Pingdom Check

Sértilboð fyrir Saga Club félaga

Meðal þeirra fríðinda sem félagar í Icelandair Saga Club njóta eru sértilboð og afslættir af vörum og þjónustu eingöngu ætluð Saga Club félögum. Sjáðu hér að neðan hvað er í boði hverju sinni.

30% afsláttur í brunch á Slippbarnum í janúar

Saga Club félögum býðst 30% afsláttur af brunch hlaðborði í janúar á Slippbarnum. Brunch hlaðborðið er í boði alla laugardaga og sunnudaga frá 12:00 - 15:00. Það eina sem þarf að gera til að fá afsláttinn er að framvísa Saga Club kortinu eða kreditkorti sem safnar Vildarpunktum. 

Á brunch hlaðborði Slippbarsins finnur þú allt sem hugurinn girnist og fylgir ávaxtasafi og uppáhelt kaffi með hlaðborðinu. 
Verð með afslætti er 2.653 kr. og fá börn frá 6-12 ára 50% afslátt og börn undir 6 ára borða frítt. 

Borðabókanir eru æskilegar en velkomið er að "droppa inn" og athuga hvort að laust borð sé í boði. 

Hér eru frekari upplýsingar um brunch hlaðborðið á Slippbarnum. 

Tilboð fyrir Vildarpunkta í Saga Shop Collection

Félögum í Icelandair Saga Club bjóðast margvísleg tilboð fyrir Vildarpunkta í Saga Shop Collection.
Tilboðin gilda meðal annars um okkar vinsælustu vörur og það koma inn ný og spennandi tilboð reglulega. 

Bæði er hægt er að kaupa vörurnar í vefverslun og um borð. Ef vörurnar eru keyptar í vefverslun, þarf að gera pöntunina að minnsta kosti 72 tímum fyrir flugið. 

Þrjú einföld skref: 

1. Gerðu pöntun fyrirfram eða um borð í vélinni.
2. Láttu áhafnarmeðlim vita að þú viljir greiða með Vildarpunktum.
3. Framvísaðu Sagakorti og kreditkorti/debetkorti. Sami eigandi verður að vera að báðum kortum.

Skoða úrvalið

  • Það er á ábyrgð viðskiptavinarins að ganga úr skugga um að Vildarpunktarnir nægi fyrir kaupunum. Ef svo er ekki, er umframupphæð innheimt gegnum kreditkort/debetkort.
  • Ekki er hægt að bakfæra greiðslu eða breyta um greiðslumáta eftir að flugi er lokið.