Flug milli Reykjavíkurflugvallar og Akureyrar | Icelandair
Pingdom Check

Flug til Akureyrar

Flugtíminn frá Reykjavík til Akureyrar er aðeins 45 mínútur.

Þar sem allt innanlandsflug fer frá Reykjavíkurflugvelli (RKV) þurfa þeir farþegar sem fljúga með Icelandair frá Evrópu eða Norður-Ameríku til Akureyrar, að ferðast frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar.

Skoðaðu einnig pakkaferðirnar okkar þar sem við bjóðum upp á pakka á sérstöku verði.

Akureyri

Ísland
Fólksfjöldi: 18.191Svæði: 125 km²Samgöngur: Á Akureyri er allt í göngurfæri, einnig ganga strætisvagnar þvert um bæinn í boði bæjarins.Gjaldmiðill: Íslensk krónaSpennandi hverfi: Miðbær, Innbærinn, Lystigarðurinn

Höfuðborg norðurlands

Akureyri er næststærsta byggðarlag á Íslandi á eftir höfuðborgarsvæðinu, og er heildarfólksfjöldi yfir 19.000 manns. Bærinn er fallega staðsettur við einn lengsta fjörð landsins, Eyjafjörð. Veðurfar er nokkuð milt, þó vetur geta verið snjóþungir, og sumarhitinn nær oft upp í um 25°C.

Menning og mannlíf

Akureyri býður upp á fullkomna blöndu af menningu, náttúru og ævintýrum. Þú getur varið tíma þínum röltandi á milli skemmtilegra verslana og kaffihúsa og síðan skellt þér í veiðiferð, fjallgöngu eða jafnvel á skíði – allt sama á sama degi. Þegar fer að kvölda er svo tilvalið að skella sér í sund eða golf í miðnætursólinni. Veitingastaðir í bænum eru margir og fjölbreyttir og sérhæfa sig í sjávarréttum, íslensku lambakjöti og fleiru.

Akureyri og Norðurlandið allt

Akureyri ert tilvalin áningarstaður og miðstöð fyrir þá sem hafa hug á að ferðast um og skoða einhver af frægustu náttúruundrum Íslands. Mývatn er ekki langt undan, en náttúrurufegurð Mývatnssveitar og Þingeyjarsýslu allrar er löngu rómuð. Í nágrenninu er líka Jökulsárgljúfur og Húsavík – þaðan sem hægt er að skella sér í hvalaskoðun á Skjálfanda. Frá Akureyri má einnig ná flugi til Grímseyjar og færa sig yfir norðurheimskautsbauginn.

Aðrir áfangastaðir

Bókaðu ferðalagið í dag

Við hlökkum til að sjá þig um borð!