Pingdom Check

Farangur

Hér færðu svörin við öllum helstu spurningum um innritaðan farangur og handfarangur.

Aukafarangur

Því fyrr sem þú bókar aukafarangur því betra! Besta verðið á aukafarangri fæst þegar hann er bókaður um leið og flugið á vef eða hjá sölufulltrúa Icelandair. Ef þú hefur þegar bókað en þarft að bæta við aukafarangri getur þú gert það í Bókunin mín á lægra verði en býðst á flugvellinum.

Töflurnar hér að neðan sýna verð á aukafarangri af ýmsu tagi þegar ferðast er með Icelandair, ef greitt er á flugvellinum. Notaðu flipana hér að ofan til að skoða verð í innanlandsflugi eða til og frá Grænlandi eða Færeyjum.

Bæta við farangri í Bókunin mín

Svör við algengum spurningum

  • Þegar greitt er fyrir fram fyrir aukafarangur miðast verðið við upphaflegan brottfararstað flugmiðans. Til að tryggja þér besta verðið mælum við með að þú bókir flugið þitt í gegnum vef eða sölufulltrúa Icelandair og bætir aukafarangri við um leið. Ef þú þarft á aukafarangri að halda eftir að þú hefur bókað getur þú gert það í Bókunin mín á lægra verði en býðst á flugvellinum. Töflurnar hér að ofan sýna verð á flugvellinum.

  • Gjöld greidd fyrir bókun á aukafarangri fást ekki endurgreidd.
  • Það er eingöngu hægt að greiða fyrir yfirvigt við innritun á flugvellinum.
  • Aðeins er hægt að greiða fyrir aukafarangur fyrir tengiflug með öðru flugfélagi við innritun á flugvelli.
  • Það er ekki hægt að bóka auka töskur eða töskur í yfirvigt á Stopover in Iceland-miða. Hafðu samband við þjónustuverið okkar til að bæta við aukafarangri. Gjaldið fyrir aukafarangur er í töflunni hér að ofan, undir Evrópa - Norður Ameríka. Greiða þarf sérstaklega fyrir hvern fluglegg.
  • Aðeins er hægt að bóka þrjár auka innrituðaðar töskur fyrirfram. Ef þú vilt ferðast með fleiri innritaðar töskur (hámarks farangursheimild hvers farþega er 10 innritaðar töskur) greiðirðu það gjald sem gildir á flugvellinum fyrir aukafarangur. Ef þú þarft að ferðast með fleiri en 10 innritaðar töskur getur þú haft samband við Icelandair Cargo.
  • Farangurinn má ekki vera þyngri en 32 kg. Takmarkanir eiga líka við um farangur utan stærðarmarka (odd-sized) en samanlögð hæð + lengd + breidd má að hámarki vera 158 cm.
  • Fyrirframgreiddur aukafarangur - skilmálar.

Íþróttabúnaður

Hljóðfæri

Það fer eftir stærð og þyngd hljóðfærisins hvort má taka það með í handfarangri eða hvort þarf að innrita það.

Annað

Sérreglur gilda um suman farangur.