Hér færðu svörin við öllum helstu spurningum um innritaðan farangur og handfarangur.
Frá og með 10. desember 2020 verða reglur um handfarangur aftur með vanalegu sniði (sjá reglur um farangursheimild hér fyrir neðan). Við mælum engu að síður með því að farþegar hafi eins lítinn handfarangur með í flug og mögulegt er, til að hámarka öryggi.
Farþegum býðst enn að innrita samþykktan handfarangur án þessa að greiða aukalega fyrir það; vinsamlegast spyrjist fyrir við innritun á flugvelli eða við hliðið.
Fargjöld | Innritaður farangur | Handfarangur |
---|---|---|
Economy Light | Enginn | 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota |
Economy Standard | 1 taska sem vegur allt að 23 kg | 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota |
Economy Flex | 1 taska sem vegur allt að 23 kg | 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota |
Saga Premium | 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor | 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota |
Saga Premium Flex | 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor | 2 töskur (10 kg hvor) + einn hlutur til persónulegra nota |
Þarftu að bæta við farangursheimildina þína? Skoðaðu síðuna okkar um aukafarangur.
Ef þú ferð fram úr handfarangursheimildinni á miðanum þínum, þarftu að innrita töskuna og greiða gjald fyrir aukafarangur.
Börn (2-11 ára)
Ungbörn (undir tveggja ára aldri)
Saga Gold og Silver félagar
Ef flogið er með öðrum flugfélögum en Icelandair á sama miða gætu aðrar reglur um farangursheimild átt við. Þær gætu átt við um ýmis gjöld og tollfrjálsan varning sem keyptur hefur verið á leiðinni. Auka farangursheimild fyrir tengiflug með öðru flugfélagi er einungis hægt að kaupa við innritun á flugvelli (það er ekki hægt að kaupa hana á vefsíðunni okkar).
Kynntu þér vandlega farangursreglur samstarfsaðila okkar og upplýsingarnar sem koma fram á miðanum þínum.
Aeroflot Farangursreglur |
Air Baltic Farangursreglur | Alaska Airlines Farangursreglur |
JetBlue Airways Farangursreglur |
Finnair Farangursreglur |
SAS Farangursreglur |