Sértilboð fyrir Saga Club félaga | Icelandair
Pingdom Check

Sértilboð fyrir Saga Club félaga

Meðal þeirra fríðinda sem félagar í Icelandair Saga Club njóta eru sértilboð og afslættir af vörum og þjónustu eingöngu ætluð Saga Club félögum. Sjáðu hér að neðan hvað er í boði hverju sinni.

40% afsláttur af gistingu og Vildarpunktar á Icelandair hótelum

Saga Club félögum býðst 40% afsláttur af gistingu á Icelandair hótelum í Reykjavík: Natura og Marina og einnig á Akureyri og Mývatni. 

Gista þarf að minnsta kosti tvær nætur í betri herbergjatýpu hótelsins og er bókunartímabil til og með 31. maí 2020 og gistitímabilið er til og með 30. apríl, 2020. 

Saga Club félagar safna Vildarpunktum fyrir hverja nótt og er það 600 Vildarpunkta fyrir hverja gistinótt, mikilvægt er að skrá Saga Club númerið sitt við bókun til þess að safna punktunum. 

Bóka hótel

Tilboð fyrir Vildarpunkta í Saga Shop Collection

Félögum í Icelandair Saga Club bjóðast margvísleg tilboð fyrir Vildarpunkta í Saga Shop Collection.
Tilboðin gilda meðal annars um okkar vinsælustu vörur og það koma inn ný og spennandi tilboð reglulega. 

Bæði er hægt er að kaupa vörurnar í vefverslun og um borð. Ef vörurnar eru keyptar í vefverslun, þarf að gera pöntunina að minnsta kosti 72 tímum fyrir flugið. 

Þrjú einföld skref: 

1. Gerðu pöntun fyrirfram eða um borð í vélinni.
2. Láttu áhafnarmeðlim vita að þú viljir greiða með Vildarpunktum.
3. Framvísaðu Sagakorti og kreditkorti/debetkorti. Sami eigandi verður að vera að báðum kortum.

Skoða úrvalið

  • Það er á ábyrgð viðskiptavinarins að ganga úr skugga um að Vildarpunktarnir nægi fyrir kaupunum. Ef svo er ekki, er umframupphæð innheimt gegnum kreditkort/debetkort.
  • Ekki er hægt að bakfæra greiðslu eða breyta um greiðslumáta eftir að flugi er lokið.