Pingdom Check

Farangur

Hér færðu svörin við öllum helstu spurningum um innritaðan farangur og handfarangur.

Farangursheimild til Evrópu og Norður-Ameríku

Farangursheimildin á miðanum þínum fer eftir því fargjaldi sem þú flýgur á:

Fargjöld Innritaður farangur Handfarangur
Economy Light Enginn 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota
Economy Standard 1 taska sem vegur allt að 23 kg 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota
Economy Flex 1 taska sem vegur allt að 23 kg 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota
Saga Premium 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor 1 taska (10 kg) + einn hlutur til persónulegra nota
Saga Premium Flex 2 töskur sem vega allt að 32 kg hvor 2 töskur (10 kg hvor) + einn hlutur til persónulegra nota

Þarftu að bæta við farangursheimildina þína?
Skoðaðu síðuna okkar um aukafarangur, eða bættu farangri við núverandi bókun:

Bæta við farangri

Innritaður farangur

Samanlögð hæð + lengd + breidd (X, Y, Z á mynd) er að hámarki 158 cm, að meðtöldu handfangi og hjólum. Hámarksþyngd er 23 kg.

Allur farangur yfir 158 cm að umfangi er skilgreindur sem sérfarangur (odd-sized) og er innritaður eins og aðrar töskur. Starfsfólk á flugvelli getur leiðbeint þér að beltinu fyrir sérfarangur.


Handfarangur

Handfarangurstaska þarf að rúmast í farangurshólfi yfir sætum. Ef handfarangurinn fer yfir stærðar eða þyngdartakmörk verður hann innritaður. Greiða þarf gjald fyrir handfarangur sem er innritaður við brottfararhlið. Gjaldið samsvarar kostnaði auka tösku.

Hámarksstærð (að meðtöldu handfangi og hjólum): 55 x 40 x 20 cm.

Hámarksþyngd: 10 kg.

Hlutur til persónulegra nota

Farþegar mega hafa með sér um borð einn lítinn hlut á borð við veski, bakpoka eða fartölvutösku, sem þarf að komast fyrir undir sætinu fyrir framan þá.

Hámarksstærð: 40 x 30 x 15 cm.

Sérreglur um farangursheimild

Börn (2-11 ára)

  • Sama handfarangursheimild og fullorðnir á sama farrými.
  • Þar að auki, mega forráðamenn alltaf taka með samfellanlega smákerru sér að kostnaðarlausu.
  • Forráðamönnum er heimilt að hafa samþykktan barnabílstól með sér um borð að því gefnu að barnið sitji í stólnum á meðan á fluginu stendur.

Ungbörn (undir tveggja ára aldri)

  • 1 innrituð taska (nema á Economy Light) og enginn handfarangur.
  • Samfellanleg smákerra og bílstóll eða lítið burðarrúm.

Saga Gold og Silver félagar

  • Ein innrituð taska til viðbótar við þá farangursheimild sem á við hverju sinni.

Dýr

Íþróttabúnaður

  • Lítill íþróttabúnaður (t.d. hjólabretti, skíði, golf-, köfunar-, íshokkí- eða keilubúnað) getur fallið undir fría farangursheimild. Sjá meira.

Tengiflug

Ef millilandaflug tengist við innanlands- eða Grænlandsflug á sama miða gilda eftirfarandi reglur um farangursheimild:

Tengiflug með öðrum flugfélögum

  • Á leið til Norður-Ameríku þurfa farþegar að sækja farangurinn við fyrstu millilendingu, fara með hann í gegnum tollskoðun og skila honum á sérstakt töskubelti fyrir tengiflug.
  • Á flestum tengiflugvöllum í Evrópu er ekki þörf á að sækja farangur. Undantekningar eru í innanlandsflugi í Noregi og þegar tengiflug fer fram á öðru flugnúmeri í gegnum London Heathrow eða Manchester.
  • Þegar ferðast er heim frá Norður-Ameríku eða Evrópu má innrita farangur alla leið á lokaáfangastað. Farþegar geta því farið beint að brottfararhliði á tengiflugvellinum.
  • Ef flogið er með easyJet þarf að innrita farangur og fá brottfararspjald á tengiflugvellinum.

Ef þú ert með flug með öðrum flugfélögum en Icelandair á sama miða gætu önnur skilyrði gilt um farangursheimild, gjöld og tollfrjálsan varning. Auka farangursheimild fyrir tengiflug með samstarfsaðilum er aðeins hægt að bæta við við innritun á flugvellinum – ekki í gegnum vefinn okkar.

Kynntu þér reglur samstarfsaðila okkar og upplýsingarnar sem koma fram á flugmiðanum þínum:

airBaltic | Alaska Airlines | Atlantic Airways | Air Greenland |Emirates | Finnair | ITA Airways | JetBlue Airways | SAS | Southwest Airlines | TAP Air Portugal | Turkish Airlines