Flug til Feneyja með Icelandair - verð frá 45.395 kr.*

Afsláttarkóði

nýr áfangastaður Icelandair: feneyjar

Flug til Feneyja á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Feneyjar (VCE)
15. jan. 2026 - 18. jan. 2026
Frá
98.545 kr.
Síðast skoðað: 23 klst. síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (KEF)-

Feneyjar (VCE)
21. des. 2025 - 28. des. 2025
Frá
235.455 kr.
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
Economy

Reykjavík (KEF)-

Feneyjar (VCE)
26. des. 2025 - 30. des. 2025
Frá
247.685 kr.
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
Economy

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Planaðu ferðalag til Feneyja með góðum fyrirvara

kr.
Planaðu ferðalag til Feneyja með góðum fyrirvara
Frá
Til
Fargjald
Dagsetningar
Verð
Reykjavík (KEF)Feneyjar (VCE)Báðar leiðir
/
Economy
28. ágú. 2026 - 04. sep. 2026

Frá

50.895 kr.

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

Reykjavík (KEF)Feneyjar (VCE)Báðar leiðir
/
Economy
14. júl. 2026 - 21. júl. 2026

Frá

50.895 kr.

Síðast skoðað: 9 klst. síðan

Reykjavík (KEF)Feneyjar (VCE)Báðar leiðir
/
Economy
14. júl. 2026 - 19. júl. 2026

Frá

50.895 kr.

Síðast skoðað: 2 dagar síðan

Reykjavík (KEF)Feneyjar (VCE)Báðar leiðir
/
Economy
03. júl. 2026 - 10. júl. 2026

Frá

52.395 kr.

Síðast skoðað: 2 dagar síðan

Reykjavík (KEF)Feneyjar (VCE)Báðar leiðir
/
Economy
30. ágú. 2026 - 06. sep. 2026

Frá

52.895 kr.

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

Reykjavík (KEF)Feneyjar (VCE)Báðar leiðir
/
Economy
08. sep. 2026 - 15. sep. 2026

Frá

54.395 kr.

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

Reykjavík (KEF)Feneyjar (VCE)Báðar leiðir
/
Economy
22. maí 2026 - 29. maí 2026

Frá

54.395 kr.

Síðast skoðað: 20 klst. síðan

Reykjavík (KEF)Feneyjar (VCE)Báðar leiðir
/
Economy
26. maí 2026 - 02. jún. 2026

Frá

56.395 kr.

Síðast skoðað: 2 dagar síðan

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Ferðalag til Feneyja

Hinn sögulegi Rialto-brú í Feneyjum sem teygir sig yfir blágrænt vatn

Feneyjar í hnotskurn

Verið velkomin til Feneyja, hinnar stórfenglegu ítölsku borgar. Hér komast ferðamenn og heimafæddir leiðar sinnar með gondólabátum sem sigla um síki á milli staða. Feneyjar eru alveg sérstaklega hrífandi, og engin önnur evrópsk borg býður upp á slíkt samspil listmenningar og sögufrægðar – Feneyjar hafa heillað gesti sína í árhundruð.

Þann 22. maí 2026 hefjum við áætlunarflug til Feneyja þrisvar sinnum í viku, og verður flogið til 26. október 2026. Bókaðu flug núna og njóttu þess að hlakka til þess að kynnast þessari sögufrægu og rómantísku borg. Flugleggurinn býður einnig upp á gott aðgengi að Norður-Adríahafssvæðinu, sem geymir margar perlur.

Ef þú ert að skipuleggja lengra ferðalag, skoðaðu einnig aðra áfangastaði á Ítalíu sem Icelandair býður upp á.

Skoðunarferð um Feneyjar

Feneyjar eru höfuðborg Venetó héraðsins á Norðaustur-Ítalíu. Borgin er óhefðbundin að því leyti að hún er byggð á 100 eyjum í lóni við Adríahafið. Í borginni eru engir vegir, heldur kemst fólk á milli staða með síkjum hennar. Hverfi borgarinnar eru svo tengd saman með fleiri en 400 brúm. Hin ýmsu viðurnefni borgarinnar eru dregin af þessu óvanalega samgöngukerfi, en Feneyjar eru oft kallaðar „borgin sem flýtur“ eða „borg brúanna“. Einnig eru þær þekktar á ítölsku sem „La serenissima“, sem þýðir „hin friðsælasta“.

Á miðöldum og endurreisnartímabilinu var opinbert nafn borgarinnar „La Serenissima Repubblica di Venezia“, en það heiti endurspeglaði völd og stöðugleika borgarinnar á þeim tíma.

Í dag eru Feneyjar oftast hafðar ofarlega á lista þegar fallegustu og rómantískustu áfangastaðir Evrópu eru taldir upp. Nú gefst farþegum okkar færi á að kynnast þessari mikilfenglegu borg.

Basilíka Santa Maria della Salute í Feneyjum
Piazza San Marco, eða Markúsartorg, í Feneyjum

Kannaðu sögulega staði í Feneyjum

Í Feneyjum er margt að sjá, borgin geymir ýmis skrúðtorg og söfn sem gestir hennar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Á Markúsartorgi er oft þétt setið af ferðalöngum, og það er af góðri ástæðu. Við torgið stendur Markúsarkirkja með sínum tilkomumiklu hvelfingum og mósaíkmyndum. Þar við hliðina á er höllin „Doge‘s Palace“, sem byggð er úr hvítum og bleikum marmara. Innan hallarinnar er hægt að skoða sögufræga muni og listaverk í glæsilegum sölum hennar.

Einnig má nefna Rialto brúna sem liggur yfir megin siglingaleiðina í borginni, „The Grand Canal“. Það má með sanni segja að í hverjum króki og kima sé eitthvað merkilegt að sjá, og því er vert að taka því rólega og rölta um hin ýmsu hverfi Feneyja, ganga yfir brýr og uppgötva torg.

