Auka taska er allur farangur til viðbótar við þá farangursheimild sem innifalin er í miðanum þínum, taska í yfirvigt eru allar töskur sem fara yfir þyngdartakmarkanir fyrir flugið hvort sem þær eru innifaldar í farangursheimild eða auka farangur. Upplýsingar um hljóðfæri, íþróttabúnað og annan sérfarangur er að finna hér að neðan.
Því fyrr sem þú bókar aukafarangur því betra! Besta verðið á aukafarangri fæst þegar hann er bókaður um leið og flugið á vef eða hjá sölufulltrúa Icelandair. Ef þú hefur þegar bókað en þarft að bæta við aukafarangri getur þú gert það í Bókunin mín á lægra verði en býðst á flugvellinum. Aukagjald leggst við ef farangri er bætt við í gegnum þjónustuverið okkar.
Upplýsingar um hljóðfæri, íþróttabúnað og annan sérfarangur er að finna hér að neðan. Smelltu á spjald fyrir frekari upplýsingar.
Koma leikföngin með? Skoðaðu verðið, skilyrðin og bættu þeim í bókunina.
Allt um ferðalög með hjólabretti, langbretti og hlaupahjól.
Fljúga hvítu flygildin...
Hvert flýgur þinn flugdreki?
Á leið á golfvöllinn? Það er einfalt að ferðast með golfbúnað.
Svona gerir þú hjólið tilbúið til brottfarar.
Ferðalag hefur aldrei hljómað jafn vel!
Svona verður ferðalagið algjör fella!
Eru lækninga- eða hjálpartæki með í för? Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar.
Hnakkar, beisli, reiðtöskur og fleira.
Reglurnar um flutning skotvopna og -veiðibúnaðar.
Hvernig er best að pakka veiðigræjunum?
Allt sem þú þarft að vita áður en þú stekkur af stað.
Tjöld, ferðaprímusar, göngustafir og fleira.
Kajakar, köfunarbúnaður, bretti og fleira.
Skautar, skíði, snjóbretti, hokkíbúnaður, hundasleðar og fleira.