Pingdom Check
frá48.500 kr.

Við kveðjum Heklu Aurora sunnudaginn 12. október eftir áralangt samstarf þar sem hún hefur heillað farþega okkar með töfrum norðurljósanna, fallega skreytt í litadýrð þeirra.

Þessi einstaka Boeing 757 flugvél var tekin í notkun sem Hekla Aurora árið 2015 og mun nú halda á vit nýrra ævintýra.

Sérstakt kveðjuflug vélarinnar er ógleymanlegt tækifæri fyrir flugáhugafólk til að fagna arfleifð einnar ástsælustu flugvélar Icelandair.

Gluggasæti eru í boði gegn aukagjaldi og veita besta mögulega útsýnið í fluginu.

Takmarkað magn sæta er í boði, svo ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara.

Þú getur einnig keypt Economy sæti hér.

Útsýnisflugið

Við stefnum á að fljúga í lágflugi yfir nokkrar náttúruperlur Íslands. Við ákveðum endanlega þegar nær dregur hvert er best að fljúga með sveigjanleika og veðurspá í huga.

Mikilvægar upplýsingar

  • Engin þjónusta verður um borð.
  • Brottför: Sunnudagur 12. október kl. 12:00.
  • Staðsetning: Reykjavíkurflugvöllur.
  • Lengd flugs: U.þ.b. 1 klst og 30 mínútur.
  • Innritun: Farþegar þurfa að mæta að minnsta kosti 1 klst fyrir brottför.
  • Skilríki: Gilt vegabréf eða sambærilegt löglegt skilríki.
  • Lágmarksfjöldi: 40 farþegar.
  • Staðfesting á bókun: Tölvupóstur verður sendur á netfangið sem gefið er upp. Ef staðfesting berst ekki innan 48 klst, athugaðu möppuna sem geymir ruslpóst.