaska eða fartölva.
Saga Premium 1 töskur sem vega allt að 10 kg, auk hlutar til persónulegra nota eins og lítil handtaska eða fartölva.
Economy Comfort* 2 töskur sem vega allt að 10 kg hvor, auk hlutar til persónulegra nota eins og lítil handtaska eða fartölva.
Economy Flex 1 töskur sem vega allt að 10 kg, auk hlutar til persónulegra nota eins og lítil handtaska eða fartölva.
Economy Standard 1 taska sem vegur allt að 10 kg, auk hlutar til persónulegra nota eins og lítil handtaska eða fartölva.
Economy Light 1 taska sem vegur allt að 10 kg, auk hlutar til persónulegra nota eins og lítil handtaska eða fartölva.

Töskustærðir:

 • Handfarangurstaska þarf að rúmast í farangurshólfi yfir sætum. Hámarksstærð handfarangurstösku: 55 x 40 x 20 cm að handföngum og hjólum meðtöldum. Hámarksþyngd er 10 kg.
 • Lítið veski eða sambærilegur hlutur þarf að komast fyrir undir sætinu fyrir framan þig. Hámarksstærð hlutarins er 40 x 30 x 15 cm.

Börn sem eiga bókað sæti hafa sömu handfarangursheimild og fullorðnir á sama farrými.

Athugið að ungbörn (börn yngri en 2 ára) sem eiga ekki bókað sæti hafa ekki eigin handfarangursheimild.

Aukafarangur

 • Taflan hér að neðan sýnir verð aukafarangurs þegar ferðast er með Icelandair.
 • Verð miðast við aðra leið. 
 • 20% afsláttur af neðangreindum verðum er veittur þegar aukafarangur er keyptur með fyrirvara (á netinu og hjá þjónustufulltrúum).
Tegund farangursÍsland - EvrópuÍsland - BNA/KANEvrópa - BNA/KAN
Auka taska
1-23 kg
6.600 kr. 7.700 kr. 10.600 kr
Taska í yfirþyngd
23-32 kg
5.600 kr. 6.500 kr. 8.900 kr.
Skíði | Veiðibúnaður | Golfbúnaður
Vopn | Köfunarbúnaður | Íshokkíbúnaður
4.700 kr. 5.000 kr. 6.500 kr.
Svifdrekar | Brimbretti | Hjól 9.200 kr. 11.000 kr. 12.900 kr.
Kajak | Stangarstökksstöng
Seglbretti | Bretti
14.000 kr. 16.400 kr. 19.300 kr.
Hljóðfæri * 4.700 kr. 5.000 kr. 6.500 kr.
Dýr í flutningsrými 14.000 kr. 16.400 kr. 19.300 kr.

* Heildarumfang hljóðfæra má ekki vera meira 158 cm að öllum hliðum samanlögðum.

Gjald fyrir aukafarangur og þungar töskur miðast við flug aðra leið.

Gagnlegar upplýsingar

 • Leyfilegt er að innrita golf-, skíða- og veiðibúnað, vopn, köfunar- og íshokkíútbúnað í stað tösku sem hluta af innifalinni farangursheimild.
 • Ekki er hægt að innrita annars konar íþróttabúnað sem hluta af innifalinni farangursheimild
 • Hægt er að bæta aukatösku, golf- og skíðaútbúnaði við á netinu.
 • Þungar töskur og vopn er eingöngu hægt að greiða fyrir við innritunarborð á flugvelli.
 • Allur farangur sem ekki er nánar útskýrður hér að ofan, fellur undir venjulegan aukafarangur og gjöld eftir því.
 • Hámarksfarangursheimild hvers farþega eru 10 innritaðar töskur. Við bendum farþegum sem ferðast með meira en það á að hafa samband við Icelandair Cargo.