Þegar flogið er báðar leiðir, eru ákveðnar takmarkanir á því hvernig hægt er að setja saman miðann:
Aðeins er hægt að kaupa Economy Light-fargjald með öðrum Economy Light fargjöldum
Economy Standard og Saga Premium - má setja saman (hægt er að fljúga Economy Standard aðra leið og Saga Premium hina)
Economy Flex og Saga Premium Flex - má setja saman (hægt að fljúga á Economy Flex aðra leið og Saga Premium Flex hina)
Athugið að þegef þú flýgur á tveimur fargjöldum á sama miða og vilt gera breytingar, þarf að greiða breytingagjald:
Almennt breytingagjald ef aðeins öðrum flugleggnum er breytt.
Hærra breytingagjald ef báðum flugleggjum er breytt.
Ef nafn er slegið rangt inn við bókun, er hægt að hafa samband við þjónustuverið okkar til að breyta nafninu.
Nafnabreyting er ekki leyfð eftir útgáfu miða nema vegna lagalegra ástæðna (s.s. kynbreyting eða nafnabreyting við hjónavígslu).
Sætisval
Economy fargjöld: Sætisval er innifalið í miðanum á Economy Standard og Economy Flex. Sætin í fremsta hluta farþegarýmisins standa farþegum á báðum þessum fargjöldum til boða, en farþegar á Economy Standard verða að greiða fyrir þessi sæti.
Sætisval er ekki innifalið í miðanum á Economy Light, þér verður úthlutað sæti þér að kostnaðarlausu. En þú getur líka fengið sæti hvar sem er í farþegarýminu gegn gjaldi. Verð á sætisvali á Economy-farrými.
Saga fargjöld
Sætisval er innifalið í miðanum á Saga Premium og Saga Premium Flex.
Meira fótarými
Þú getur alltaf valið þér sæti þegar þú flýgur með Icelandair. Þú getur notast við síðuna Bókunin mín eða valið sæti þegar þú innritar þig í flug á netinu. Þér stendur líka til boða að kaupa Meira fótarými.
Þeir farþegar sem þurfa meira rými geta bókað aukasæti. Greitt er sama gjald fyrir aukasætið og annar farþegi hefði greitt fyrir sætið. Það leggjast hinsvegar engir flugvallarskattar á aukasætið.
Aðeins er hægt að bóka aukasæti ef sætaframboð við bókun leyfir og greitt er fyrir sætið við bókun. Ekki má nota aukasætið til þess að flytja farangur.
Það er ekki hægt að bóka aukasæti á netinu. Þeim sem vilja bóka aukasæti er vinsamlegast bent á að hafa samband við þjónustuver.
Á farangurssíðunni okkar má finna ítarlegar upplýsingar um farangursheimild og takmarkanir á farangri.
Þegar ferðast er til áfangastaðar með fleiru en einu flugfélagi má gera ráð fyrir annars konar gjöldum eða viðbótargjöldum þar sem þjónusta og gjaldskrár flugfélaga, sem deila með okkur sameiginlegu bókunarnúmeri eða eru í samstarfi við okkur á flugleið, geta verið öðruvísi en hjá Icelandair. Farþegar eru hvattir til að kynna sér reglur um farangursheimildir á farseðlinum. Vinsamlegast farið á heimasíður viðkomandi flugfélags til að fá ítarlegri upplýsingar um farangursheimildir og þjónustugjöld.
Athugið: Um tíma verður ekki hægt að innrita farangur áfram um Boston Logan International / Washington Dulles International á Porter-PD.
Flugfélög sem deila sameiginlegu flugnúmeri með Icelandair (Codeshare)