Pingdom Check

Gott fólk 60+ á Costa del Sol

Líflegar og skemmtilegar ferðir í boði

Dagsetningar eru:
22.apríl - 15 nætur, 21 nótt, 24 nætur

25.apríl - 14 nætur, 18 nætur, 21 nótt 

Fararstjóri Lilja Jónsdóttir

Komdu með í notalegt frí á sólströnd Spánar þar sem líflegar og skemmtilegar ferðir eru í boði. 

Fjölbreytileg dagskrá, hreyfing, gönguferðir og margt fleira. Spilakvöld, spilabingó, dans og góður matur.  Í ferðinni er lögð áhersla á samveru, létta dagskrá og skemmtilegar skoðunarferðir en Costa del Sol er áfangastaður sem er þekktur fyrir góða veðráttu, fallegar strendur og góðan mat.  

Fararstjóri er Lilja Jónsdóttir en hún hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum, í „Gott Fólk 60+“ ferðum bæði á Benidorm og Tenerife undanfarin ár og í skíðaferðum. 

Það er alltaf glaumur og gleði í kringum Lilju.

 

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
100% Vildarpunktasöfnun

Gisting með hálfu fæði

Hálft fæði innifalið

Fararstjóri

Íslensk fararstjórn

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Gististaðir

fráISK 229.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
fra-feria2
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu