Matur um borð | Icelandair
Pingdom Check

Matur um borð

Við bjóðum upp á úrval máltíða og ýmislegt gott til að maula í fluginu.

Athugið að ekki er hægt að greiða með reiðufé um borð. Við tökum vel á móti debet- og kreditkortum og einnig má nota Vildarpunkta.

Börn á aldrinum 2-11 ára fá ókeypis barnamáltíð og ávaxtasafa á öllum flugleiðum. Máltíðir fyrir ungabörn þarf að panta sérstaklega í gegnum þjónustuver Icelandair.

Saga Premium

Á Saga Premium farrými býðst farþegum fjölbreytt úrval áfengra og óáfengra drykkja, auk fyrsta flokks rétta á matseðli. Í flugi til og frá Evrópu, er boðið upp á tveggja rétta máltíð (aðalréttur ásamt eftirrétti) og létt nasl. Í flugi til og frá Norður-Ameríku, er boðið upp á þriggja rétta máltíð (aðalréttur ásamt forrétti og eftirrétti) og létt nasl.

Economy

Á Economy farrými er boðið upp á óáfenga drykki endurgjaldslaust. Einnig er hægt að kaupa létta máltíð, snakk, vín og bjór um borð. Því miður getum við ekki afgreitt fyrirfram greiddar máltíðir eins og stendur.

Skoðaðu Economy matseðilinn okkar hér fyrir neðan.

Innanlands- og Grænlandsflug: Vinsamlegast athugið að matar- og drykkjarþjónusta er ekki í boði í innanlandsflugi. Í flugi til Grænlands bjóðum við upp á létta máltíð endurgjaldslaust.