Pingdom Check

Farangursheimild

Farangursupplýsingarnar hér að neðan eiga eingöngu við um flug Icelandair. 

Bæta við tösku

Innritaður farangur

Ef flogið er með öðrum flugfélögum á sama miða gætu aðrar reglur um farangursheimild átt við.

Kynntu þér þær reglur sem gilda um handfarangur og innritaðan farangur.

Heildarumfang innritaðrar tösku (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum.


Fargjaldaflokkur Heimild
Saga Premium Flex 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor
Saga Premium 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor
Economy Flex 1 taska sem vegur allt að 23 kg
Economy Standard 1 taska sem vegur allt að 23 kg
Economy Light Enginn innritaður farangur (mögulegt að kaupa farangursheimild)
Saga Gold og Saga Silver félagar 1 aukataska umfram venjulega farangursheimild. Þyngd tösku fer eftir farrými sem bókað er á*
Ungbörn Þegar ferðast er með ungbarn er leyfilegt að taka 1 innritaða tösku, nema þegar ferðast er á Economy Light.  Auk þess er leyfilegt að hafa meðferðis samfellanlega smákerru og bílstól eða lítið burðarrúm.
Börn 2-11 ára gömul Börn á aldrinum 2-11 ára eru með sömu farangursheimild og fullorðnir sem ferðast á sama farrými. Auk þess mega börn hafa meðferðis samfellanlega smákerru.**

Stærð tösku: Heildarumfang innritaðrar tösku (lengd + breidd + hæð) má ekki vera meira en 158 cm.

* Farþegar á Economy-farrými mega hafa með sér tösku sem vegur allt að 23 kg. Saga Premium-farþegar mega innrita aukatösku sem er allt að 32 kg að þyngd. 

** Farþegum sem ferðast með barn/börn á aldrinum 2 til 11 ára er heimilt  að hafa samþykkt barnasæti  með um borð, að því gefnu að barnið sitji í sætinu á meðan á fluginu stendur.

Þú þarft ekki að ná í töskurnar þínar á Keflavíkurflugvelli: ef að þú flýgur með Icelandair frá Norður-Ameríku til Evrópu (eða öfugt), bókunin þín er á einum miða, töskurnar eru innritaðar fram á lokaáfangastað og viðvera þín á Íslandi er styttri en 12 klukkustundir.

Handfarangur

Handfarangurstaska þarf að rúmast í farangurshólfi yfir sætum.

Hámarksstærð handfarangurstösku: 55 x 40 x 20 cm, að handföngum og hjólum meðtöldum. Hámarksþyngd er 10 kg. 

Þar að auki mega farþegar hafa með sér um borð einn lítinn hlut á borð við veski, bakpoka eða fartölvutösku, sem þarf að komast fyrir undir sætinu fyrir framan þá. Hámarksstærð hlutarins er 40 x 30 x 15 cm.

Athugið: Farþegar á Saga Premium Flex gætu verið beðnir um að innrita aðra af tveimur handfarangurstöskum sínum sökum rýmisskorts. Taskan verður ekki talin sem hluti af innifalinni farangursheimild og farþeginn greiðir engin aukagjöld.

Fargjaldaflokkur Heimild
Saga Premium Flex 2 töskur sem vega allt að 10 kg hvor og einn hlutur til persónulegra nota (t.d. lítil handtaska eða fartölva).
Saga Premium 1 taska sem vegur allt að 10 kg og einn hlutur til persónulegra nota (t.d. lítil handtaska eða fartölva).
Economy Flex 1 taska sem vegur allt að 10 kg og einn hlutur til persónulegra nota (t.d. lítil handtaska eða fartölva).
Economy Standard 1 taska sem vegur allt að 10 kg og einn hlutur til persónulegra nota (t.d. lítil handtaska eða fartölva).
Economy Light 1 taska sem vegur allt að 10 kg og einn hlutur til persónulegra nota (t.d. lítil handtaska eða fartölva).
Ungbörn Engin handfarangursheimild fylgir ungbörnum.
Börn á aldrinum 2-11 ára Börn á aldrinum 2-11 ára hafa sömu handfarangursheimild og fullorðnir á sama farrými.

Aukafarangur

 • Taflan hér að neðan sýnir verð aukafarangurs þegar ferðast er með Icelandair og greitt á flugvellinum.
 • Verð miðast við aðra leið. Þeir sem ferðast með auka töskur eða töskur í yfirþyngd á Stopover in Iceland-miða, greiða sérstaklega fyrir hvern lið ferðarinnar.
 • Veittur er 20% afsláttur af neðangreindum verðum þegar aukafarangur er keyptur með fyrirvara (á netinu eða hjá þjónustufulltrúum). 
 • Það er eingöngu hægt að greiða fyrir yfirþyngd við innritun á flugvellinum.
 • Að hámarki er hægt að fá afslátt af þremur auka innrituðum töskum sem keyptar eru fyrirfram. Ef þú vilt ferðast með fleiri innritaðar töskur (hámarks farangursheimild hvers farþega er 10 innritaðar töskur) greiðirðu það gjald sem gildir á flugvellinum fyrir aukafarangur. Fyrir þessar auka töskur þarf að greiða við innritun á flugvellinum. Farþegar sem hyggjast ferðast með meira en 10 innritaðar töskur þurfa að hafa samband við Icelandair Cargo.
 • Gjöld greidd fyrir bókun á aukafarangri fást ekki endurgreidd.
 • Skilmálar um fyrirframgreiddan aukafarangur.
Tegund farangurs Ísland - Evrópa Ísland - Bandaríkin/Kanada Evrópa - Bandaríkin/Kanada
Auka taska
1-23 kg
6.600 kr. 7.700 kr. 10.600 kr
Taska í yfirþyngd
23-32 kg
5.600 kr. 6.500 kr. 8.900 kr.
Skíði | Veiðibúnaður | Golfbúnaður | Hjólabretti 
Vopn | Köfunarbúnaður | Íshokkíbúnaður 
4.700 kr. 5.000 kr. 6.500 kr.
Svifdrekar | Brimbretti | Hjól 9.200 kr. 11.000 kr. 12.900 kr.
Kajak | Stangarstökksstöng
Seglbretti | Bretti
14.000 kr. 16.400 kr. 19.300 kr.
Hljóðfæri 4.700 kr. 5.000 kr. 6.500 kr.
Dýr í flutningsrými 14.000 kr. 16.400 kr. 19.300 kr.