Söfn borgarinnar eru víðfræg og þá má nefna „Gallerie dell‘Accademia“, en þar ber fyrir augum hin ýmsu feneysku málverk. Þá býður „Peggy Guggenheim Collection“ upp á heimsklassa úrval nútímalistar.

Áhugavert í Feneyjum

Ódýrasta leiðin til þess að ferðast um Feneyjar er með vaporetto almenningsbátum, löngum bátum sem rúma fleiri en gondólabátarnir og sigla meðal annars um meginsiglingaleiðina “The Grand Canal”. Meðfram henni standa fleiri en 170 byggingar sem flestar voru byggðar á milli 13. og 18. aldarinnar. Vinsælasta upplifunin í Feneyjum er svo bátsferð á gondól, löngum bát sem er siglt af einum ræðara sem kallast “gondolier”.

Bátsferðir og matargöngur eru tilvaldir vettvangar til þess að kynnast borginni náið. Einnig er hægt að fara á ýmis konar námskeið, til dæmis í pastagerð og glerblæstri. Svo eru Feneyjar að sjálfsögðu nálægt strönd; Lido di Venezia er lítil eyja í lóninu sem býður upp á hvítar strendur og magnað útsýni yfir borgina.

Stóra skurðurinn í Feneyjum með Basilíku Santa Maria í bakgrunni
Aperol spritz og pizza á veitingastað við skurð í Feneyjum

Út að borða

Feneyjar bjóða upp á margt af því besta þegar kemur að ítalskri matargerð. Hins vegar eru pastaréttir ekki eins áberandi hér og annars staðar á Ítalíu. Feneyjar einkennast frekar af rísóttó hrísgrjónaréttum og „polenta“ maísgraut, og að sjálfsögðu er þar nóg til af sjávarréttum.

Nokkrir réttir sem vert er að prófa eru „sarde in saor”, súrsætar sardínur, „baccalà mantecato”, kremaður þorskur, og „risotto al nero di sepia“, rísóttó með smokkfisksbleki. Einnig má nefna „bigoli in salsa”, þykkt pasta með ansjósusósu, “moeche” mjúkskeljarkrabba, og loks eftirrétti á borð við „fritole” steikta kleinuhringi og tíramísú.

Best er að njóta feneyskrar matargerðar á vínbörum sem kallast „Bacari”, en þar hittast heimamenn og drekka vín með „cicchetti” smáréttum til hliðar.

Verslunarferð til Feneyja

Í Feneyjum fæst mikið úrval af vörum sem bera merki um hina ríku sögu handverks og leiklistar í borginni.

Á Rialto markaðnum fást ýmis góðgæti fyrir sælkera: pasta, vín, grappa líkjör og ólífuolía. Í San Marco hverfinu fást hátískuvörur frá öllum helstu ítölsku merkjunum. Sé svo gengið frá Markúsartorgi yfir Rialto brúnna er komið að verslunarhverfinu „Mercerie“.

Helstu feneysku minjagripirnir eru Murano glerverk, Burano blúndur og leðurhandverk. Kjötkveðjuhátíðin er eitt helsta kennileyti borgarinnar, ásamt grímunum sem fólk ber á þeim viðburði. Þá fæst einnig marmoreraður pappír bundinn í glósu- og dagbækur, en slíkur pappír er afurð ríkulegrar sögu Feneyja í bókbandsgerð.

listræn mynd af sögulegri brú í Feneyjum
klassísk gondóla siglir eftir stórskurðinum í Feneyjum

Hvernig kemst ég á milli staða?

Frá alþjóðaflugvellinum Marco Polo í Feneyjum ganga flugrútur til Piazzale Roma í miðborginni. Annar valkostur eru leigubátar sem flytja farþega beint inn á siglingaleiðir borgarinnar. Sá kostur býður upp á meira sjónarspil, en er dýrari.

Borgina sjálfa er auðvelt að skoða gangandi. Feneyjar eru fremur smáar, og helstu áfangastaðir eru í innan við 20 mínútna göngufæri frá Markúsartorgi. Hins vegar getur tekið tíma að venjast skipulagi borgarinnar, sem getur minnt á völundarhús. Því er gott að hafa þann möguleika að fara um borð í vaporetto almenningsbát eða gondól (athugið að gondólabátar eru ætlaðir til hægfara útsýnisferða og henta því illa til þess að komast hratt á milli staða).

Ferðalag út fyrir Feneyjar

Í nágrenni við aðaleyju Feneyja eru eyjarnar Murano og Burano, sem báðar bjóða upp á töfrandi upplifanir. Murano er þekkt fyrir glerverk sem framleidd eru á eyjunni eftir gömlum hefðum, en Burano fyrir blúndusaum og hús í öllum regnbogans litum. Vaporetto almenningsbátar tengja þessar eyjar og gera ferðalöngum kleift að kynnast borginni enn nánar.

Ýmsar spennandi dagsferðir eru í boði frá borginni, til dæmis til Dolomítafjalla þar sem hægt er að smakka prosecco og hvítvín sem framleitt er í vínekrum Venetó héraðsins. Einnig er hægt að heimsækja aðrar borgir héraðsins með lest; Verona og Padua eru vel tengdar Feneyjum með almenningssamgöngum.

Flugleggurinn til Feneyja býður einnig upp á tækifæri til þess að ferðast um allt Norður-Adríahafssvæðið, með almenningssamgöngum sem flytja farþega til Slóveníu og Króatíu. Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur um borð. Skipuleggurðu lengra ferðalag? Skoðaðu fleiri Icelandair flugleiðir.

Markúsartorg við sólsetur