Kjarnaskógur. Hlíðarfjall. Listagilið. Hof. Eyrin. Þelamörk. Sveitin. Þetta eru ekki bara samhengislaus orð, heldur dæmi um allt það góða sem Akureyri og nágrenni hefur upp á að bjóða.
Hvort sem þú ert hjólandi, gangandi eða með bíl, í hóp eða sóló er létt að gera skemmtilega hluti í þessum víðfræga höfuðstað norðurlands. Náttúran tekur á móti þér um leið og þú lendir og það eina sem þú þarf að pæla í er hvað á að gera fyrst. Sjarmi Akureyrar sér svo alveg um rest.
- Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
- Hægt er að bæta við hótelgistingu í bókunarferlinu.
- Bíl skal skilað á sama stað og sama tíma og hann er tekinn annars leggst á aukagjald sem nemur einum sólarhring.
Kilómetragjald á Íslandi
Frá og með 1. janúar 2026 verður innleitt kílómetragjald að upphæð um 8,81 ISK fyrir hvern ekinn kílómetra á öllum bílaleigubílum á Íslandi. Að auki verður verð á hverjum lítra af eldsneyti lækkað um 90 ISK. Þetta gjald verður innheimt sjálfkrafa af fyrirframgreiddri heimild ( pre-authorization) á því kreditkorti sem gefið er upp við afhendingu bíls. Fyrirframgreidda heimildin getur einnig náð yfir önnur gjöld (eldsneyti, sektir o.s.frv.), og losun hennar getur tekið allt að fimm (5) virka daga eftir skil á bíl.
Í tengslum við innleiðingu kílómetragjaldsins verður eldsneytisverð á Íslandi lækkað um ca. 90 ISK á lítra (um það bil 0,60 EUR á lítra). Með því að leigja bíl á Íslandi frá þessum degi samþykkir viðskiptavinurinn umrætt kílómetragjald og heimilar innheimtu þess á uppgefnu kreditkorti.