Pingdom Check
Þú getur leitað að
|
Leita

Matur um borð

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á góðar máltíðir úr úrvals íslensku hráefni. Við seljum fjölbreyttar máltíðir á Economy Class og leggjum áherslu á að reiða fram næringarríkan og ferskan mat.

Farþegar á Economy Comfort, Saga Premium og Saga Premium Flex greiða ekkert fyrir máltíðir um borð. Economy Comfort farþegar geta valið hvaða máltíð sem er af Economy matseðlinum, en farþegum se, fljúga á Saga Premium eða Saga Premium Flex er boðið upp á hágæða máltíð.

Börn á aldrinum 2-11 ára fá ókeypis barnamáltíð og ávaxtasafa á öllum flugleiðum. Máltíðir fyrir ungabörn þarf að panta sérstaklega í gegnum þjónustuver Icelandair.

Pantaðu máltíðina

Ekki er lengur hægt að greiða með reiðufé um borð. Við tökum vel á móti debet-, kreditkortum og Vildarpunktum