Dagsetningar eru:
22.apríl - 15 nætur, 21 nótt, 24 nætur
25.apríl - 14 nætur, 18 nætur, 21 nótt
Fararstjóri Lilja Jónsdóttir
Komdu með í notalegt frí á sólströnd Spánar þar sem líflegar og skemmtilegar ferðir eru í boði.
Fjölbreytileg dagskrá, hreyfing, gönguferðir og margt fleira. Spilakvöld, spilabingó, dans og góður matur. Í ferðinni er lögð áhersla á samveru, létta dagskrá og skemmtilegar skoðunarferðir en Costa del Sol er áfangastaður sem er þekktur fyrir góða veðráttu, fallegar strendur og góðan mat.
Fararstjóri er Lilja Jónsdóttir en hún hefur verið fararstjóri í skemmtisiglingum, í „Gott Fólk 60+“ ferðum bæði á Benidorm og Tenerife undanfarin ár og í skíðaferðum.
Það er alltaf glaumur og gleði í kringum Lilju.