Matur um borð | Icelandair
Pingdom Check

Matur um borð

Vinsamlegast athugið að frá 16. mars 2020 er því miður matar- og drykkjarþjónusta um borð takmörkuð. Til að lágmarka heilsufarsáhættu farþega og starfsfólks okkar, höfum við gripið til fyrirbyggjandi aðgerða á flugleiðum okkar. Nánari upplýsingar um þessar tímabundnar breytingar á matar- og drykkjarþjónustu um borð má finna í algengum spurningum

---

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á góðar máltíðir úr úrvals íslensku hráefni. Við seljum fjölbreyttar máltíðir á Economy Class og leggjum áherslu á að reiða fram næringarríkan og ferskan mat. Ef þú hefur augastað á einhverju sérstöku úr eldhúsinu getur þú pantað það hér að neðan fyrir flug.

Farþegum á Saga Premium og Saga Premium Flex er boðið upp á hágæða máltíð og þeir greiða ekkert fyrir máltíðir eða drykkjarföng um borð.

Börn á aldrinum 2-11 ára fá ókeypis barnamáltíð og ávaxtasafa á öllum flugleiðum. Máltíðir fyrir ungabörn þarf að panta sérstaklega í gegnum þjónustuver Icelandair.

Bæði er hægt að kaupa mat um borð og panta ákveðin matföng fyrirfram. Þegar þú pantar máltíð fyrirfram færðu 10% afslátt af listaverði máltíðar. Hægt er að panta mat fyrir allt áætlunarflug Icelandair með minnst 48 tíma fyrirvara.

Pantaðu máltíðina

Ekki er lengur hægt að greiða með reiðufé um borð. Við tökum vel á móti debet-, kreditkortum og Vildarpunktum.