Lítill íþróttabúnaður

 • Á töflunni hér fyrir neðan má sjá það farangursgjald sem greitt er fyrir lítinn íþróttabúnað í flugi með Icelandair.
 • Gjaldið gildir um flug aðra leið. Þeir sem ferðast með lítinn íþróttabúnað á Stopover in Iceland-miða, greiða neðangreinda upphæð fyrir hvern lið ferðarinnar.
 • Þeir sem bóka farangurinn fyrirfram gegnum netið eða í gegnum þjónustuver Icelandair, greiða 20% lægra gjald en greiða þarf á flugvellinum, þar sem verðin hér að neðan gilda.
 • Gjöld greidd fyrir bókun á litlum íþróttabúnaði fást ekki endurgreidd.
Ísland - Evrópa Ísland - Bandaríkin/Kanada Evrópa - Bandaríkin/Kanada
4700 kr. 5500 kr. 6500 kr.


Meðalstór íþróttabúnaður

 • Á töflunni hér fyrir neðan má sjá það farangursgjald sem greitt er fyrir meðalstóran íþróttabúnað í flugi með Icelandair.
 • Gjaldið gildir um flug aðra leið. Þeir sem ferðast með meðalstóran íþróttabúnað á Stopover in Iceland-miða, greiða neðangreinda upphæð fyrir hvern lið ferðarinnar.
 • Þeir sem bóka farangurinn fyrirfram gegnum netið eða í gegnum þjónustuver Icelandair, greiða 20% lægra gjald en greiða þarf á flugvellinum, þar sem verðin hér að neðan gilda.
 • Gjöld greidd fyrir bókun á meðalstórum íþróttabúnaði fást ekki endurgreidd.
Ísland - Evrópa Ísland - Bandaríkin/Kanada Evrópa - Bandaríkin/Kanada
9200 kr. 11000 kr. 12900 kr.


Stór íþróttabúnaður

 • Á töflunni hér fyrir neðan má sjá það farangursgjald sem greitt er fyrir stóran íþróttabúnað í flugi með Icelandair.
 • Gjaldið gildir um flug aðra leið. Þeir sem ferðast með stóran íþróttabúnað á Stopover in Iceland-miða, greiða neðangreinda upphæð fyrir hvern lið ferðarinnar.
 • Þeir sem bóka farangurinn fyrirfram gegnum netið eða í gegnum þjónustuver Icelandair, greiða 20% lægra gjald en greiða þarf á flugvellinum, þar sem verðin hér að neðan gilda.
 • Stóran íþróttabúnað verður að innrita að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir brottför, vegna þess tíma sem það tekur að koma farangrinum fyrir um borð.
 • Í hvert flug er aðeins hægt að taka eina pakkningu sem inniheldur stóran íþróttabúnað. Vinsamlegast hafið samband að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir brottför til þess að ganga úr skugga um að við höfum pláss fyrir íþróttabúnaðinn. Icelandair getur ekki ábyrgst að þú getir innritað stóran íþróttabúnað, ef ekki hefur verið tekið frá pláss fyrir farangurinn með fyrirvara.
 • Gjöld greidd fyrir bókun á stórum íþróttabúnaði fást ekki endurgreidd.
Ísland - Evrópa Ísland - Bandaríkin/Kanada Evrópa - Bandaríkin/Kanada
14.000 kr. 16.400 kr. 19.300 kr.


Annað

Ásættanleg pökkun á farangri

Icelandair getur hafnað farangri sem á að innrita ef farangrinum hefur ekki verið pakkað almennilega niður í tösku. Þetta er gert til að tryggja að farangur komist vandræðalaust á leiðarenda. Ef farþegi ákveður að innrita farangur sem hefur ekki verið almennilega pakkað niður, þá er litið svo á að það sé áhætta sem farþeginn tekur sjálfur.  Icelandair tekur enga ábyrgð á nokkrum vandamálum sem gætu komið upp vegna þess að ekki hefur verið almennilega pakkað í töskur.

Nánari upplýsingar má finna í flutningsskilmálum Icelandair.


Ferðast með fleiri en einu flugfélagi

Ef flogið er með öðrum flugfélögum en Icelandair á sama miða gætu aðrar reglur um farangursheimild átt við. Þær gætu átt við um ýmis gjöld og tollfrjálsan varning sem keyptur hefur verið á leiðinni. Auka farangursheimild fyrir tengiflug með öðru flugfélagi er einungis hægt að kaupa við innritun á flugvelli (það er ekki hægt að kaupa hana á vefsíðunni okkar).

Kynntu þér vandlega farangursreglur samstarfsaðila okkar og upplýsingarnar sem koma fram á miðanum þínum.