Matur um borð | Icelandair
Pingdom Check

Matur um borð

Vinsamlegast athugið að er því miður matar- og drykkjarþjónusta um borð takmörkuð. Til að lágmarka heilsufarsáhættu farþega og starfsfólks okkar, höfum við gripið til fyrirbyggjandi aðgerða á flugleiðum okkar. Nánari upplýsingar um þessar tímabundnar breytingar á matar- og drykkjarþjónustu um borð má finna í algengum spurningum

---

Vinsamlegast athugið að matar- og drykkjarþjónusta er ekki í boði í innanlandsflugi og flugi til Grænlands, en farþegar geta fengið te, kaffi og vatn.

---

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á góðar máltíðir úr úrvals íslensku hráefni. Við seljum fjölbreyttar máltíðir á Economy Class og leggjum áherslu á að reiða fram næringarríkan og ferskan mat. Ef þú hefur augastað á einhverju sérstöku úr eldhúsinu getur þú pantað það hér að neðan fyrir flug.

Farþegum á Saga Premium og Saga Premium Flex er boðið upp á hágæða máltíð og þeir greiða ekkert fyrir máltíðir eða drykkjarföng um borð.

Börn á aldrinum 2-11 ára fá ókeypis barnamáltíð og ávaxtasafa á öllum flugleiðum. Máltíðir fyrir ungabörn þarf að panta sérstaklega í gegnum þjónustuver Icelandair.

Bæði er hægt að kaupa mat um borð og panta ákveðin matföng fyrirfram. Þegar þú pantar máltíð fyrirfram færðu 10% afslátt af listaverði máltíðar. Hægt er að panta mat fyrir allt áætlunarflug Icelandair með minnst 48 tíma fyrirvara.

---

Ekki er lengur hægt að greiða með reiðufé um borð. Við tökum vel á móti debet-, kreditkortum og Vildarpunktum.